Page 1 of 1
Þurrhumlunarpælingar
Posted: 5. Apr 2015 18:36
by Jökull
Hurðu, þið fróða fólk...
Ég er að smíða einn þar sem hluti humlanna á að fara í "secondary fermenter". Fann í eldri þræði að sum ykkar eruð ekki að færa á milli kúta heldur setjið humlana bara beint út í og lokið aftur. Enn sum eruð að nota poka, hvar hafið þið fengið heppilega poka og ef þið hafið útbúið þá sjálf, hvaða efni hafið þið notað?
skál!
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 5. Apr 2015 19:11
by Örvar
Ég nota ekki secondary (aukin hætta á sýkingu og oxun og auka vesen).
Ég þurrhumla beint í primary gerjunarílátið. Enginn poki, ekkert vesen.
Finnst samt gott að cold crasha þegar ég þurrhumla til að hjálpa til við að fella humlana á botninn.
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 6. Apr 2015 00:06
by helgibelgi
Ég þurrhumla beint í "primary" gerjunarílátið án poka.
Ef þú vilt nota poka þá er nylon efni (gardínuefni) mjög fínt í þetta. Það er sama efnið og meskipokinn minn. Ég nota minni útgáfur af meskipoka sem humlapoka þegar ég þurrhumla á kút. Það eru bara pínulitlir nylon pokar. Bindi bara fyrir og hendi þeim ofan í. Ef þú notar poka, mundu bara að humlarnir þenjast rosalega mikið út í bjórnum, þannig að hafðu nóg pláss.
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 9. Apr 2015 17:50
by Eyvindur
Nylonsokkar virka líka.

Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 10. Apr 2015 14:59
by Jökull
Eru einhverjir annmarkar á að nota bómullarefni (t.d. bleyjuklút)?
Var að spá í að nota glerkúlur til að fergja pokann með, stela nokkrum frá krökkunum
Annars þykir mér þetta með nælonsokkinn dáldið svalt, eitthvað rokk-element í því!
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 10. Apr 2015 15:34
by Funkalizer
Er bleyjuklúturinn ekki of þéttur?
Þú vilt hámarka snertingu vökva við humla til að ná sem bestri nýtingu út úr þeim og ég held (<- lykilorðið held) að þú náir því ekki eins vel með þéttu efni eins og bómull samanborið við gisnara efni eins og nylon.
Þú vilt væntanlega ekki heldur að glerkúlurnar þyngi pokann það mikið að hann liggi á botninum því þá ertu farinn að hræra í gerkökunni þinni...
Vandlifað í þessari veröld.
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 10. Apr 2015 17:32
by hrafnkell
Henda þessu beint í. Ekkert bull.
Annars ekki nota bómullarefni. Nylon eða polyester ef þú vilt endilega nota poka.
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 10. Apr 2015 20:36
by rdavidsson
Sammála öllu hér, beint útí með humlana... Ég var að brasa við það í fyrstu lögnunum hjá mér að setja þá í poka, endaði með sýkingu.. Ef þú cold crashar í 2-3 daga þá er megnið af þeim búnir að falla á botninn..
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 15. Apr 2015 20:49
by Jökull
Jæja, ég endaði á að gera mér poka úr pólíester (fínriðið flugnanetsefni) og setti eina netta glerperlu með
Ég er ekki með nógu góða hitastjórn eða kæliaðstöðu til að ég þori að treysta á cold-crash, pældi samt mikið í því. Þetta hlýtur að reddast og ef ekki þá verð ég bara reynslunni ríkari.
Takk fyrir öll ráðin!
Annað, úr 1,050 í 1,020 á 10 dögum. Ætti ég ekki að vera kominn neðar (s-04 ger við 20 gráður)?
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 15. Apr 2015 21:00
by hrafnkell
Sennilega hægt að kenna heitri meskingu um - Gerið væri sennilega komið neðar ef það gæti. Eina sem gæti truflað er ef hitastig var lágt í gerjun eða miklar sveiflur.
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 15. Apr 2015 22:16
by Jökull
Hmm... Værirðu til í að útskýra aðeins meira þetta með heita meskingu?
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 15. Apr 2015 22:58
by hrafnkell
Mesking er venjulega 65-70 gráður. Því heitari sem hún er, því meira verður til af illgerjanlegum sykrum (og FG verður hærra).
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 16. Apr 2015 07:49
by Jökull
Já þannig... sjens ég hafi klikkað á því.
Annars, þá las ég hjá þér að hækka hitann í 77 við lok meskingar en fyrir suðu. Hvernig kemur það inní þetta?
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 18. Apr 2015 13:54
by sigurdur
Að hækka hitann gerir tvennt:
1. Ef það er einhver sterkja eða löng sykra sem er ekki búið að breyta í minni sykrur, þá munu aukast líkurnar á að þær breytist.
2. Sykurinn verður mun "lausari" í sér við heitara hitastig og því eru meiri líkur á að þú náir meiri sykri úr korninu.
Semsagt, meiri nýting og gerjanleiki.
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 21. Apr 2015 18:23
by Jökull
Smá update!
Kíkti í tunnuna áðan til að taka prufu, nema hvað að pokinn hafði flotið upp aftur (hann sökk þegar ég setti hann í). Semsagt 1 glerperla er ekki nóg og pokinn er vel fullur (ótrúlegt hvað humlarnir þenjast mikið). Pokinn er ca 10x15 cm. Smakkaði á prufunni minni og hann er ekki alveg eins bragðgóður og í síðustu viku en það lagast örugglega með kælingu, gosi og smá geymslu (ætla allavega ekki að stressa mig strax, fæ mér bara einn úr skápnum).
Þá var gravity komið í 1.014 sem er að detta í rammann þótt það mætti gjarna vera neðar.
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 21. Apr 2015 20:14
by hrafnkell
Það er nefnilega vandamálið við poka.. Of lítill poki og þá nær bjórinn ekki að leika almennilega um humlana. Og þá er maður svolítið að henda þeim í súginn.
Re: Þurrhumlunarpælingar
Posted: 2. May 2015 19:43
by Jökull
Bjórinn orðinn smakkhæfur, er mjög bragðgóður og mjúkur. Meðan það er nokkur humlalykt þá er minna humlabragð en ég átti von á. Næst verður þurrhumlunin með "ákveðnara" verklagi
skál!