Page 1 of 1

Oxi efni til að hreinsa glerkúta

Posted: 19. Mar 2015 15:09
by ALExanderH
Sé að margir eru að dásama Oxiclean á erlendum vefsíðum til að hreinsa kúta og flöskur og ýmislegt.

Sá þetta í Krónunni Lindum, ákvað að taka með eina Oxi-All enda kostaði það bara 200kr á meðan Vanish með græna lokinu kostar rúman 800kr.

Hafa menn prófað þetta eitthvað? Þetta á að vera lyktarlaust og notast með heitu vatni, myndi svo skola vel með eftir þetta og auðvitað sótthreinsa fyrir notkun.

Image

Re: Oxi efni til að hreinsa glerkúta

Posted: 21. Mar 2015 16:26
by sigurdur
Hvað er í þessu Oxi-All?
Geturu gefið fulla innihaldslýsingu?

Ég eyddi smá tíma í að leita að "oxi" efnum og eina sem ég fann sem ég mæli með að nota var Sonnett Bleach complex and stain remover.
Það er voðalega svipað og Oxyclean

Re: Oxi efni til að hreinsa glerkúta

Posted: 21. Mar 2015 20:37
by hrafnkell
Passa allavega að það séu engin ilmefni í þeim - Minnir að ég hafi kíkt á vanish efnin og þau hafi öll verið ónothæf vegna aukaefna..