Page 1 of 1

Merkingar á pott, mælistiku eða sleif?

Posted: 27. Apr 2015 14:41
by ALExanderH
Hvernig eru menn að merkja lítramagn hjá sér?
Hef séð að menn eru að fara artist leiðina að þessu og "etcha" þetta í með ediki og salti á q tip tengdan við batterí en veit ekki alveg hvort ég fari út í slíkar framkvæmdir núna.
Er einhver merkipenni sem myndi ekki gefa nein óæskileg efni frá sér sem maður gæti merkt pottinn (ryðfrír) með eða sleifina (plastsleifin úr ámunni) eða ryðfría mælistiku (fæst í málmtækni, fékk uppgefið ca 500kr fyrir 40cm langa flata plötu).
Eða rispa í pottinn, mælistikuna með einhverju?

Re: Merkingar á pott, mælistiku eða sleif?

Posted: 27. Apr 2015 14:57
by hrafnkell
Málband hefur dugað mér ágætlega.. Ég nenni ekki að etcha eða vesenast umfram það :)

Re: Merkingar á pott, mælistiku eða sleif?

Posted: 27. Apr 2015 16:40
by Eyvindur
Ég hef rispað í plastsleifar, og það hefur dugað ágætlega, þangað til að falski botninn minn svignaði aðeins og ég gat ekki lengur treyst sleifinni.

Held að penni sé útilokuð leið (allavega aldrei heyrt um penna sem gæti gagnast í svona - leiðréttið mig ef mér skjöplast).

Ég myndi rispa í plast eða grafa í stálið með eyrnapinnaaðferðinni, hvort sem það væri stika eða potturinn sjálfur. Ekki allavega reyna að rispa í fallega stálið - illa farið með fallegt dót.

Re: Merkingar á pott, mælistiku eða sleif?

Posted: 27. Apr 2015 21:44
by Herra Kristinn
Ég sá í einhverju myndbandinu að gaurinn var með prik sem hann var búinn að merkja með túss, stakk því ofaní og tók upp og taldi svo strikin, bara svona rétt eins og maður tékkar á olíunni á bílnum og hann var bara nokkuð sáttur við þá aðferð þó hún sé kannski ekki sú fallegasta.