Sjálfvirk bruggunargræja

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
PKristó
Villigerill
Posts: 3
Joined: 25. Apr 2015 18:29

Sjálfvirk bruggunargræja

Post by PKristó »

Sælir gæðingar
Við erum nokkrir félagar sem erum búnir að vera að fikta okkur áfram í bjórbrugginu og við erum að pæla að fjárfesta í bruggunargræju sem heitir
Bratberg Kompaktbryggeri 35L Gen2. Eru einhverjir hér sem hafa reynslu af svona apparati eða þekkir til þess?

http://www.vestbrygg.no/produkter/kjele ... i-35l-gen2" onclick="window.open(this.href);return false;

Kveðja Palli Kristófers
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Sjálfvirk bruggunargræja

Post by æpíei »

Áhugaverð græja, fann hann reyndar hér talssvert ódýrari, http://www.brygging.no/produkter/brygge ... -20-rabatt" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég sá líka Youtube vídeo þar sem hann er sýndur í notkun. Hann minnir talsvert á Braumeister. BM hefur þó þann eiginleika að þú getur forritað meskinguna og hún er algjörlega sjálfvirk. Það virðist sem þú hafir ekki það með þessari græju, hún sé manual og þú þurfir líklega að bæta við pumpu til að fá hringrás á virtinn í meskingunni. Á móti kemur að BM er líklega 3-4 sinnum dýrari.

Svona græjur eru fínar til að búa til 20 lítra laganir. Ef þið eruð nokkrir saman þá verðið þið fljótir að átta ykkur á að það er of lítið. Þið ættuð alveg að geta fengið ca 50 lítra græjur á svipuðu verði hér innanlands. En fyrir þá sem brugga einir er þetta mjög sniðugur kostur myndi ég ætla.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sjálfvirk bruggunargræja

Post by hrafnkell »

Tek undir með æpíei að 20 lítra lagnir eru of litlar fyrir fleiri en 1-2. Ég myndi skoða græjur sem miða við amk 10l af bjór á mann.

Ég skoðaði þetta aðeins áðan en fann ekki almennilegar upplýsingar um þetta. Gæti vel virkað ágætlega.

Ég er að skoða sjálfur að flytja inn grainfather (http://www.grainfather.com" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;) sem er svipuð pæling en virðist vera aðeins lengra komin.
https://www.youtube.com/watch?v=36k8CylANg4" onclick="window.open(this.href);return false;
PKristó
Villigerill
Posts: 3
Joined: 25. Apr 2015 18:29

Re: Sjálfvirk bruggunargræja

Post by PKristó »

Sælir aftur og takk fyrir svörin.
Við erum búnir að kaupa græjuna og fyrsta bruggun yfirstaðin, planið er að brugga 1-2 saman og því töldum við 35 lítra henta okkur vel. Engu að síður er fínt að vera nokkrir saman í byrjun meðan menn eru að læra hvernig er best að gera þetta og finna uppskrift sem maður er sáttur við.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Sjálfvirk bruggunargræja

Post by æpíei »

Frábært. Endilega látið okkur vita hver reynasla ykkar er af þessu. Það er heilmikill áhugi fyrir svona græjum svo margir eru eflaust spenntir að sjá hvernig þetta reynist.
Post Reply