Gerið fór ekki af stað - reynslusaga

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Gerið fór ekki af stað - reynslusaga

Post by Plammi »

Sælt veri fólkið!
Ég lenti í örlitlu ævintýri með American Brown Ale sem er í gerjun núna sem mig langaði að deila með ykkur.
Bjórinn sjálfur er vel innan stíls (OG-1051, 35ibu, 20srm) og mesking og suða gékk mjög vel.
Svo kom að gerjuninni. Virturinn var kældur niður í sirka 19°C og fleytt á fötu, sirka 24L. Ég bleytti upp í gerinu (US-05 þurrger), hellti í fötuna, vatnslá á og inn í rúmlega 16°C geymslu. Allt vel innann marka gersins.
En 48 tímum seinna þá var nánast ekkert búið að gerjast. Minnir að ég hafi mælt gravity um 1049, smá slef af geri flaut ofan á virtnum og vatnið í vatnslásnum hafði varla haggast.
Fyrr um daginn hafði ég farið til Hrafnkels til að versla auka pakka af US-05 en afvegaleiddist aðeins og endaði með að kaupa smáþyrlu sem afmælisgjöf til vinar míns (ekkert lítið skemmtileg græja) en ekkert ger.
En ég dó ekki ráðalaus því ég lumaði á S-04 pakka og, gegn ráleggingum internetsins að repitcha ekki með öðrum strain, skellti því útí. Og viti menn, nú er búið að bubbla eins og enginn sé morgundagurinn í rúmlega sólarhring og er enn að, þó aðeins sé byrjað að hægja á.

En hvað gerðist? Hvers vegna fór gerjunin ekki af stað með fyrra gerið? Og hver er kvaðratrótin af 1764?
Hér er mín kenning:
Ég bleyti nánast alltaf upp í þurrgeri. Ferlið hjá mér er nokkurnvegin svona:
  1. Sýð smá vatn, oftast bara í hraðsuðukatli og sótthreynsa litla krukku (250ml mynnir mig)
  2. Hálffylli krukkuna með vatninu og set gamaldags hitamæli í krukkuna
  3. Kæli vatnið niður í 37°C með því að láta krukkuna í disk og læt kalt vatn renna um krukkuna
  4. Gerið fer í og ég bíð í 15min
  5. Hrist upp í gerinu og beðið í aðrar 15min og svo pitchað
Það sem ég klikkaði á í þetta skiptið var að hræra á meðan ég var að kæla. Ég sá bara að hitinn var kominn niður fyrir 40°og stráði gerinu beint í. Þegar ég bleytti upp í S-04 þá gerði ég það sama nema ég hrærði áður en ég tók endalega mark á mælingunni. Vökvinn var rúmlega 5° heitari því mælirinn lá alveg upp við bununa frá krananum.

Þá spyr ég, er 45°C nóg til að drepa alveg gerið, eða sjokkerast gerið það mikið að lagg tíminn verði >48tímar en það ætti að taka við sér á endanum?

P.s. Ég mun að sjálfsögðu koma með update um ástandið um leið og tölur berast.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gerið fór ekki af stað - reynslusaga

Post by hrafnkell »

45 getur vel drepið gerið eða sett það í all svakalega fýlu að minnsta kosti. Það er í raun alveg óþarfi að bleyta upp í gerinu við þetta hátt hitastig. Ég las einhversstaðar (sennilega braukaiser eða yeast) að það er enginn viability munur á því að bleyta í gerinu við 15-30 gráður og ég læt það venjulega duga bara - ég nota bara vatn úr krananum (upphitað kalt vatn), í sótthreinsaða krukku sem er einhversstaðar á milli 20-30°C. Þá er maður amk viss um að drepa gerið ekki og gerillinn undirbýr sig glaður fyrir virtinn.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Gerið fór ekki af stað - reynslusaga

Post by Plammi »

Grunaði það, ég var að notast við tölur frá How To Brew þar sem talað er um 35-40°, kannski soldið outdated info.
Sé að fermentis mæla með 27°C sem er tala sem ég ætti frekar að fara eftir.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Gerið fór ekki af stað - reynslusaga

Post by Funkalizer »

hrafnkell wrote:... ég læt það venjulega duga bara - ég nota bara vatn úr krananum (upphitað kalt vatn), í sótthreinsaða krukku sem er einhversstaðar á milli 20-30°C.
Blandar sem sagt bara vatnið í þetta hitastig, setur í krukku og pitch'ar ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gerið fór ekki af stað - reynslusaga

Post by hrafnkell »

Funkalizer wrote:Blandar sem sagt bara vatnið í þetta hitastig, setur í krukku og pitch'ar ?
Rétt. Er með varmaskipti á heimilinu þannig að heita vatnið úr krönunum er bara upphitað kalt vatn. Og ég hef afar litlar áhyggjur af örverum í kranavatninu.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerið fór ekki af stað - reynslusaga

Post by Eyvindur »

Ég set krukku með vatni í vatnsbað í potti og sýð í smá stund, slekk svo undir og læt kólna. Ef ég geri þetta þegar ég er að meskja er þetta yfirleitt orðið passlegt þegar ég byrja að kæla, og þá er fínt að bleyta upp í gerinu. Nenni aldrei að mæla hitastigið umfram snertingu (utaná krukkunni).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply