Page 1 of 2

Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 11:55
by Hjalti
1.9 Lítrar af Gull Malt Extracti
350 g Karamellu Malt 40 - Caramel 40
150 g Chrystal Malt
100 g 2 Row Malt
50 g Special B
50 g Ristað Bygg - Roasted Barley
30 g af Cascade Humlum 7,1%
40 g af Fuggles Humlum 5,6%
15 g af Cascade Humlum 5%
og Safale US-05 (11.5 g)

Byrjaði á því að mylja Maltið og Byggið með bæði matreiðsluvél og kökukefli.

Lét þetta malla í 60 Mínútur við 65°c hita.

Kom svo upp suðu, slökkti á suðuni, setti dökka útí samtímis og ég hrærði þangaðtil að þetta var algerlega búið að leysast upp í pottinum.

Kom svo upp suðu, bætti 30g af Cascade 7,1% útí pottinn og lét þetta sjóða í 45 mín.
15 mín eftir þá bætti ég 5g Fuggle útí
10 mín eftir þá bætti ég 5g Cascade 5% útí
5 mín eftir þá bætti ég 5g Fuggle útí
2 mín eftir þá bætti ég 30g Fuggle útí
Þegar suðan kláraðist þá setti ég 10g Cascade útí

Smellti þessu svo í fermentorinn og stráði gerinu yfir þetta.

OG - 1050
FG - 1005
5,91% ABV

Lyktin upp úr vatnslásnum er ROSALEG haha Humlageðveikin alveg fær mann til að kyppa eftir andanum.
Verður fjör þegar ég kem heim frá útlöndum og þetta er búið að malla á flösku. Rothögg í fyrstu lotu held ég, hahaha...

Special thanx til Eyvinds fyrir að hjálpa mér með Humla schedulið yfir síma svona á meðan að þetta var að malla :lol:

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 12:13
by Stulli
Hversu þéttur var virtirinn?

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 12:13
by Hjalti
Þéttur? :blush:

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 12:14
by Stulli
Uppleystar sykrur (S.G.)

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 12:16
by Hjalti
Ahh... OG var 1050 og hann á að enda í 1010

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 12:17
by Stulli
Kúl, eru þetta 15 lítrar?

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 12:18
by Hjalti
20L

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 12:21
by Stulli
OK, með 1,9 lítrum af extracti?

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 12:22
by Hjalti
Já... Er það kanski ekki rétt? :oops:

Ég verð að játa að ég er ekki alveg nægilega klár í því að mæla með flotvogini ofaní virtinum útaf froðu og öðru sem myndast þegar maður er að hella þessu á milli....

Var að kaupa mér vínþjóf til þess að laga það til framtíðar samt sem áður.

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 12:27
by Stulli
Ég hefði haldið að það þyrfti aðeins meira til þess að ná uppí 1.050 fyrir 20 lítra.

EN

Ég hef mjög takmarkaða reynslu af því að nota exctract sírópa, þeir eru etv þéttari en ég hélt

Engu að síður verður þetta mjög góður bjór. Ætti að verða mjög arómatískur.

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 12:40
by Oli
Hjalti það er fínt að taka sýni af virtinum í mæliglas og leyfa því að standa smávegis, mæla svo OG. Þéttnin fer líka eftir hitastigi virtsins.

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 13:49
by Andri
Held að það stendur á mælinum mínum að það skuli mæla við 15.6°C

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 15:10
by Hjalti
Ég er nù bara að spá î að skila þessum vìnþjòf sem ég var að versla frekar fá sér svona sugu og mæliglas til að mæla, er ekkert of vel við að troða allri græjunni niður ì botninn á virtinum, spurning hvað maður gerir.

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 18:48
by Eyvindur
Þetta voru 6 pund af LME. Það stemmir samkvæmt mínum útreikningum.

Hljómar vel.

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 9. May 2009 22:03
by Stulli
Eyvindur wrote:Þetta voru 6 pund af LME. Það stemmir samkvæmt mínum útreikningum.

Hljómar vel.
Ahhh, það eru alveg 2,7 kg. Ætti að passa.

