Page 1 of 1

Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 3. Apr 2015 11:09
by æpíei
Ég ætla að smíða mér ferða-krana kerfi úr gömlu kæliboxi og ódýrum krönum. Ég er að spá í að nota svona millistykki og Sodastream kút með ódýran regulator sem CO2 gjafa:

http://www.co2supermarket.co.uk/sodastream-adapter.html" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.co2supermarket.co.uk/co2-reg ... gauge.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Kosturinn er augljóslega hvað þetta er miklu færanlegra. Ókosturinn er kostnaðurinn, ca 2000 kallfyrir hálft kíló af CO2. Hefur einhver reynt að fylla Sodastream kúta af stærri kútum? Er þetta svona auðvelt eins og í þessu myndbandi?

http://youtu.be/wgQatZ2WghQ" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 3. Apr 2015 14:23
by hrafnkell
Ath að "regulatorinn" sem þú linkar er bara krani - ekki jafnari. Það gengur ekki fyrir bjór. Það eru samt alveg til þrýstijafnarar sem ganga á sodastream kúta, t.d. á kegconnection.com ef ég man rétt.

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 3. Apr 2015 14:43
by æpíei
Hvað með paint ball kúta? Fást þeir hér? Eru þeir hagkvæmir?

Ég hef ekki séð regulator beint á Sodastream, en þessi hér er fyrir paint ball kút.

http://www.homebrewing.org/The-Adapter- ... _2635.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 3. Apr 2015 19:23
by rdavidsson
æpíei wrote:Hvað með paint ball kúta? Fást þeir hér? Eru þeir hagkvæmir?

Ég hef ekki séð regulator beint á Sodastream, en þessi hér er fyrir paint ball kút.

http://www.homebrewing.org/The-Adapter- ... _2635.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég keypti þetta breytistykki um daginn, http://www.co2art.co.uk/collections/ada ... regulators" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Þeir eru líka með regulator fyrir þetta, en outputið er frekar grannt..
http://www.co2art.co.uk/collections/dua ... -regulator" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég væri jafnvel til í að kaupa svona regulator ef þú pantar þaðan, fengjum mögulegra betri díl á sendingarkostnaðinum.

EDIT: Þeir eru með free shipping... Láttu mig endilega vita ef þú finnur sniðugan CO2 regulator á góðu verði. Ég myndi kaupa Taprite hjá Kela ef hann væri ekki svona brothættur...

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 3. Apr 2015 19:55
by hrafnkell
Getið notað hvaða regulator sem er ef þið takið þennan adapter sem rdavidsson bendir á. Lítið mál að fylla á næstum hvaða co2 kút sem er ef maður er með adapter sem passar á milli kútanna.

Held að paintball co2 kútar séu ekki fáanlegir hér, og litlu skárri en sodastream kútarnir þannig séð.

Spurning hvort maður þurfi ekki að bjóða upp á co2 áfyllingu í brew.is bara :)

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 3. Apr 2015 22:17
by Funkalizer
hrafnkell wrote: Spurning hvort maður þurfi ekki að bjóða upp á co2 áfyllingu í brew.is bara :)
Tekur þetta þá bara alla leið og býður upp á bjórgas í leiðinni og allt sem þarf til að vera með köfnunarefni !

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 3. Apr 2015 23:22
by æpíei
Og nítró...

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 3. Apr 2015 23:38
by æpíei
rdavidsson wrote:Ég keypti þetta breytistykki um daginn, http://www.co2art.co.uk/collections/ada ... regulators" onclick="window.open(this.href);return false;

EDIT: Þeir eru með free shipping... Láttu mig endilega vita ef þú finnur sniðugan CO2 regulator á góðu verði. Ég myndi kaupa Taprite hjá Kela ef hann væri ekki svona brothættur...
Af hverju keyptiru advanced útgáfuna? Er hún öðru vísi nema fyrir 90 gráðu horn?

Eru Taprite eitthvað brothættari en aðrir? Ég er með Taprite á stóra kútinum mínum. Hann féll á andlitið og einn mælirinn brotnaði. Það var lítið mál að fá nýjan mæli. Þurfti svo að herða hann allan upp en hann virkar fullkomlega. Mér finnst það vera meðmæli með vöru að hægt sé að gera við hana.

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 4. Apr 2015 13:44
by rdavidsson
æpíei wrote:
rdavidsson wrote:Ég keypti þetta breytistykki um daginn, http://www.co2art.co.uk/collections/ada ... regulators" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

EDIT: Þeir eru með free shipping... Láttu mig endilega vita ef þú finnur sniðugan CO2 regulator á góðu verði. Ég myndi kaupa Taprite hjá Kela ef hann væri ekki svona brothættur...
Af hverju keyptiru advanced útgáfuna? Er hún öðru vísi nema fyrir 90 gráðu horn?

Eru Taprite eitthvað brothættari en aðrir? Ég er með Taprite á stóra kútinum mínum. Hann féll á andlitið og einn mælirinn brotnaði. Það var lítið mál að fá nýjan mæli. Þurfti svo að herða hann allan upp en hann virkar fullkomlega. Mér finnst það vera meðmæli með vöru að hægt sé að gera við hana.
Þessi sem ég keypti er er með "loka" þannig að ég get skrúfað stykkið á soda stream flöskuna án þess að vera búinn að setja regulatorinn á. Ódýrari týpan af þessu er ekki með loka sem þýðir það að þegar þú skrífar það á flöskuna þá verðuru að vera búinn að setja regulatorinn á... Ekkert nauðsynlegt en þægilegt.

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 4. Apr 2015 14:16
by hrafnkell
Hægt að fá búr á taprite til að verja mælana fyrir áföllum.. Þetta er vandamál á öllum reglum þar sem mælarnir standa út. En kosturinn er að mælarnir eru standard og lítið mál að skipta um, jafnvel með pörtum sem maður fær hérna heima.


Varðandi co2 áfyllingar þá hugsa ég að ég byrji á co2 ef af verður :) Hef ekki skoðað það neitt alvarlega þannig að það á alveg eftir að koma í ljós hvort þetta borgi sig. Og hvort maður geti gert þetta svo öruggt sé án stórkostlegra fjárútláta.

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 8. Apr 2015 12:21
by Ásgeir
Ég á svona paintball kúta. Þeir eru mjög þægilegir þegar maður er að fara með kút einhvert en það er frekar dýrt að fylla á þá.

Ég keypti mér adapter á aliexpress og fylli á þá af gömlu slökkvitæki.

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 8. Apr 2015 13:19
by æpíei
Hvar félkstu painball kútinn?

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 8. Apr 2015 13:43
by Ásgeir
Ég keypti svona kitt af kegconnection þegar ég fór til bandaríkjanna um árið: http://www.kegconnection.com/basic-ball ... -cylinder/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 8. Apr 2015 16:50
by kari
Veit ekki hversu auðvelt er að verða sér úti um þurrís eða hvað hann kostar....

https://www.youtube.com/watch?v=l-a3pISQLQg" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Sodastream kútar sem CO2 gjafi

Posted: 9. Apr 2015 15:47
by sigurdur
Sniðugt, kári..

10þ á 5kg http://isbud.is/thurris-5-kg-p-2472.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Ísaga ~ 1200kr / kg
Partýbúðin ~ 1700kr / 1.5kg