Page 1 of 1

Falskur botn

Posted: 18. Apr 2015 20:15
by Sigurjón
Ég fann þennan fína falska botn í suðutunnuna frá brew.is í IKEA.
Þetta eru pizzugrindur sem fást í 14" og 12". 12" smellpassar í fötuna og þá get ég hækkað hitann í meskingunni hjá mér án þess að eiga á hættu að brenna gat á pokann minn.
12" kostar 695 og 14" kostar 795.

Pizzagrindin
botn1.jpg
botn1.jpg (99.09 KiB) Viewed 11803 times
Komin í grindina
botn2.jpg
botn2.jpg (66.92 KiB) Viewed 11803 times

Re: Falskur botn

Posted: 19. Apr 2015 10:00
by Eyvindur
Þetta er þekkt, en mér skilst að þetta bogni auðveldlega undan þyngdinni. Þú gætir þurft að styrkja þetta eitthvað.

Re: Falskur botn

Posted: 19. Apr 2015 10:43
by Sindri
Ég myndi setja einhverjar lappir á netið svo netið standi ekki á elementunum

Re: Falskur botn

Posted: 19. Apr 2015 13:17
by Sigurjón
Já, ég ætla að setja langa bolta undir netið sem halda því uppi og lítið mál að setja nokkra undir miðjuna til að styrkja þar. Ég sá þetta bara í IKEA í gær svo ég keypti til að prufa, því ég hafði ekkert heyrt af þessu trikki. Aðal spurningin var hvort þetta passaði sem það gerði.

Re: Falskur botn

Posted: 21. Apr 2015 09:03
by Eyvindur
Um að gera að setja fleiri bolta en færri, til öryggis.

Re: Falskur botn

Posted: 21. Apr 2015 19:04
by ALExanderH
Ég gerði svona, notaði fjóra bolta og skinnur, virkaði vel.