Page 1 of 1
Hitastig við gerjun á öli
Posted: 2. Feb 2015 18:58
by hjaul
Sæl öllsömul,
Ég og félagi minn erum að byrja að fikta aðeins við heimabruggið og erum komnir með þær græjur sem þarf til að hefja leika. Það er einungis eitt sem stendur í vegi fyrir okkur og það er skortur á aðstöðu fyrir gerjunina.
Eini mögulegi staðurinn sem kemur upp í hugann á mér er útigeymslan mín. Hún er kannski 3-4 fermetrar að stærð. Hitastigið í henni er töluvert lægra en ég hélt, ca. 12-13°C og þar af leiðandi of köld til að nota óbreytta undir gerjunartunnnuna.
Nú spyr ég, hver er einfaldasta lausnin í stöðunni ? Mér datt í hug að kaupa lítinn ofn með hitastýringu til þess að halda hitastiginu stöðugu. Eru einhverjir vankantar á þeirri lausn eða jafnvel einfaldari lausn í boði? Öll ráð mjög vel þegin.
Fyrirfram þakkir!
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 2. Feb 2015 19:14
by æpíei
Sæll, velkominn í hópinn. Jú, það er nokkuð einfalt að hita upp allt rýmið en kannski óþarfi. Skoðaðu þennan þráð hér. Ég útbjó mér gerjunarskápa til að viðhalda réttu hitastigi í gerjunarfötunni í köldu rými. Hefur virkað mjög vel.
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=2897" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 2. Feb 2015 22:31
by hjaul
Sæll og takk fyrir það.
Skemmtileg lausn. Ég ætla að kíkja í Góða hirðinn á morgun og sjá hvort ég finn eitthvað nothæft. Fæ kannski að spyrja þig nokkurra spurninga í framhaldinu þar sem ég er ekki alveg öruggur með allt sem þú ferð yfir í þræðinum

Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 2. Feb 2015 22:35
by hrafnkell
Það er amk gott að þurfa að hita en ekki kæla - Það er yfirleitt dýrara og meira vesen að kæla heldur en að hita
Hitablásari og hitastýring á hann gæti t.d. dugað auðveldlega, eða skápur og ljósapera með hitastýringu. Endilega skjóttu ef þú hefur einhverjar spurningar.
Þessi hitastýring hentar mjög vel í gerjun
http://www.brew.is/oc/Rafmagn/Hitastyring" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 3. Feb 2015 00:02
by æpíei
Annars getur þú líka reynt að finna lítinn ísskáp. Með þessari hitastýringu frá brew.is og hitaperu sem þú setur inn í hann ertu þá kominn með klefa sem þú getur sett á hvaða hita sem er. Þú getur þá gerjað bæði öl og lager, lagerað öl eða cold-crashað fyrir átöppun. Skal kannski reyna að uppfæra færsluna með rafmagnstengi myndum við tækifæri. Annars er Hrafnkell mjög hjálplegur vegna dótsins sem hann selur.
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 3. Feb 2015 08:26
by hjaul
Ef til vill enn sniðugra. Gæti jafnvel átt lítin ísskáp til. Fæ ég hitaperuna hérlendis?
Takk kærlega fyrir hugmyndirnar og hjálpina!
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 3. Feb 2015 09:27
by flokason
Mér hefur þótt Keramik hita perur mjög góðar.
Hægt að kaupa þær í dýrabúðum, en þær eru alveg smá dýrar þar.
Hægt að fá þær ódýrt á ebay (en það tekur kannski 3 vikur)
Mér hefur þótt 50w meira en nóg, ég tók eina 100w og hún var eiginlega of mikið
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 3. Feb 2015 14:22
by hjaul
flokason wrote:Mér hefur þótt Keramik hita perur mjög góðar.
Hægt að kaupa þær í dýrabúðum, en þær eru alveg smá dýrar þar.
Hægt að fá þær ódýrt á ebay (en það tekur kannski 3 vikur)
Mér hefur þótt 50w meira en nóg, ég tók eina 100w og hún var eiginlega of mikið
Takk fyrir svörin. Ertu þá að tala um eitthvað í líkingu við þetta?:
http://www.jonbondi.is/details/hitari-60w-keramik" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 3. Feb 2015 14:37
by æpíei
Já, þessi ætti að duga. Hún virðist þó ekki vera til á lager, né þessi 60w sem ég keypti hjá Furðufuglum og fylgifiskum. Það er þó til 100w pera
http://verslun.tjorvar.is/index.php?cPa ... 9clstej1t1" onclick="window.open(this.href);return false;
Þær eru miklu ódýrari á eBay en þú þarft að bíða upp undir mánuð
http://www.ebay.com/itm/50W-220V-CERAMI ... 3f462b8cce" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 3. Feb 2015 14:46
by hjaul
Skil þig.
