Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by Herra Kristinn »

Daginn herramenn og frúr

Mig langar að athuga hvort að einhverjir/ar hérna geta gefið góð ráð varðandi öl í brúðkaup. Ég er búinn að krukka svolítið í bjórgerðinni síðan í haust og hef verið að prófa mig áfram og reyna átta mig á því hvað snýr upp og niður í þessum heimi og tel mig nokkurn veginn búinn að ákveða hvað mig langar að hafa í brúðkaupinu sem haldið verður í Júní.

Fyrir fjöldann verður Beecave, einfaldur, þægilegur og vel drekkandi ljósöl.

Vandamál skapast aftur á móti þegar ég fer að pæla í ( því sem mér finnst ) skemmtilegri bjórar. Mig langar til dæmis að hafa soldið "hoppy" rauðöl en ég komst að því mér til mikillar mæðu þegar ég gerði rauðölið að það verður frekar mikill maltkeimur af því, allavega það sem ég gerði síðast, en það sem ég er að leitast eftir er skemmtilegur IPA með soldið rauðum undirtón. Liturinn er ekki möst svosem en skemmtileg viðbót ef heppnast.

Smakkanir og tilraunir síðustu mánaða hafa leitt í ljóst áhuga minn á Nelson, Centennial og Cascade en ég á einnig til Simcoe og hef heyrt góða hluti af þeim án þess að hafa prófað.

Þær ráðleggingar sem ég hef fengið hingað til benda meðal annars á þennan hér sem grunn (http://fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=3306" onclick="window.open(this.href);return false;) en ég er ekki orðinn aaaalveg nógu reyndur til að leika mér mikið með þetta án aðstoðar.

Mig langar því að biðla til þeirra sem hér lesa og kanna hvort ég geti fengið aðstoð við að setja eitthvað skemmtilegt saman úr þessu öllu saman.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by Eyvindur »

Ef þú vilt hafa hann þurran og rauðan mæli ég með því að nota grunn að einhverjum þurrum IPA og bæta bara smá Carafa Special III út í (er ekki með reikni til að sjá nákvæmlega hversu mikið - ertu með BeerSmith eða eitthvað álíka tól?). Þú gætir notað uppskriftina sem Siggi er með þarna, en mér sýnist hún reyndar vera nokkuð malty. Ég myndi byrja á einfaldari kornsamsetningu - Pale malt, smá Caramunich 2 eða 3 og Carafa Special. Svo geturðu misst þig í humlunum.

Þetta er allavega það sem ég myndi gera. ;)
Þarna ertu í raun að nota svipaða kornsamsetningu og maður sér gjarnan í írsku rauðöli, en svo humlarðu eins og amerískt. Írskt rauðöl er jafnan þurrara en amerískt. Annað sem þú gætir gert til að finna uppskrift væri hreinlega að finna uppskrift að írsku rauðöli, sem vel er látið af, og nota maltið úr henni og humlana úr einhverri amerískri IPA uppskrift. Ekkert sem segir að það ætti að klikka.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by æpíei »

Ég tek undir með Eyvindi. Leitaðu að Irish Red uppskrift og humlaðu eins og amerískur pale ale/léttur IPA. Smá leit á Google skilaði þessum hér. http://brewgr.com/recipe/8339/hoppy-iri ... ale-recipe" onclick="window.open(this.href);return false; Grainbillið er dálítið flókið en humlaplanið ætti að virka. Þú getur notað Nelson eða Centennial í staðinn fyrir Citra. Ef þú vilt enn meiri humlalykt gætir þú þurrhumlað með blöndu af humlunum sem þú nefnir, ca 30 til 50 grömm alls eftir smekk.
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by Herra Kristinn »

Takk fyrir þetta, þetta sneri mér í nokkra hringi og ég er ekki frá því að ég snúist örlítið ennþá....

Ég er með Beersmith, veit ekki hvar ég væri án þess!

