Page 1 of 1

[Óska eftir] Lager ger

Posted: 9. May 2009 08:39
by Stulli
Mig vantar lager ger, helst saflager S-23, amk 5 pakka, en helst fleiri. Ég gæti látið þig fá jafnmarga pakka af Safale S-04, S-05, S-33, K-97 eða T-58 í staðinn.

Re: Lager ger

Posted: 9. May 2009 16:54
by arnilong
Ég á nú ekkert þurrger Stulli, en þú gætir kannski sagt mér varðandi T-58. Hversu háu attenuation hefur þú verið að ná með því? Þá er ég sérstaklega að spá í því í sambandi við nokkuð stóra bjóra(1.070-1.080). Notaðirðu til dæmis T-58 í Strong Golden ölið sem ég smakkaði hjá þér um daginn? Hefurðu prófað S-33 á bjór með háu OG?

Re: Lager ger

Posted: 9. May 2009 17:37
by Stulli
Jú ég notaði T-58 í Belgian strong golden-ið sem að þú smakkaðir á. Náði 88% attn. Ekki slæmt það. En ég hef ekki notað S-33 með hærra O.G. en 1.055, svo að ég þekki það ekki. Ég get látið þig fá T-58 ef að þig vantar, ég á meira en nóg.

Re: Lager ger

Posted: 9. May 2009 20:49
by arnilong
Það er mjög vel boðið. 88% er flott, ég er einmitt að sækjast eftir háu attenuation. Ég er að reyna að byggja upp starter úr La Trappe núna en ef það klikkar ætla ég líklega að taka þessu boði þínu.

Re: Lager ger

Posted: 9. May 2009 22:15
by Stulli
Hvernig gengur með La Trappe gerið? Mér fannst ég hafa lesið einhversstaðar að La Trappe bjórarnir væru settir í skilvindu til að skilja gerið út og svo force carbed in-line. Ég hélt að það litla botnfall sem að ég hef tekið eftir væri protein/tannin og etv smá ger. En það getur verið að mig misminni og að ég sé að rugla brugghúsum.

Re: Lager ger

Posted: 10. May 2009 10:24
by arnilong
Mér sýnist það ekki ætla af stað hjá mér. Það var nú heldur ekki mikið botnfall í þeim(notaði tvo). Ég gef þessu daginn í dag.

Re: Lager ger

Posted: 10. May 2009 11:11
by Stulli
Já, ég er eiginlega nokkuð viss um að La Trapp bjórarnir séu ekki flöskuþroskaðir.

Re: [Óska eftir] Lager ger

Posted: 11. May 2009 21:02
by arnilong
Nauhh, hann fór af stað og er sveittur að vinna núna. Vá hvað þetta tók langan tíma. Ég færði starterinn á nokkuð heitan stað og þá fóru hlutirnir að gerast. :skal:

Re: [Óska eftir] Lager ger

Posted: 11. May 2009 21:21
by Stulli
Skál fyrir því :skal:

Alltaf gaman að heyra af hressu geri :yahoo: