Page 1 of 1

Einhver sem þarf að losna við humlaplöntu/rót?

Posted: 11. May 2015 21:50
by helgiben
Hæ,

Ég ætlaði að koma niður humlarót í vor en ég virðist vera of seinn að panta fyrir vorið.
Svo virðast birgjar í Evrópu eitthvað tregir til að senda til litla Íslands :oops:

Því datt mér í hug hvort einhver hér væri á þeim buxunum að losa sig við plöntu eða rót sem ég gæti nýtt í garðinum? ;)

- Helgi

Re: Einhver sem þarf að losna við humlaplöntu/rót?

Posted: 12. May 2015 10:31
by hrafnkell
Ég fékk northern brewer í bauhaus fyrir 2 árum.. Sakar ekki að kíkja þar.

Re: Einhver sem þarf að losna við humlaplöntu/rót?

Posted: 13. May 2015 08:49
by helgiben
Góð hugmynd en Bauhaus segist ekki vera með neinar humlaplöntur núna.

Re: Einhver sem þarf að losna við humlaplöntu/rót?

Posted: 13. May 2015 08:59
by Sindri
Var ekki einhver blómabúð í hveragerði að selja humlaplöntur ?

Re: Einhver sem þarf að losna við humlaplöntu/rót?

Posted: 13. May 2015 11:33
by Eyvindur
Ég keypti Northern Brewer fyrir nokkrum árum í Garðheimum. Tókst að drepa hana, því miður. Engin uppskera fyrsta árið - gæti hafa verið karlplanta, en þó spurði ég og var fullvissaður um að þetta væri kerling.