Hola!

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Gunnarg
Villigerill
Posts: 4
Joined: 24. Jul 2014 09:59

Hola!

Post by Gunnarg »

Best að koma úr skugganum og kynna mig. Ég byrjaði að brugga með byrjandapakkanum frá Hrafnkatli í ágúst í fyrra og er búinn að brugga 12 bjóra sem allir heppnuðust vel nema einn sem stoppaði í FG 1.032 og ég endaði á að hella niður.

Ég nota semsagt byrjandakittið plús kælispíral og svo nota ég götóttann bala til að skola yfir kornið í lok meskingar. Svo bætti ég líka við hitastýringu á ískáp, til að föndra við eftirmeðhöndlun og lageringu.
Fáránlega góður bjór að koma úr þessum einfalda búnaði!

Ég er búinn að fara í allar áttir og prófa nokkra bjórstíla, American Pale Ale, American Amber Ale, IPA, Bohemian Pilsner, Schwarzbier og nú síðast California Common sem er sennilega besti bjór sem ég hef bruggað. En þar notaði ég blautger og gerhræru, ásamt því að skilja bjórinn frá gerinu í secondary sem ég held að hafi haft góð áhrif á bragðið.

Það er erfitt að ákveða hvað er næst á dagskrá, og ekki er það vegna hugmyndaleysis. Er að spá í að prófa að gera Tripel eða Bohemian Pilsner næst, eða jafnvel annan California Common, spurning um að varpa hlutkesti til að auðvelda valið.

Ég er enn bara með flöskur en þegar ég vinn í lottóinu næst þá kaupi ég frystikistu og bý til keezer!

Áður en ég byrjaði á þessu snilldar áhugamáli sem ég kynntist hjá nágranna mínum las ég How to brew í sumarfríinu sem var fínn inngangur en síðan hef ég lesið nokkrar bækur eins og Designing Great Beers og Yeast. Svo er náttúrulega máttur YouTube mikill og spjallborð fágunar auðvitað snilld fyrir einn blautann á bak við eyrun, takk fyrir það.

Skál!
Attachments
skal.jpg
skal.jpg (27.65 KiB) Viewed 17573 times
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Hola!

Post by æpíei »

Gaman að heyra svona sögur. Velkominn í hópinn. Við sjáum þig vonandi á mánaðarfundum í framtíðinni. Ef þú tímir smá bjór ættiru að hugleiða að senda inn í keppnina og koma á keppniskvöldið á laugardag. Það er upplögð leið til að kynnast fleirum með þetta áhugamál.
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Hola!

Post by Funkalizer »

Velkominn!
Djöfull er hann fínn peyji þessi nágranni þinn að kynna þig fyrir þessu sporti ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hola!

Post by hrafnkell »

Velkominn á fágun :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hola!

Post by helgibelgi »

Velkominn! :)
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Hola!

Post by einaroskarsson »

Vel gert! California Common hljómar virkilega vel! Hvaða ger notaðiru og við hvaða hitastig varstu að gerja? :skal:
Gunnarg
Villigerill
Posts: 4
Joined: 24. Jul 2014 09:59

Re: Hola!

Post by Gunnarg »

Ég notaði California lager (Wyeast 2112) og gerjaði við 18°C í tvær vikur, rampaði svo niður í 10°C (-1°C á dag) og planið var að halda bjórnum við það hitastig í tvær vikur, en ég þurfti að skella honum á flöskur eftir 4 daga. Það var mælt með 10°C einhvers staðar, en næst er ég að pæla í að fara lengra niður svipað og með lager, í kannski 0-1°C.

Í byrjun notaði ég starter til að stækka gerið upp í ca. 300 milljarða frumna (úr ca. 100 milljörðum).

Bjórinn kom vel út, en verst hvað hann klárast hratt ;-)
Post Reply