Ég tók uppskriftina og breytti henni út frá því sem þú leggur að hluta til, túlka það kannski frekar frjálslega samt sem áður og niðurstaðan eins og er lítur þá svona út, ég er reyndar frekar týndur þegar kemur að þurrhumluninni og endaði á að setja bara 50/50 af humlunum þar sem Alpha og IBU kemur engu við þarna:

Herra Giftur
OG: 1,066
ABV: 6,4% ( verður lægra, 68% eff er vel rúmlega áætlað )
Color: 10,6 SRM
IBU: 60,6

American IPA (14 B)

Type: All Grain
Batch Size: 22,00 l
Boil Size: 27,88 l
Boil Time: 60 min
End of Boil Vol: 25,83 l
Final Bottling Vol: 20,49 l
Fermentation: Ale, Two Stage


Date: 21 Apr 2015
Brewer: Herra Kristinn
Asst Brewer:
Equipment: Kælibox - All Grain
Efficiency: 68,00 %
Est Mash Efficiency: 76,8 %
Taste Rating: 30,0


5900,00 g Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM) Grain 1 86,8 %
500,00 g Carahell (Weyermann) (13,0 SRM) Grain 2 7,4 %
350,00 g Munich I (Weyermann) (7,1 SRM) Grain 3 5,1 %
50,00 g Carafa Special III (Weyermann) (470,0 SRM) Grain 4 0,7 %

Mash Steps

Mash In Add 18,68 l of water at 76,5 C 68,9 C 45 min
◯ Batch sparge with 2 steps (2,54l, 14,41l) of 75,6 C water

◯ Add water to achieve boil volume of 27,88 l
◯ Estimated pre-boil gravity is 1,059 SG

Boil Ingredients

43,00 g Centennial [10,00 %] - Boil 60,0 min Hop 5 40,5 IBUs
1,00 Items Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 mins) Fining 6 -
2,20 g Yeast Nutrient (Boil 15,0 mins) Other 7 -
38,00 g Centennial [10,00 %] - Boil 10,0 min Hop 8 13,0 IBUs
38,00 g Centennial [10,00 %] - Boil 5,0 min Hop 9 7,1 IBUs
35,00 g Cascade [5,50 %] - Boil 0,0 min Hop 10 0,0 IBUs
16,00 g Nelson Sauvin [12,00 %] - Boil 0,0 min Hop 11 0,0 IBUs

Fermentation Ingredients

1,0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) [50,28 ml] Yeast 12 -

Dry Hop/Bottling Ingredients

25,00 g Nelson Sauvin [12,00 %] - Dry Hop 0,0 Days Hop 13 0,0 IBUs
25,00 g Cascade [5,50 %] - Dry Hop 0,0 Days Hop 14 0,0 IBUs

Comment?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by Eyvindur »

Ég myndi meskja kaldar - 66°C er mitt standard hitastig fyrir þurra bjóra. Og ef ég væri að gera þetta (því ég vil oftast hafa bjórinn minn þurrari en bein) myndi ég sleppa Carahell - mögulega bæta við aðeins meira grunnmalti á móti.

Annars lúkkar þetta vel.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by æpíei »

Ég sé þessi er byggður á IPA sem ég setti inn á vefinn og vísað er í að ofan. Sú uppskrift er aðlöguð úr Brewing Classic Styles og er mjög fallega gyllt á litinn. Í stað Caramunich II notaru Carafa Special III. 50g af CS III gefa mjög dökkan bjór skv. minni reynslu. Ég nota t.d. 80g af CM II í brúnöl sem ætti að samsvara ca 64g af CM III í lit. http://www.weyermann.de/eng/produkte.as ... &sprache=2" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég myndi minnka þetta talsvert mikið, t.d. 20g af CS III. Eða nota Carared http://www.weyermann.de/eng/produkte.as ... &sprache=2" onclick="window.open(this.href);return false;

Annars ætti þetta að vera gott hjá þér.
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by Herra Kristinn »

Takk fyrir þetta

Hversu mikið carared þá? Sé þetta gefur frekar lítið þegar kemur að lit sem er ástæðan fyrir CSIII en ég sé á linkunum þínum að það er sannarlega notað í dökka/svarta bjóra sem er alls ekki það sem ég er að leitast eftir. Mig langar í rautt öl :-)

Dass af Carared gefur lítinn sem engan lit skv. beersmith allavega.

