Page 1 of 1

"Braumeister" clone græjur í smíðum

Posted: 2. May 2015 22:56
by rdavidsson
Góðan dag,

Mér datt í hug að setja inn smá pistil varðandi smíðina á "Braumeister clone" setup-inu hjá mér. Ég er búinn að brugga með BIAB poka í tæp 3 ár með ágætum árangri. Ég fór strax í BIAB setup með PID stýringu og hringrásardælu sem var að virka mjög vel (hitastýringin á virtinum) en var að lenda óþarflega oft í því að pokinn var að sogast fastur eða að pokinn fylltist hjá mér og elementið var því þurrt undir. Einnig þurfti ég ofast að standa yfir þessu og hræra reglulega í korninu til þess að pokinn fylltist ekki.. Eftir að ég lenti í því að elementið brann og 23L af bjór eyðilögðust fór ég í mikla rannsóknarvinnu til þess að finna út hvernig kerfi myndi henta best.

Vegna plássleysis sló ég strax útaf borðinu þriggja tunnu kerfi, HERMS eða álíka. Ástralir eru mikið í því að búa til Braumeister clone græjur (http://aussiehomebrewer.com/topic/57924 ... gen-build/) og fannst mér það mjög heillandi þar sem mér finnst BM einfaldlega alltof dýr og takmarkandi (20L @300þús/50L @400 þús). Gallinn við það setup er að ég hefði t.d. þurft að kaupa nýtt element (BoilCoil) í pottinn minn frá Blichmann sem kostar rúmlega 30 þúsund hjá brew.

Félagi minn (Landnámsmaðurinn) fann svo snilldar setup á Homebrewtalk sem ég ákvað að prófa að smíða (http://www.homebrewtalk.com/showthread.php?t=488123)
Í staðinn fyrir að vera með innri pottinn ofan í ytri pottinum og láta virtinn flæða yfir þá hef ég innri pottinn ofan á neðri pottinum. Yfirfallið er svo snittað 1" rör í miðjum pottinum sem nýtist bæði sem yfirfall og til þess að festa falska botninn í botninum og efri filterinn. Snilldin við þetta setup er sú að ég get hækkað og lækkað rörið eftir því hvað ég er að gera stóra uppskrift/hversu mikið korn ég er að nota hverju sinni.

Á tímabili vann ég við að forrita iðntölvur og skjákerfi og fannst því kjörið að prófa að nota svoleiðis apparat til að stýra þessu öllu saman, algjör overkill ég veit.. :) Kosturinn við að vera með iðntölvu og skjákerfi er sá að þetta er hannað fyrir iðnað og FER því alltaf í gang þegar maður kveikir á þessu, ekkert vesen! Get sett inn 3 mismunandi meskiþrep (hitastig og mínútur) inn í skjákerfið og allt að 6 humla additions, en ekkert mál að bæta fleiri þrepum við..

Hitastýringin er með analog SSR relay-i en ekki digital SSR (on/off) eins og flestir nota og því verður hitastýringin töluvert jafnari sem sem relay-ið stýrir spennunni inn á hitaelementið (0-230V/0-5,5kW) sem þýðir að í 50% output er elementið um 2,7kW.

Helstu stærðir:

Neðri pottur: 50L pottur, 40x40cm, 5,5kW element, Chugger pump dæla
Efri pottur: 33L pottur, 35x35cm, 1" gegnumgangandi rör, gataplata sem er 1,5mm á þykkt með 3mm götum.
Camlock tengi á öllu...

Myndirnar hér að neðan sýna þetta ágætlega:

Göt boruð í botninn, 1" gat fyrir yfirfall, 1/2" gat fyrir inndælingu/tæmingu:
Image

Botninn í efri potti, inndæling/dren á potti er T-stykki með bazooka screen til að varna því að korn fari ofan í neðri pott þegar ég tæmi eftir pottinn eftir meskingu, 1" rör í miðjunni notað sem yfirfall og til þess að festa falska botninn/efri filter:
Image

Falski botninn festur á rör:
Image

Filter fyrir ofan grainbed + yfirfall:
Image

Stýrikerfi (sjákerfi fyrir allt saman):
Image

Allt setup-ið:
Image

Stutt myndband af þessu í action:
https://youtu.be/f-U8YiPlFgg

Ég er búinn að brugga 2 bjóra með þessu kerfi núna og kemur þetta mjög vel út, ég einfaldlega set þetta í gang og meskingin/mashout keyrir án þess að ég þurfi að standa yfir þessu og hræra.. Nýtnin er 68-70% sem er vel ásættanlegt og svipað og ég var að fá áður.

Heildar kostnaðurinn við nýju meskitunnuna var c.a. 38 þúsund (pottur, falskir botnar, rær, 1" rör, 1/2" fittings+ bazooka screen, camlock fittings) + töluverð vinna við að græja þetta allt saman.. Félagi minn sá um að snitta rörið fyrir mig sem er töluverð vinna og myndi sú vinna sennilega kosta slatta..

Re: "Braumeister" clone græjur í smíðum

Posted: 3. May 2015 01:10
by ALExanderH
Þetta er ekkert smá flott!