Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Post by helgibelgi »

Þórir ákvað að skella uppskriftinni sinni að Heiðari Pale Ale inn á síðuna. Þetta áframhald að Herra einföldum Pale Ale sem hægt er að finna á síðunni líka. Heiðar Pale Ale vann 2. sæti í litla flokki bjórgerðarkeppni Fágunar 2015.

Ýttu hér til að sjá uppskrift að Heiðar Pale Ale
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Post by helgibelgi »

Hæ, vorum að henda inn nýrri uppskrift að humluðum hveitibjór.

Ég átti auka pakka af Wyeast 3068 frá því ég bruggaði hveitibjór fyrir keppnina. Svo á ég alveg helling af amerískum humlum. Ég þurfti að nýta þetta einhvern meginn. Svo langaði mig að krydda aðeins upp á í þetta sinn, frekar en að brugga enn eitt fölölið.

Axis & Allies - humlahveitibomba
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Post by helgibelgi »

Hæ, vildi renna þessu í gegnum ykkur reynslugerla áður en ég set þetta á síðuna.

Ég bjó til þrjár einfaldar reiknivélar til að setja á síðuna. Áfengisreiknivél, eðlisþyngdarleiðréttir og priming sugar reiknivél.

Þið getið skoðað þær hér: http://gerjun.is/kennsluefni/calculators/

Hvað finnst ykkur um þessar reiknivélar? Eitthvað sem má bæta við eða lagfæra?

Mynduð þið vilja sjá einhverja aðra reiknivél verða bætt við þarna?

(útlitið er ekki alveg tilbúið fyrir mobile, svo að ef þið eruð í síma mun þetta líta mjög skringilega út)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Post by æpíei »

Frábært!

Dettur í hug reiknivél til að "þynna" út virt. Dæmi, þú ert með 20,5 lítra af 1.065 en vilt ná 1.062. Hvað þarf að bæta miklu vatni í?

Formúlan er: V1 * G1 = V2 * G2

Þú ert að finna x = V2 - V1
X = (V1*G1/G2) - V1

Ath fyrir G1 og G2 notaru 65 og 62. Með plato þarf ekki leiðréttingu á gildinu.

X = 20,5*65/62 - 20,5 = 0,99 lítrar

Þetta ætti líka að virka í hina áttina, þ.e. ef þú ert með of lágt gravity eftir meskingu, hversu mikið þarf að sjóða burtu til að ná réttu pre-boil gravity.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Post by helgibelgi »

æpíei wrote:Frábært!

Dettur í hug reiknivél til að "þynna" út virt. Dæmi, þú ert með 20,5 lítra af 1.065 en vilt ná 1.062. Hvað þarf að bæta miklu vatni í?

Formúlan er: V1 * G1 = V2 * G2

Þú ert að finna x = V2 - V1
X = (V1*G1/G2) - V1

Ath fyrir G1 og G2 notaru 65 og 62. Með plato þarf ekki leiðréttingu á gildinu.

X = 20,5*65/63 - 20,5 = 0,65 lítrar

Þetta ætti líka að virka í hina áttina, þ.e. ef þú ert með of lágt gravity eftir meskingu, hversu mikið þarf að sjóða burtu til að ná réttu pre-boil gravity.
Góð hugmynd! Er búinn að bæta þessu við. Allar athugasemdir vel þegnar!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Post by æpíei »

Þú ert ekki að fá alveg sama gildi og ég. Bendi líka á að það þarf að setja inn kommutölur með "." ekki "," annars kemur villa.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Post by helgibelgi »

æpíei wrote:Þú ert ekki að fá alveg sama gildi og ég. Bendi líka á að það þarf að setja inn kommutölur með "." ekki "," annars kemur villa.
Já, ég þarf að skoða þetta með kommurnar, en í dæminu þínu hér ertu að nota ranga tölu, 63 í staðinn fyrir 62:
æpíei wrote:
Ath fyrir G1 og G2 notaru 65 og 62. Með plato þarf ekki leiðréttingu á gildinu.

X = 20,5*65/63 - 20,5 = 0,65 lítrar

Þetta ætti líka að virka í hina áttina, þ.e. ef þú ert með of lágt gravity eftir meskingu, hversu mikið þarf að sjóða burtu til að ná réttu pre-boil gravity.
Ef þú notar 20,5 lítra við 1.065 en vilt ná 1.062 viltu bæta við 0,992 lítrum af vatni við. Ef þú vilt ná 1.063 viltu bæta við 0,65 lítrum við.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Post by æpíei »

Uss, innsláttarvillur eiga náttúrulega ekki að sjást! Þetta er ekki nógu gott :twisted:
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Post by helgibelgi »

æpíei wrote:Þú ert ekki að fá alveg sama gildi og ég. Bendi líka á að það þarf að setja inn kommutölur með "." ekki "," annars kemur villa.
Þú ættir núna að geta sett inn kommu með bæði "," og "."
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Post by helgibelgi »

Góðan daginn

Ég er ekki búinn að vera nógu duglegur að láta vita hérna af nýju efni fyrir síðuna, en ætla að reyna að laga það. Fullt af efni komið inn síðan ég póstaði hérna síðast. Check it out!

Annars vorum við að henda inn uppskrift að brenndum miði sem vakið hefur lukku undanfarna mánuði.

Ýtið hér til að skoða Brenndur Mjöður - Uppskrift
Post Reply