Page 1 of 1

Þurrhumlun á kút

Posted: 4. May 2015 10:52
by Snordahl
Ég hef alltaf þurhumlað í gerjunarfötunni og cold crashað áður en ég fleyti á kút en núna langar mig prófa að þurrhumla í kútnum.

Hvernig eru menn að gera þetta?
Ég hef lesið á erlendum síðum að menn nota meskipoka fyrir humlana sem er síðan látinn hanga í vaxlausum tannþráð.
Veit einhver hvar maður fær vaxlausan tannþráð hér á landi?

Re: Þurrhumlun á kút

Posted: 4. May 2015 19:01
by hrafnkell
Ég hef notað girni bara. Ég saumaði mér langan og mjóan meskipoka sem ég nota í þetta. Svínvirkar.

Re: Þurrhumlun á kút

Posted: 4. May 2015 23:54
by Eyvindur
Ég hef notað nælonsokka. Sauð þá í drasl og þeir virkuðu ágætlega. Sérstakur poki væri samt eflaust sniðugri hugmynd. ;)

Re: Þurrhumlun á kút

Posted: 7. May 2015 12:04
by Snordahl
Ok, ég fann vaxlausan tannþráð í apótekinu og nota hann og nælon poka sem ég fann í Ámunni.

Hvað er æskilegt að þurrhumla lengi svona á kút?

Re: Þurrhumlun á kút

Posted: 7. May 2015 12:49
by Eyvindur
Þangað til að bjórinn er búinn.