Page 1 of 1

Kaup erlendis frá - shopUSA?

Posted: 17. Mar 2015 12:37
by Sigurjón
Er að velta fyrir mér hagkvæmustu leiðinni til að verða mér úti um hitt og þetta fyrir bruggunina og kútasystem.
Hafið þið verið að kaupa mikið erlendis frá? Vegur sendingarkostnaðurinn ekki mjög þungt, eða eruð þið að nota shopUSA eða eitthvað álíka? Margir staðir senda frítt innan Bandaríkjanna svo þá væri eini sendingarkostnaðurinn hjá shopUSA ef maður færi þá leiðina. Slumpa þeir á þetta eða fer það eftir stærð og þyngd líka? Og tollflokka þeir nákvæmlega eftir innihaldi eða fer bara eitt yfir allt?

Afsakið spurningaflæðið.

Re: Kaup erlendis frá - shopUSA?

Posted: 17. Mar 2015 16:10
by hrafnkell
shopusa tolla eftir því sem reikningnum sem þú gefur upp held ég. Þeir taka töluverð gjöld fyrir þjónustuna.

Re: Kaup erlendis frá - shopUSA?

Posted: 18. Mar 2015 08:34
by Eyvindur
Pantanir frá BNA enda alltaf á því að verða mjög dýrar. Ég pantaði nokkrum sinnum í gegnum ShopUSA þegar ég var nýbyrjaður (og enginn var að selja neitt hérna heima). Orðum þetta svona: Bjórinn minn var oft dýrari en í ríkinu.

Ég hef aldrei séð neina leið til að fá þetta ódýrara en hjá Brew.is, TBH. Ekki með því að panta einn, allavega.

Re: Kaup erlendis frá - shopUSA?

Posted: 18. Mar 2015 09:18
by Sindri
Svo verður brew.is með notaða kúta fljótlega.

Re: Kaup erlendis frá - shopUSA?

Posted: 24. Mar 2015 15:00
by Sigurjón
Já. Ég fór áðan til Hrafnkels og keypti það sem ég þurfti hjá honum. Sama hvernig maður sneri dæminu þá kom það best út.