Er reyndar á leiðinni til Belgíu eftir 3 daga, spurning hvort ég reyni að grípa eitthvað af þessu með mér þaðan.
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 3. Feb 2015 14:54
by æpíei
Þú getur alltaf byrjað á því að taka venjulega peru sem hitnar mikið, annað hvort gamaldags góðaperu eða nýtísku peru með halogen, og sett hana í tóma niðursuðudós til að hindra að ljósið komist út. Eini gallinn við það er að dósin gefur frá sér hita í talsverðan tíma eftir að relayið hefur slökkt á perunni svo þú nærð ekki alveg eins nákvæmri hitastillingu. En það ætti að duga meðan þú ert að fá hitaperur frá Kína ef þú ert að flýta þér að koma þessu af stað.
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 4. Feb 2015 17:03
by geirigusa
Svo er spurning með ódýra hitablásara, td. úr Byko, fást fyrir 2-3 þús kall. Getur notað svoleiðis til að hita stærri rými. Annars mæli ég með peruaðferðinni ef þú ert að hita lítið rými, td. ísskáp.
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 5. Feb 2015 01:54
by drekatemjari
Venjuleg glóðapera í Keramik potti gefur hellings hita frá sér í litlu rými.
Þannig ættirðu að geta hitað lítið rými fyrir nánast engan pening. (ísskáp eða gerjunarskáp)
Ef rýmið er við 12-13 gráður þarftu í raun ekki að hífa hitann upp um nema 4-7 gráður til að geta gerjað flest öl þar sem að gerjun er exothermic (framkallar hita) og hitinn í tunnunni því nokkrum gráðum hærri en ambient hitastig meðan gerjun er í gangi.
Það er samt mikilvægt að geta hitað rýmið upp í kringum allavega 18C við lok gerjunar svo að hitastigið droppi ekki of harkalega þegar gerið hættir að gefa frá sér hita.
Ég hækka yfirleitt upp í 19-20C eftir 3-5 daga (fer eftir því hversu hröð gerjunin er) og held því hitastigi í viku til að gefa gerinu tækifæri á að hreinsa upp eftir sig áður en það sest fast á botninn.
Ég tek stundum einfaldlega gerjunartunnuna úr ísskápnum og set inn í geymslu (20C ambient) eftir 3-4 daga og leyfi henni að sitja þar.
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 19. Feb 2015 22:39
by hjaul
Kærar þakkir fyrir góðar ábendingar.
Ég er kominn með ísskáp sem passar undir tunnuna mína, búinn að kaupa hitastýringu og kominn langt með að finna peru.
Eftir að hafa lesið yfir mig af allskonar þvælu á netinu þá er ég farinn að efast um að ísskápurinn dugi mér. Finnst ég t.d oft rekast oft á að ísskápurinn megi ekki vera self-defrosting, verði að vera með coilin aftaná ísskápnum ofl.. Eitthvað sem ég hugsaði ekkert út í þegar ég fór að leita að ísskáp.
Ég spyr ykkur einfaldlega til að forðast að fara út í eitthvað sem er dauðadæmt frá upphafi. Skiptir einhverju máli hvernig ísskápurinn er svo lengi sem hann virkar og er nægilega stór?
Ef ekki, þá fer þetta loks að verða klárt hjá mér

Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 24. Feb 2015 01:11
by bergrisi
Held það skipti engu máli hvernigi ísskápurinn er. Þú ert bara að nota hann sem kæligjafa. Er með einn hitastýrðan sem hefur virkað mjög vel. Bætti að vísu líka við viftu í hann bara til að jafna hitastigið betur í honum. Veit ekkert hvort það sé að gera eitthvað gagn.
Re: Hitastig við gerjun á öli
Posted: 30. Mar 2015 09:27
by hjaul
Jæja fyrsti bjórinn er loksins kominn á flöskur og virðist vera í ágætis lagi. Langaði bara að þakka ykkur öllum kærlega fyrir aðstoðina
