Page 1 of 1

Of kalt fyrir gerjun

Posted: 7. Apr 2015 23:41
by Sigurjón
Jæja, ég byrgði gluggann í geymslunni þegar ég gerði mitt fyrsta brugg. Þetta hefur haldið þangað til í dag, einmitt þegar ég er að gerja næsta bjór. Gerjunin hefur verið í gangi í amk 36 tíma þegar geymslan varð um 10 gráðu köld, jafnvel kaldari. Ég byrgði gluggann aftur og hitinn skríður hægt upp.
Spurningin er, hefur gerið drepist eða eru einhverjar líkur á að gerjunin fari í gang aftur?
Ég er að nota Windsor Ale Yeast frá Danstar.
Ég væri ekki með miklar áhyggjur ef ég hefði ekki keypt síðasta pakkann hjá Hrafnkeli, því þá hefði ég bara keypt annann or re-pitchað.

Re: Of kalt fyrir gerjun

Posted: 8. Apr 2015 00:51
by Funkalizer
Nei, gerið er ekki dautt.
Það varð líklega slappt en það á eftir að pikka upp um leið og því verður hlýtt aftur.

Knúsaðu það bara og hafðu það bara í huga að þú varst líklega að lengja gerjunartímann eitthvað.

Re: Of kalt fyrir gerjun

Posted: 8. Apr 2015 09:31
by hrafnkell
Ætti að vera í góðu lagi. Gerið fór bara að lúlla :)

Kannski borgar sig að hræra ofur varlega upp í gerkökunni til að kýla þetta í gang aftur, en að öðru leyti ertu í góðum málum bara.

Re: Of kalt fyrir gerjun

Posted: 8. Apr 2015 10:06
by Sigurjón
Takk fyrir þetta.
Ég prufa þá að hræra varlega í þessu í kvöld. Held það sé nauðsynlegt að fá sér gerjunarskáp ef sumarið lætur standa á sér í ár, og klárlega fyrir næsta vetur!

Re: Of kalt fyrir gerjun

Posted: 8. Apr 2015 10:37
by hrafnkell
já. Það er amk mjög hentugt að geta haft of kalt inni, því þá er svo auvðelt að setja fötuna í skáp (bara venjulegan skáp, einfaldan) og setja frekar bara litla hitaperu með fötunni. Easy peasy :) Mikið einfaldara að hita en kæla