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 10. May 2009 03:28
by Hjalti
Vei! Ekki alveg í skítnum :massi:

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 10. May 2009 09:20
by Stulli
Æ, ég space-aðist aðeins. Las 1,9 lítra, en hugsaði 1,9 kíló!

Það passar náttúrulega að 1,9 lítrar af extract sírópi séu 2,7 kíló þar sem að það er svo þétt. En bara úppá framtíðina, þá er extract venjulega mælt sem þyngd frekar en rúmmál. Bæði er massi nákvæmari mælieining (ef að þú átt vog þ.e.a.s. ;) ) auk þess sem að S.G. er almennt reiknuð út og áætluð eftir þyngd ;)

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 10. May 2009 10:15
by Eyvindur
Auk þess verðurðu seint í skítnum, Hjalti, sérstaklega þegar extract er annars vegar. Bara alltaf að muna:
Relax, don't worry, have a homebrew.
RDWHAH

Eða:
Slakaðu á, ekki örvænta, fáðu þér heimabrugg.
SÁEÖFÞH

Haha!

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 13. May 2009 00:24
by halldor
Oli wrote:Hjalti það er fínt að taka sýni af virtinum í mæliglas og leyfa því að standa smávegis, mæla svo OG. Þéttnin fer líka eftir hitastigi virtsins.
Þetta getur meira að segja munað heilum hellingi:

27°C - bæta við - 0.002
32°C - bæta við - 0.004
38°C - bæta við - 0.006
43°C - bæta við - 0.008
49°C - bæta við - 0.010
54°C - bæta við - 0.013
60°C - bæta við - 0.016
66°C - bæta við - 0.018
71°C - bæta við - 0.022
77°C - bæta við - 0.025
88°C - bæta við - 0.033
100°C - bæta við - 0.040

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 13. May 2009 19:11
by Eyvindur
Já, með vínþjófinn... Ég held að ég fari að hætta að nota minn og noti frekar stóra sprautu til að soga upp. Hef reyndar aldrei lent í vandræðum með vínþjófinn, en maður þarf að taka svo mikið til að mæla í honum. Miklu betra að nota sprautu og mjótt tilraunaglas, rétt aðeins breiðara en flotvogin.

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 13. May 2009 19:34
by Hjalti
Heyrðu ég var að taka fyrstu mælingu af þessum og hann er barasta kominn í 1010 undir eins!

var að búast við allavega viku, en hann er bara kominn og reddí eftir 5 daga. 120 kltm

Reyndar búið að vera mikið action í vatnslásnum, þannig að það er flott.

Hvað segiði, smella þessu beint á flöskur núna eða láta hvíla sig fram á laugadag og leyfa honum að malla?

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 13. May 2009 19:42
by Eyvindur
ALDREI stytta tímann á gerjuninni þótt gravity sé búið að lækka. Gerið gerir heilmikið annað en að breyta sykri í áfengi, og það þarf að fá tíma til þess. Ég myndi mæla með því að hafa primary gerjun aldrei styttri en 10 daga, helst hálfan mánuð, og gefa síðan tvær vikur í secondary. Ef þú sleppir secondary myndi ég hafa bjórinn í 3-4 vikur í fötunni. Gerið þarf að fá tíma til að taka til eftir sig. Það er að hreinsa til ýmis aukaefni og bragðið er að blandast betur. Þolinmæði er einstök dyggð í bjórgerð, aldrei gleyma því. Og bjór þroskast betur allur saman heldur en í sitthvoru lagi í litlum flöskum.

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 13. May 2009 19:45
by Hjalti
Hjalti wrote:SÁEÖFÞH! :clap:

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 13. May 2009 20:10
by arnilong
Patience young jedi, wait you must.

Re: Jörvi Irish Red Ale

Posted: 13. May 2009 20:18
by Eyvindur
arnilong wrote:Patience young jedi, wait you must.
+1

Hefði ekki getað orðað þetta betur sjálfur... Ja, kannski aðeins réttara málfræðilega, en...