Cold crashing

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Cold crashing

Post by Sigurjón »

Jæja. Núna á sunnudaginn verður Bee Cave bjórinn búinn að vera í gerjun í 2 vikur.
Ég er búinn að kaupa allt í kegerator svo mig er farið að klægja svolítið í bragðlaukana að fá að prófa.
Ég hef algjörlega látið gerjunina vera. Ég hef ekkert verið að opna til að athuga með gravity því ég vildi bara ekki vera bjóða hættunni heim með að sýkja bjórinn svona í fyrstu lögn.

Þá er tvennt sem mig langar að spyrja.
Eru tvær vikur í gerjun nóg fyrir Bee Cave-inn?
Og ef mig langar til að cold crasha, er í lagi að gera það í primary gerjunarfötunni?
Mér var að detta í hug að setja gerjunarfötuna bara inn í ísskáp á sunnudagskvöldinu og leyfa henni að vera þar í 2 til 3 daga áður en ég set á kútinn.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Cold crashing

Post by Eyvindur »

Tvær vikur *ættu* að vera nóg, en maður veit aldrei. Betra að vera öruggur og taka gravity mælingu.

Það er í lagi að kæla í gerjunarfötunni. Sumir vilja reyndar meina að maður eigi aldrei að beinlínis cold crasha - maður eigi að kæla smátt og smátt á nokkrum dögum. Til þess þarf náttúrulega hitastýringu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Cold crashing

Post by rdavidsson »

Sigurjón wrote:Jæja. Núna á sunnudaginn verður Bee Cave bjórinn búinn að vera í gerjun í 2 vikur.
Ég er búinn að kaupa allt í kegerator svo mig er farið að klægja svolítið í bragðlaukana að fá að prófa.
Ég hef algjörlega látið gerjunina vera. Ég hef ekkert verið að opna til að athuga með gravity því ég vildi bara ekki vera bjóða hættunni heim með að sýkja bjórinn svona í fyrstu lögn.

Þá er tvennt sem mig langar að spyrja.
Eru tvær vikur í gerjun nóg fyrir Bee Cave-inn?
Og ef mig langar til að cold crasha, er í lagi að gera það í primary gerjunarfötunni?
Mér var að detta í hug að setja gerjunarfötuna bara inn í ísskáp á sunnudagskvöldinu og leyfa henni að vera þar í 2 til 3 daga áður en ég set á kútinn.
Ég gerja 90% af bjórunum mínum í 2 vikur, sérstaklega bjóra sem eru í OG range allt að 1.055 ish. US-05 gerið klárar á nokkrum dögum ef hitastigið er innan skynsamlegra marka (17-20+°C). Svo set ég ísskápinn hjá mér í 2-3°C og hef hann þannig í 3 daga, og virturinn í primary gerjunarfötunni. Set virtinn svo á kút, þá er hann tilbúinn til að kolsýra (force carb, 4°C við 40 PSI í 24klst, eftir það 12-14 PSI við 4°C). Ef maður cold crash-ar ekki þá kolsýrist hann lítið sem ekkert fyrsta sólarhringinn á meðan virturinn er svona "heitur".

Mér finnst einnig auðveldara að syphon-a hann yfir á kútinn þar sem gerið og próteinin setjast á botninn og "þjappast" þegar maður kælir hann. Ég skipti líka um vatn (StarSan) í vatnslásinum þar sem ég hef lent í því að vatnið í lásnum sogast ofan í tunnuna þegar virturinn er kældur...
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Cold crashing

Post by Eyvindur »

Ég kæli reyndar líka mjög oft bara í kútnum. Finnst það einfaldara.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Cold crashing

Post by Sigurjón »

Verður þá ekki eitthvað botnfall fyrst?
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Cold crashing

Post by Eyvindur »

Jújú, svona eins og eitt glas. Mín reynsla er sú að það er alltaf eitthvað, hvort sem er.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Cold crashing

Post by drekatemjari »

Planið þitt er alveg fínt og í góðu lagi. Tvær vikur eru plenty fyrir flesta bjóra og svo er fínt að cold crasha í td tvo daga áður en þú keggar eða bottlar
Post Reply