Page 1 of 2

Humlar á útsölu

Posted: 15. Sep 2009 19:08
by Idle
Puterbaugh Farms eru að bjóða mjög góð verð á humlum eins og er, og minnst er hægt að fá eitt pund af hverri tegund. Ég veit ekki um sendingarkostnaðinn, en þeir senda hvert sem er. :)

http://www.hopsdirect.com/hops/

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Sep 2009 21:30
by Andri
skemtilegt úrval :þ

Image

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Sep 2009 21:57
by kristfin
ef einhver ætlar að kaupa, þá er ég til í að vera með

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Sep 2009 23:11
by Idle
Mig sárlangar, en pyngjan leyfir það ekki að sinni. :(

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Sep 2009 23:38
by Eyvindur
Mín pyngja eiginlega ekki heldur, en ég er voða hræddur um að ég geti ekki látið þetta framhjá mér fara... Látið vita ef einhver ætlar...

Re: Humlar á útsölu

Posted: 16. Sep 2009 00:14
by kristfin
ég ætla að kaupa mér
HAMA1 Amarillo Hop Leaf:
HNB1 Northern Brewer Leaf Hops
HCHIN1 Chinook Leaf Hops

ég verð í usa í næstu viku geng frá þessu á morgun, sendið mér línu ef þið viljið að ég kippi einhverju með fyrir ykkur.

kristfin@gmail.com

Re: Humlar á útsölu

Posted: 16. Sep 2009 09:06
by Eyvindur
Ég væri til í Amarillo, Chinook og Centennial - allt í pellet formi.

Re: Humlar á útsölu

Posted: 16. Sep 2009 11:10
by sigurdur
Kristján, ég sendi þér tölvupóst.

Re: Humlar á útsölu

Posted: 16. Sep 2009 22:22
by Andri
Sendi þér mail, hugsa að ég myndi taka pund af tjékka saaz humlunum. sendi þér mail

Re: Humlar á útsölu

Posted: 22. Sep 2009 02:55
by kristfin
var að mæta á hótelið. fullur kassi af humlum sem beið eftir mér.

fyrsta sem ég gerði var að fylla bað af kampavíni og sturta öllu útí. er í baði núna.

Re: Humlar á útsölu

Posted: 22. Sep 2009 08:06
by sigurdur
hahahaha

og hvernig bragðast þá kampavínið?

Re: Humlar á útsölu

Posted: 25. Sep 2009 09:43
by Idle
Ég lét vaða, þvert gegn betri vitund... Centennial, Perle, Saaz og Spalter. :vindill:

Re: Humlar á útsölu

Posted: 25. Sep 2009 16:43
by kristfin
pantaðiru beint að utan?

ef svo, hver er sendingarkostnaðurinn?

Re: Humlar á útsölu

Posted: 25. Sep 2009 18:20
by Idle
Ég gerði það, já. Hef ekki hugmynd um sendingarkostnaðinn - hef raunar ekki fengið neitt frá þeim enn, ekki einu sinni tölvupóst til staðfestingar á pöntuninni. :?

Re: Humlar á útsölu

Posted: 8. Oct 2009 20:02
by Idle
Það varð einhver ruglingur á þessu í kerfinu hjá þeim, en ég fékk tölvupóst í gær. Pakkinn fór svo frá Ameríku í dag. Sendingarkostnaðurinn reyndist 42,5 USD. Hefði gjarnan tekið meira en fjögur pund, þar sem hvert auka pund bætir "nánast engu" við sendingarkostnaðinn (hefði ég tekið eitt pund í viðbót, hefði sendingarkostnaðurinn verið 49 USD, skv. tölvupóstinum frá þeim). Kannski seinna... ;)

Mér skilst þó að "pundið" hjá þeim sé svolítið rokkandi, og yfirleitt um hálft kíló og jafnvel meira. Alltaf gaman að fá ríflega skammtað!

Re: Humlar á útsölu

Posted: 14. Oct 2009 15:49
by Idle
Pakkinn er kominn og bíður tollafgreiðslu (og verður væntanlega keyrður út í kvöld). Sex dagar frá póstlagningu úti, það er ekki svo slæmt. :)

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Oct 2009 20:50
by Idle
Meiri ruglingur... Ég fékk Cascade í stað Perle. Sem er vel, því ég var kominn með bakþanka í gær, og hefði einmitt kosið Cascade í stað Perle. :D

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Oct 2009 20:59
by Oli
já en það er hægt að kaupa cascade í ÖB, ekki perle ;)

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Oct 2009 21:03
by Idle
Það er vissulega hægt að fá Cascade þar, en ekki á þessu verði. Cascade koma til með að nýtast mér vel í þeim uppskriftum sem ég er að velta fyrir mér, en ég hef hvergi fundið sérstök not fyrir Perle (meira fyrir forvitnis sakir sem ég pantaði það).

Með öllu (innkaupaverð, sendingarkostnaður, tollur/aðflutningsgjöld, o. s. frv.) borgaði ég 14.000 kr. fyrir tvö kíló af humlum. 20.000 kr. kosta tvö kíló í ÖB. Munar svolitlu. :)

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Oct 2009 21:45
by Oli
þú ert greinilega djúpt sokkinn :mrgreen: 14 þús kall fyrir humla...vona að það sé ekki bara þinn skammtur! Ég á 2 únsur af perle ef þig vantar skipti einhvern tímann, hef ekki planað að nota þær enn.

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Oct 2009 21:47
by Oli
Svo verðum við að vera duglegir að styrkja ÖB, maður veit aldrei hversu lengi þessi litlu brugghús endast í þessu viðskiptaumhverfi í dag. Þá þyrftum við að fara aftur í að panta allt korn og humla að utan. :shock:

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Oct 2009 22:04
by sigurdur
Oli wrote:þú ert greinilega djúpt sokkinn :mrgreen: 14 þús kall fyrir humla...vona að það sé ekki bara þinn skammtur! Ég á 2 únsur af perle ef þig vantar skipti einhvern tímann, hef ekki planað að nota þær enn.
Og sjáðu til, hann var að bæta við 2kg af humlum við það sem að hann á nú fyrir.
Auðvitað er þetta langtímasparnaður og ég myndi hiklaust gera þetta ef ég ætti peninginn í það (fyrir þá humla sem að fást ekki hérna a.m.k.) ... á hann bara ekki ;)

Upp á fjörið þá skulum við fara í smá útreikninga.

Forsendur:
Miðum við að Idle mæli eina einingu á 25gr af humlum, sem gerir þessi 2kg af humlum að 80 einingum.
Segjum að hver lögn sé 20 lítrar.
Segjum svo að hann noti að meðaltali 3 einingar í hverja lögn (sumar lagnir taka fleiri einingar og aðrar taka færri einingar).
Segjum svo að hann leggi í eina lögn á viku að meðaltali.

Niðurstöður
Laganir sem að humlarnir duga í: 26.67
Lítrafjöldi sem að humlarnir duga í: 533.4 L
Tíminn sem að tekur að klára humlana: rúma 6 mánuðir og 4 daga.

Þetta mun duga honum semsagt í smá stund. :)

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Oct 2009 22:11
by Idle
Von á Perle humlunum innan 10 daga. Ég lét þau vita af þessum ruglingi með tölvupósti rétt áðan, og fékk svarið sent um hæl:

"Afsakaðu ruglinginn. Við sendum þér Perle humlana umsvifalaust án endurgjalds, og greiðum allan kostnað af sendingunni. Eigðu Cascade humlana sem sárabætur fyrir þennan misskilning."

Þetta þykir mér einstaklega fallega gert af þeim. :)

En jú, nafni hitti naglann á höfuðið. Þetta snýst bæði um langtímasparnað, sem og úrval. Ég fæ hvorki Saaz, Centennial né Spalter hér (né Perle). Ég kaupi glaður humla og korn af Ölvisholti, og auglýsi þá eftir fremsta megni (eða bjórinn, í það minnsta). Ef valið stæði á milli að borga 14.000 fyrir tvö kíló af humlum, eða 20.000 fyrir sama magn (og e. t. v. sömu tegund), hvoru boðinu tækir þú? ;)

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Oct 2009 22:18
by Oli
Idle wrote:Von á Perle humlunum innan 10 daga. Ég lét þau vita af þessum ruglingi með tölvupósti rétt áðan, og fékk svarið sent um hæl:

"Afsakaðu ruglinginn. Við sendum þér Perle humlana umsvifalaust án endurgjalds, og greiðum allan kostnað af sendingunni. Eigðu Cascade humlana sem sárabætur fyrir þennan misskilning."

Þetta þykir mér einstaklega fallega gert af þeim. :)

En jú, nafni hitti naglann á höfuðið. Þetta snýst bæði um langtímasparnað, sem og úrval. Ég fæ hvorki Saaz, Centennial né Spalter hér (né Perle). Ég kaupi glaður humla og korn af Ölvisholti, og auglýsi þá eftir fremsta megni (eða bjórinn, í það minnsta). Ef valið stæði á milli að borga 14.000 fyrir tvö kíló af humlum, eða 20.000 fyrir sama magn (og e. t. v. sömu tegund), hvoru boðinu tækir þú? ;)
Heppinn ertu að fá cascade humlana aukalega :beer:

Ekki spurning - ég myndi kaupa af Ölvisholti fyrir 20 þús ;) Styrkja íslenska gæðabjórgerð og auka möguleika á að þeir haldi áfram að redda okkur gæðahráefni, hversu lítið eða mikið sem það gerir, þá er það alveg 6 þúsund kr virði :D

Re: Humlar á útsölu

Posted: 15. Oct 2009 22:24
by Idle
Undir flestum kringumstæðum myndi ég líka gera það; um þessar mundir er ég bara að reyna að fá sem mest, fyrir sem minnst.

Hinsvegar held ég að þeir séu ekki að græða nokkurn skapaðan hlut á korn- eða humlasölunni - þettu eru hráefni sem myndu hvort eð er nýtast þeim í eigin bjórgerð. Ég hef a. m. k. skilið Valla á þann veg, að honum sé meira í mun að upphefja bjór(ó)menninguna á Íslandi, en að reyna að hagnast á þessum fáu sem kaupa af honum hráefni. :)