Það sem mér fannst gefa bestu raun var að prenta út á laser prentara.
Því betri sem pappírinn er því flottari miðinn.
Fleytti miðanum svo eftir yfirborði mjólkur sem ég hafði sett á disk og dró svo miðann eftir brúninni á disknum, svona til að taka mesta flóðið af bakhliðinni.
Smellti á flöskuna, stillti miðann af, strauk meðfram miðanum með votri tusku allt sem kemur undan miðanum þegar honum er þrýst upp að flöskunni.
Þú mátt búast við einhverju blek smiti ef þú ert að nota verri pappír en ekki nærri eins miklu og þú fengir ef þú prentaðir með bleksprautuprentara.
Fínt að vita að sumar flöskur er með nokkurs konar saum eftir þeim endilöngum sem er alveg snilld til að stilla miðann eftir.
Ég notaði svo oftast fyrstu flöskuna sem eins konar viðmið fyrir hinar upp á hæð miðans á flöskunni.
Það lúkkar svo flott í hillu, you see