Miðaföndur

Hér geta notendur spjallað á léttu nótunum um eitt og annað sem tengist ekki beint gerjun eða öðru efni á þessu spjallvef
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Miðaföndur

Post by Sigurjón »

Ég ákvað að allir bjórar sem ég geri skulu vera kallaðir Konungur, og þá bara með mismunandi fornöfnum.
Fyrsti bjórinn er kominn á kút sem er Bee Cave frá brew.is og fékk því nafnið Bee Cave Konungur.
Ég föndraði svo flöskumiða í kvöld, ef ske kynni að maður færi að gefa þetta eitthvað frá sér, og er bara nokkuð ánægður með árangurinn.
Attachments
Konungur
Konungur
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Miðaföndur

Post by Eyvindur »

Þegar þú gerir einhvern imperial bjór verður sá klárlega að heita Keisarakonungur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Miðaföndur

Post by Eyvindur »

Geggjaður miði, btw.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Miðaföndur

Post by Sigurjón »

Þakka.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Miðaföndur

Post by einaroskarsson »

Vel gert! Hvernig ætlaru að prenta/líma?? :)
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Miðaföndur

Post by Sigurjón »

Ég hafði heyrt að nota mjólk til að líma gæfi góða raun. Ætli ég þurfi ekki að gera tilraunir með prentun. Byrja bara á venjulegu blaði og vinna sig svo upp frá því.
Nema einhverjir hafi nú þegar gert þessar tilraunir og geti sagt mér hvernig sú lending fór.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: Miðaföndur

Post by Bjoggi »

Flottur miði!
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Miðaföndur

Post by Funkalizer »

Það sem mér fannst gefa bestu raun var að prenta út á laser prentara.
Því betri sem pappírinn er því flottari miðinn.
Fleytti miðanum svo eftir yfirborði mjólkur sem ég hafði sett á disk og dró svo miðann eftir brúninni á disknum, svona til að taka mesta flóðið af bakhliðinni.
Smellti á flöskuna, stillti miðann af, strauk meðfram miðanum með votri tusku allt sem kemur undan miðanum þegar honum er þrýst upp að flöskunni.

Þú mátt búast við einhverju blek smiti ef þú ert að nota verri pappír en ekki nærri eins miklu og þú fengir ef þú prentaðir með bleksprautuprentara.
Fínt að vita að sumar flöskur er með nokkurs konar saum eftir þeim endilöngum sem er alveg snilld til að stilla miðann eftir.
Ég notaði svo oftast fyrstu flöskuna sem eins konar viðmið fyrir hinar upp á hæð miðans á flöskunni.
Það lúkkar svo flott í hillu, you see ;)
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Miðaföndur

Post by kari »

Sigurjón wrote:Ég hafði heyrt að nota mjólk til að líma gæfi góða raun. Ætli ég þurfi ekki að gera tilraunir með prentun. Byrja bara á venjulegu blaði og vinna sig svo upp frá því.
Nema einhverjir hafi nú þegar gert þessar tilraunir og geti sagt mér hvernig sú lending fór.
Hef reynt mjólk og hveitilím. Er hrifnari af hveitilíminu en mjólkinni en það þarf smá undirbúning að búa til hveitilímið.

En augnablikinu er ég hrifnastur af einföldu "double tape", sbr.
https://www.youtube.com/watch?v=0lvMsw7r0UI
Ekkert sull. Hægt að notast við venjulegan pappír og bleksprautu prentara. Maður er kannski aðeins lengur að setja miðann á. Ekkert sem skiptir máli ef maður er með fáar flöskur.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Miðaföndur

Post by Sigurjón »

Þegar þú segir "betri" pappír, áttu þá við glanspappír?
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Miðaföndur

Post by Funkalizer »

Sigurjón wrote:Þegar þú segir "betri" pappír, áttu þá við glanspappír?
Nei ekkert endilega svo glæsilegt.
Þessi venjulegi ljósritunarpappír sem þú kaupir í A4, Bónus o.þ.h. dugar alveg ágætilega.
Það er síðan til aðeins þykkari pappír með, líklega, aðeins meiri glans.
Þetta er eitthvað sem flæktist óvart í prentarann sem ég var að nota og gaf svona líka fína raun.
Við erum sem sagt ekkert komnir út í ljósmyndapappír hérna.

Það sem er svo gott við mjólkina er sú síðan sú staðreynd að ná miðunum af krefst aðeins vatnsbaðs í smá tíma og svo flettir maður miðunum bara af.
Hvernig er að ná miðum sem maður double teipar á ?
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Miðaföndur

Post by kari »

Funkalizer wrote: Það sem er svo gott við mjólkina er sú síðan sú staðreynd að ná miðunum af krefst aðeins vatnsbaðs í smá tíma og svo flettir maður miðunum bara af.
Sem gildir um hveitilímið.

Hins vegar þegar maður er farinn að bleyta miðann þá er hætta á að prentunin fari að "blæða" (skv. minni reynslu). Það er hins vegar alveg örugglega háð pappír og prentarableki.
Funkalizer wrote:Hvernig er að ná miðum sem maður double teipar á ?
Límbandið sem ég er með nudda ég af. Tekur styttri tíma en að leggja í bleyti, amk ef maður er bara með eina og eina flösku. Límbandið sem gaurinn er með í videóin er nú bara "tekið af". Sérð það í kringum 4:30 í vídeóinu sem ég linkaði á áðan. Það er örugglega hægt að finna double tape sem er engin leið að ná af :).
Trikkið er auðvitað að takmarka sig við bara eina mjóa rönd af límbandi á flöskuna. Hættir að vera sniðugt ef maður límir miðann á, svipað og bjórframleiðendur á Íslandi gera þ.e lím undir allan miðann. :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Miðaföndur

Post by Eyvindur »

Ég hef notað límstifti með góðum árangri. Ekkert mál að ná miðunum af, lítið subb, ekki blautt...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Miðaföndur

Post by Sindri »

Hvaða font ertu að nota ?
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Miðaföndur

Post by Sigurjón »

Hann heitir Ginga.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Miðaföndur

Post by æpíei »

Þetta eru flottir miðar. Mér finnst þó eitt varðandi innihaldslýsinguna: hún segir ekki neitt, ekki frekar en hjá stóru brugghúsunum. Ég set öll korn, alla humla, ger, IBU, ABV og dags átöppunar á mína miða. Ég lendi nefnilega oft í því að koma með bjóra og fá þær spurningar hvað er í honum, hvenær gerðiru hann, osfrv. Þá er gott að geta litið á miðann til að fríska minnið ;)
Post Reply