Minnka Pale Malt og bæta við Carared í samræmi eða bara skipta Carered og Carahell?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by æpíei »

Það má alveg vera slatti. Ég gerði rauðöl (19 lítra) með þessu:

3 kg Pale Malt
1 kg Caraamber
1 kg Carared
0.5 kg Carahell

Ég treysti ekki litaútreikningum í Beersmith. Ég fæ alltaf dekkri bjór en hann gefur til kynna.
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by Herra Kristinn »

5 kg Pale Malt
1 kg Carared
450 g Carahell
340 g Munich I

43g Centennial 60m
38g Centennial 10m
38g Centennial 5m
35g Cascade 0m
16g Nelson Sauvin 0m

Dry Hop:
25g Cascade
25g Nelson Sauvin

Mash 66°C

OG: 1,063
ABV: 6,6%
Color: 10,2 SRM
IBU: 62,2

Er ég ekkert að steypa neitt með humla samsetningunni?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by Eyvindur »

Ég myndi miklu frekar nota CSIII, í litlu magni, ef þú vilt fá þurran bjór. Carared gefur miklu meiri maltkarakter, sem mér skilst að þú sért ekki að leita að. Það er rétt að CSIII er oft notað í svarta bjóra, en ef þú minnkar bara magnið færðu rauðan lit. Bjórhugbúnaður getur hjálpað þér að finna rétt magn. 50-100 grömm ættu að duga (en double tékkaðu samt).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by drekatemjari »

Auðveldasta lausnin til að fá rauðöl án þess að því fylgi mikill maltkeimur er að brugga einhverja IPA uppskrift og setja hálfa dós af Sinamar frá weiermann sem hrafnkell er hefur átt til. Það er dökk rauður litur unninn úr carafa II að ég held. Hann er gerður þannig að þú færð hámarks lit með lágmarksbragði. Ég gerði rauðöl í haust og notaði einn þriðjung úr dósinni og fékk heldur ljósan lit, bætti bara öðrum þriðjung úr dósinni beint út í kútinn og fékk flottan dökkan rauðöl. Rúmlega hálf dós ætti að vera nóg í venjulega lögn.
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by Herra Kristinn »

Frá vinstri til hægri:
SMASH með Pale Ale
Herra Giftur með CaraRed uppskriftinni
Herra Giftur með Carafa Special III uppskriftinni.

Báðir alveg f*** sjúklega góðir en ég verð að viðurkenna að CaraRed er fallegri.

Image
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl - vantar ráðleggingar

Post by Herra Kristinn »

Jæja, þá er þessi drukkinn og niðurstaða liggur fyrir.

Báðir mjög góðir en þeir sem báru saman segja að sá með CSIII hafi bragðast betur. Mig grunar reyndar að það sé einfaldlega vegna þess að ég þurfti ekki að hleypa upp suðu á honum eftir að kæling hófst svo bragðprófíllinn var réttur.

Ég fékk að minnsta kosti mikið lof fyrir bjórinn og þakka ykkur kærlega fyrir alla aðstoðina við þetta.

Læt fylgja með mynd af krana uppsetningunni minni sem mér fannst nokkuð brilliant þó ég segi sjálfur frá. Ég fékk ekki kæliskáp til að breyta svo ég vafði bara nokkrum hringjum af bjórslöngu í frauðplastbox með köldu vatni.

Image
Post Reply