FG 1.000 ?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

FG 1.000 ?

Post by Herra Kristinn »

Urgh...

OK, reyndar var ég soldið mikið undir í hita í meskingu ( um 65°C eða svo, jafnvel undir ) en ég var semsagt að gera Bee Cave um daginn (24.04.2015) sem endaði frekar lágt í OG ( 1.044 ) og ég var að setja á secondary núna til geymslu og hann er í 1.000 FG !

Hann smakkast alveg fínt svosem, soldil svona lykt eins og af léttöli en bragðast allt í lagi enn sem komið er.

Hvað getur verið að valda svona lágu FG? Var virtinn bara svona rosalega vel gerjanlegur ( fermentable wort ) að hann náði 1.000 eða eru líkur á bakteríusýkingu í þessu og verður þetta þá ónýtt eftir mánuð?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: FG 1.000 ?

Post by Eyvindur »

Hvaða ger notaðirðu? Hvert er hitastigið á mælisýninu?

Það er alveg inni í myndinni að bjór fari svona lágt þótt hann sé ekki sýktur, og sum ger eru þekkt fyrir þetta (til dæmis Belle Saison, sem endar alltaf í kringum 1.000 hjá mér). Þú ert með mjög lágan meskihita og lágt OG, sem er sennilega ástæðan fyrir þessu, sérstaklega ef þú varst með öflugt ger. Ef það er engin lykt eða óbragð finnst mér sýking ólíkleg, því ef hún væri þegar farin að kjamsa á ógerjanlegum sykrum væri slíkt mjög líklega þegar komið fram.

Skelltu þessu í drykkjarumbúðir og svo í grímuna á þér og njóttu. Nánast öruggt að þetta er í fínu lagi, held ég.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: FG 1.000 ?

Post by Herra Kristinn »

US-05 notaði ég eins og alltaf, hef áður fengið 1.006 frá því geri og ljómandi fínan bjór þar og hitastigið var bara þessar fínu 19°C sem er gerjunarhitinn minn.

Ég læt reyna á þetta þá bara.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: FG 1.000 ?

Post by Örvar »

Gæti verið að flotvogin sé eitthvað off víst báðar gravity mælingar eru of lágar?
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: FG 1.000 ?

Post by Herra Kristinn »

Nei, hún virðist rétt að mér sýnist.

Var að setja nokkra á secondary og þeir enduðu í 1.005 og 1.010 sem passar alveg miðað við hitastigin sem ég meskjaði við. Sá fyrsti var í kringum 64°C, annar í 66°C en síðasti í 68-69°C.
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: FG 1.000 ?

Post by Dabby »

Ég hef lent í að fá sama virt á bilinu 998-1001 með 3 mismunandi gerum, þetta er væntanlega meira vegna meskingar en gers. Í visky gerð fer bjórinn alltaf niður fyrir 1000 enda meskingin höfð kaldari til að hámarka magn af gerjanlegum sykrum.
Post Reply