Page 1 of 1

No chill?

Posted: 24. Apr 2015 23:53
by Eyvindur
Er einhver hér að nota no-chill aðferðina? Þ.e.a.s. að setja virtinn í brúsa, lofttæma og láta kólna sjálfan á löngum tíma? Getur einhver deilt reynslu sinni?

Re: No chill?

Posted: 27. Apr 2015 07:13
by Dabby
Ég notaði þetta líklega fyrstu 2 árin. Stærsti munurinn að mér fannst er að maður er ekki búinn með bruggdag fyrr en daginn eftir þegar þetta er orðið nógu kalt til að setja gerið útí. Mæli samt með því að nota ekki allt vatnið í meskingu og suðu, heldur eiga eitthvað (10-20%) eftir til að annaðhvort kæla virtinn hratt niður fyrir 70°C eftir suðu eða til að klára að kæla virtinn úr ~30°C niður í gerjunarhita.
Annað sem gæti komið þér á sama stað og að vera með kæli er að setja viðbótarvatnið sem klaka útí virtinn. ég hef ekki gert það sjálfur en það ætti að svínvirka.

Re: No chill?

Posted: 27. Apr 2015 09:19
by Eyvindur
Hugsa að ég prófi til að byrja með að gera þetta eins og menn mæla með - að aðlaga humlana bara að hægari kælingu. Þetta býður óneitanlega upp á möguleika í humlun.

Mér finnst reyndar alls ekki slæm tilhugsun að slíta bruggdaginn í sundur. Losna við að sótthreinsa fötu á meðan ég er að sjóða og það allt og geta bara klárað daginn eftir.

Ég hlakka til að prófa þetta.

Re: No chill?

Posted: 30. Jul 2015 11:14
by æpíei

Re: No chill?

Posted: 13. Aug 2015 08:12
by Plammi
Dabby wrote:heldur eiga eitthvað (10-20%) eftir til að annaðhvort kæla virtinn hratt niður fyrir 70°C eftir suðu
Takk fyrir þetta, svo einfalt en samt svo snjallt.