Page 1 of 1

Styrkingar fyrir BIAB poka

Posted: 26. Mar 2015 10:04
by einaroskarsson
Hæhæ!

Erum að brugga með BIAB í 100L potti með ágætis árangri. Helsta vandamálið er að hífa upp pokann fullan af blautu korni (18 kg þurrt, ég giska á ~40kg blautt). Lausnin er að setja upp talíukerfi sem ætti að vera auðvelt ( sjá t.d. http://www.biabrewer.info/viewtopic.php ... ley+system" onclick="window.open(this.href);return false;) en spurningin er: í hvað á að krækja? Flestir erlendis virðast vera að krækja í pokann á 2-4 stöðum með ísaumuðum handföngum. Hefur einhver reynslu af slíkum saumaskap og getur deilt visku sinni? :)

Hin lausnin er að krækja í falska botninn og hífa hann upp, en mér sýnist það vera bæði dýrari lausn og flóknari útfærsla (þó alls ekki ómöguleg).

Re: Styrkingar fyrir BIAB poka

Posted: 26. Mar 2015 11:09
by hrafnkell
Ég á efnið í svona styrkingar, en er hættur að bjóða upp á að sauma þær í :)

Re: Styrkingar fyrir BIAB poka

Posted: 30. Mar 2015 12:11
by sigurdur
Ég á poka frá custombiab.com - besti poki sem ég hef nokkurntímann átt.

Því miður þá eru þau hætt að búa til þessa poka vegna tímaskorts (ung börn..)

Þessi býr til poka með handföngum en þeir eru víst ekki alveg eins góðir.. http://www.biab-brewing.com/" onclick="window.open(this.href);return false;