Page 1 of 1
Hitanemi á stc1000
Posted: 10. Mar 2015 11:51
by gosi
Sælt veri fólkið
Ég er að spá með hitanemann á stc-1000. Ég set minn bara í glas með vatni og loka svo hurðinni á snúruna.
Held að það sé ekkert svakalega góð hugmynd enda sleppur kuldinn örugglega út.
Mér finnst nefnilega ísskápurinn vera ansi oft í gangi, þeas að kæla.
Hvernig eru þið að gera þetta? Lumar einhver á myndum eða góðum leiðbeiningum?
Re: Hitanemi á stc1000
Posted: 10. Mar 2015 12:53
by Eyvindur
Þú ert nú ekki að hleypa miklum kulda út meðfram snúrunni. Ég er með bæði hitanema og lampasnúru út meðfram hurðinni hjá mér.
Ég er með smá steinullarbút í ziploc poka. Ég lími hitanemann utaná fötuna með límbandi og lími svo pokann með ullinni yfir, til að reyna að vera sem næst því að mæla hitastigið í fötunni.
Re: Hitanemi á stc1000
Posted: 10. Mar 2015 14:07
by Sindri
Getur líka stillt delay á stýringunni (allavega þessi sem er hjá brew.is) ég setti að mig minnir 10min,
Re: Hitanemi á stc1000
Posted: 10. Mar 2015 19:46
by gosi
Eyvindur wrote:Þú ert nú ekki að hleypa miklum kulda út meðfram snúrunni. Ég er með bæði hitanema og lampasnúru út meðfram hurðinni hjá mér.
Nú þá hlýtur þetta að vera allt í lagi. Ég hafði bara smá áhyggjur.
Re: Hitanemi á stc1000
Posted: 10. Mar 2015 19:52
by Eyvindur
Ég myndi líka halda að nemi í vatni sé slæm hugmynd. Og vatn í krukku sveiflast miklu hraðar en hitinn í fötunni, þannig að ef þú getur myndi ég koma nemanum utan á fötuna og einangra eitthvað fyrir utan (bóluplast getur verið góð hugmynd, til dæmis). Þá verða sveiflurnar mun hægari.
Re: Hitanemi á stc1000
Posted: 13. Mar 2015 08:42
by hjaul
Mig minnir að delayið á STC-1000 sé stillt á 3 mínútur ef þú hefur ekkert fiktað í því.
Annars er ég með svipað setup og Eyvindur. Er með lítinn steinullarbút teipaðan utaná fötuna og treð nemanum undir hann. Virðist gefa nokkuð accurate mælingu. Er líka með minn hitanema meðfram hurðinni, snúran er svo nett að það ætti að skipta litlu máli.
Ég boraði reyndar fyrir lampasnúrunni minni. Hún var of þykk til að hafa með hurðinni.