Lítill kælir í kegerator

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Lítill kælir í kegerator

Post by Sigurjón »

Fann lítinn kæli á fínu verði. Frábært fyrir þá sem vilja byrja smátt og stækka smám saman við sig. Ætli maður komi ekki inn tveim kútum í þennan? Eða hvað haldið þið?

http://www.rafha.is/product/ks-102-1rva ... i-bordhaed" onclick="window.open(this.href);return false;
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Lítill kælir í kegerator

Post by flokason »

Ég hugsa að það sé mjög tæpt. Kútarnir eru um 23cm breiðir. Þessi skápur er bara um 50cm að breidd (utanmáli)

Ég hugsa að þessi sleppi:
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Kaelit ... eliskapur_(85cm" onclick="window.open(this.href);return false;)_LUL55W14E.ecp?detail=true

Þessi er 55cm á breidd (utanmál) og er sirka 45cm að breidd innanmáli. Svo það er meira að segja smá tæpt.

Alveg spurning hvort það sé hægt að skera smá úr hinum bara, til að láta þetta passa, það þyrfti einhver bara að prófa það :)
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Lítill kælir í kegerator

Post by Sigurjón »

Ahh, ég skil. Ætli það sé ekki bara best að mæta á svæðið með málband og taka innanmál.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Lítill kælir í kegerator

Post by æpíei »

Svona skápar fást stundum á bland á 10-15 þúsund. Sá einn svipaðan í Elko um daginn á 15 þúsund, sá var B vara með 50% afslætti.

Ég hef verið að spá í svipað en held að þeir séu of litlir. Málið er að það er tekið úr botnfletinum fyrir kælikerfið. Kútarnir sem eru algengastir þurfa ca 70 cm hæð og eru 22 cm þvermál. Botnflöturinn þarf því að vera ca 25 cm djúpur og 45 cm breiður til að koma 2 kútum fyrir hlið við hlið. Þetta er ekki vandamál með stærri ísskápa því þá má búa til falskan botn og kútarnir geta þá nýtt dýptina betur.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Lítill kælir í kegerator

Post by Sigurjón »

Er svoleiðis búinn að vakta bland.is en sé ekkert sem hentar enn.
Var annar hjá Hrafnkeli áðan og keypti allt í kútasetupið, svo það eina sem mig vantar núna er kælirinn.
Bee Cave-inn er búinn að vera í gerjun í 9 daga og ég býst við að skella honum á kút um helgina og láta hann bíða í svona viku til tvær áður en ég fæ mér af honum fyrst, svo ég hef enn smá tíma til að finna góðan kæli.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Lítill kælir í kegerator

Post by æpíei »

Já, það er oft ekki einfalt að kaupa á Bland því seljendur eru stundum ekki að vanda sig við auglýsinguna. Þú þarft að leita að "kæliskápur", "ískápur" og "ísskápur", þá ættiru að ná að sjá allt úrvalið :roll:

Athugaðu að það tekur ca viku að kolsýra bjór ef þú gerir það eftir ströngustu reglum. Þá setur þú kútinn inn í kælinn, tengir við CO2 og stillir þrýstinginn m.v. hitastig og óskað kolsýrustig skv. þessari töflu hér.

Það eru svo til aðrar leiðir til að fá kolsýruna hraðar í bjórinn, sjá þessa grein hér.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Lítill kælir í kegerator

Post by hrafnkell »

Ég skrifaði líka pistil um það að kolsýra bjór:
http://brew.is/blog/2014/02/kolsyra-bjor-a-kutum/" onclick="window.open(this.href);return false;
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Lítill kælir í kegerator

Post by Sigurjón »

Jæja, þá er þetta allt að skríða saman.
Er búinn að festa einn 85 cm kæli sem ég fann á bland.is. Þessi er án frystis og er 55 cm breiður. Ég þarf hugsanlega að breyta honum örlítið til að koma tveim kútum inn í hann, en það verður bara einn kútur til að byrja með svo ég er alveg rólegur.
Þannig að helgin fer í að klambra þessu saman og setja á kútinn það sem er í gerjun núna. Þá verður Bee Cave-inn búinn að vera í gerjun í 2 vikur.
Hlakka ekkert smá til!
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Post Reply