Page 1 of 1

Melassi eða hunang í kaldan bjór á kút...

Posted: 13. May 2015 23:35
by Sigurjón
Hér er ein áhugaverð spurning handa ykkur sem vita allt um ger og bjór.
Ef maður vill fá sætukeim úr til dæmis hunangi eða melassa í bjórinn, myndi það ganga upp með því að setja það út í bjórinn eftir að maður er búinn að cold crasha honum og að maður haldi honum köldum eftir það? Þá ætti gerið að vera "sofnað" og myndi ekki halda áfram gerjun eftir að auka sykrinum er bætt út í (in theory). Ég er með kútasystem og myndi halda þessu köldu.

Sennilega væri ekki fýsilegt að setja á flöskur ef þær myndu ekki haldast kaldar til að vekja ekki gerið.

Hvað segið þið fróðu menn?

Re: Melassi eða hunang í kaldan bjór á kút...

Posted: 13. May 2015 23:50
by Sindri
En að smella bara svona gerstoppara útí ? (eins og maður fær með hvítvínskittum) Þá þyrftirðu ekki að hafa áhyggjur á að geyma þetta kalt,

Re: Melassi eða hunang í kaldan bjór á kút...

Posted: 14. May 2015 00:38
by Eyvindur
Já, ég myndi drepa gerið, til öryggis.

Re: Melassi eða hunang í kaldan bjór á kút...

Posted: 14. May 2015 09:33
by hrafnkell
Já gerið er ekki endilega steindautt þó það sé kalt. Það borgar sig að drepa það áður en þú ferð í að sæta bjórinn.

Re: Melassi eða hunang í kaldan bjór á kút...

Posted: 14. May 2015 11:53
by Sigurjón
Mæliði þá með því að hita bara bjórinn til þess að drepa gerið?
Mér skilst að gerstoppari drepi ekki gerið, heldur hindri aðeins fjölgun.
Ef bjórinn er hitaður, fær hann eitthvað aukabragð?

Re: Melassi eða hunang í kaldan bjór á kút...

Posted: 14. May 2015 13:59
by hrafnkell
Held alveg örugglega að potassium metabisulfite drepi gerið. Ég á það til í brew.is