Page 1 of 1
Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 1. Mar 2015 22:34
by Feðgar
Við feðgarnir erum alltof lélegir að vera social og deila því sem við erum að brasa með öðrum.
Við tókum hinsvegar upp video áðan af átöppunargræjunni sem pabbi smíðaði eftir miklar pælingar og prófanir.
Málið er að ég kann ekkert að deila svona myndbandi. Þarf ég að setja það á youtube eða icloud eða...
Ég vil síður setja það fyrir allra augum en er alveg sáttur með að deila því hér.
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 1. Mar 2015 22:38
by æpíei
Það væri gaman að sjá það. Prófaðu að velja Uppload attachment neðst á síðunni þar sem þú semur póst. Þú ættir kannski að geta hlaðið því inn þar.
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 2. Mar 2015 00:26
by Eyvindur
Þegar þú setur myndband inn á YouTube geturðu stillt það þannig að einungis þeir sem hafa beina slóð á það sjái það - það birtist með öðrum orðum ekki í neinni leit, hvorki á YouTube né Google.
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 4. Mar 2015 22:12
by Feðgar
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 4. Mar 2015 22:14
by Funkalizer
This video is private
Sorry about that
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 4. Mar 2015 22:21
by Feðgar
https://www.youtube.com/watch?v=a6FMgu-YaJA" onclick="window.open(this.href);return false;
En núna?
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 4. Mar 2015 22:24
by Feðgar
Ef þetta sést þá má kannski taka það fram að það gengur mun hraðar að setja á flöskurnar þegar það er ekki verið að mynda og pósa

Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 4. Mar 2015 22:26
by Funkalizer
Þetta er komið

Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 4. Mar 2015 23:06
by æpíei
Glæsilegt!
p.s. Hreinsaði aðeins upp url hratið sem kemur stundum þegar settir eru inn hlekkir
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 5. Mar 2015 00:45
by Funkalizer
Þetta er svo ljómandi skemmtilegt.
Tvær spurningar þó:
1. Voruð þið feðgar búnir að setja inn leiðbeiningar um hvernig maður gerir svona beergun ?
2. Capperinn sem þú notar í lok myndbands er væntanlega heimasmíði líka ?

Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 5. Mar 2015 06:51
by Feðgar
Nei en það er ekkert nema sjálfsagt að gera það.
Capperinn er ekki heimasmíðaður eftir því sem ég best veit. Bara eldgamall hehe
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 5. Mar 2015 08:33
by hrafnkell
Gaman að þessu. þetta útskýrir counterpressure áfylligræjur mikið betur en orð gera

Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 11. Mar 2015 10:42
by Sindri
Veistu hver er ca kostnaðurinn á svona græju ?
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 11. Mar 2015 12:52
by flokason
Sindri wrote:Veistu hver er ca kostnaðurinn á svona græju ?
Hún kostar allavega $70 í USA, tilbúin
http://www.morebeer.com/products/counte ... ?site_id=7" onclick="window.open(this.href);return false;
Til svo "deluxe" útgáfa með þrýstimæli á $90
http://www.morebeer.com/products/deluxe ... iller.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég á svona og hún virkar mjög vel
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 13. Mar 2015 13:48
by Sindri
Er ég ekki að skilja þetta apparat rétt ? s.s. Þetta kolsýrir bjórinn beint í flöskuna ?
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 13. Mar 2015 14:39
by flokason
Sindri wrote:Er ég ekki að skilja þetta apparat rétt ? s.s. Þetta kolsýrir bjórinn beint í flöskuna ?
Mér sýnist þú vera að misskilja þetta (ef þú heldur að þetta apparat sé að kolsýra bjórinn).
Bjórinn er kolsýrður í kútum. Þetta apparat er notað til að setja tilbúinn, kolsýrðan bjór á flöskur.
Hérna eru diy leiðbeiningar, í USA er efnið að kosta $28, það er eflaust e-ð vel dýrara hérna á klakanum
http://byo.com/hops/item/361-build-a-co ... r-projects" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 13. Mar 2015 23:47
by Feðgar
Þessi 90 dollara græja getur ekki virkað eins og okkar. Það vantar allavegana tvo loka á hana til að hún geti virkað eins.
Þetta er notað til að setja tilbúinn kolsýrðan og botnfallinn bjór á flöskur.
Græjan sem við erum með ræstir flöskuna út með kolsýru, þrýstijafnar hana við kútinn og svo rennur bjórinn á milli undir þrýstingi.
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 14. Mar 2015 01:43
by flokason
Feðgar wrote:Þessi 90 dollara græja getur ekki virkað eins og okkar. Það vantar allavegana tvo loka á hana til að hún geti virkað eins.
Þetta er notað til að setja tilbúinn kolsýrðan og botnfallinn bjór á flöskur.
Græjan sem við erum með ræstir flöskuna út með kolsýru, þrýstijafnar hana við kútinn og svo rennur bjórinn á milli undir þrýstingi.
Mig grunar að þessi græja virki alveg eins. Lokinn sem er uppi getur hefur 3 stöður. Opið á kolsýru, opið á bjór og lokað. (þarna eruð þið með tvo loka í stað eins)
Svo er ventill þarna niðri hjá þrýstingsmæli til að venta út þrýstingi til að fá meira flæði (þarna eruð þið mið loka í stað ventils)
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 14. Mar 2015 10:13
by hrafnkell
Feðgar wrote:Þessi 90 dollara græja getur ekki virkað eins og okkar. Það vantar allavegana tvo loka á hana til að hún geti virkað eins.
Þetta er notað til að setja tilbúinn kolsýrðan og botnfallinn bjór á flöskur.
Græjan sem við erum með ræstir flöskuna út með kolsýru, þrýstijafnar hana við kútinn og svo rennur bjórinn á milli undir þrýstingi.
Held að þetta sé sama stöffið..
Re: Að tappa á flöskur undir þrýstingi.
Posted: 28. Jun 2015 13:03
by Feðgar
Já ok. Áttaði mig ekki á því að þessi loki gæti verið fjölvirkur.