Page 1 of 1
Heimsókn í Ölvisholt brugghús 20. febrúar 2015
Posted: 29. Jan 2015 19:24
by æpíei
Fágun hefur verið boðið í heimsókn í Ölvisholt brugghús föstudaginn 20. febrúar. Þeir Elvar og Helgi bruggarar hjá Ölvisholti munu veita okkur fúslega allar upplýsingar um hvernig þeir brugga bjórana sína og gefa okkur að smakka af páskabjór Ölvisholts og Skaða beint af gerjunarkútum. Þá er stefnt að því að gefa áhugasömum kost á að fá saison gerið undan Skaða heim með sér í krukku. Upplagt fyrir þá sem eru að uppgötva töfra Saison bjórsins og vilja prófa sig áfram með gerð á honum. Farið verður úr bænum um kl. 16, komið að Ölvisholti um 17 og komið í bæinn milli 20 og 21.
Ókeypis er fyrir félagsmenn 2015 en 2500 krónur fyrir aðra. Forskráning verður á mánaðarfundi Fágunar 2. febrúar, almenn skráning hefst þriðjudaginn 3. febrúar. Félagsmenn 2015 hafa forgang í ferðina. Takmörkuð sæti í boði.
Skráning er
hér
Eins og áður sagði, þau sem eru gildir félagsmenn árið 2015 við upphaf ferðar fá ókeypis í hana. Sjá nánar
hér hvernig þú skráir þig í Fágun
Re: Heimsókn í Ölvisholt brugghús 20. febrúar 2015
Posted: 29. Jan 2015 22:22
by Bjoggi
Hlakka til!
Re: Heimsókn í Ölvisholt brugghús 20. febrúar 2015
Posted: 4. Feb 2015 16:53
by æpíei
Pósturinn efst hefur verið uppfærður með hlekk fyrir skráningu í ferðina.
Re: Heimsókn í Ölvisholt brugghús 20. febrúar 2015
Posted: 18. Feb 2015 21:53
by Feðgar
Við feðgarnir vorum báðir búnir að skrá okkur en annar okkar kemst því miður ekki.
Það má því afskrá annan okkar.
Mig þykir agalegt að missa af þessu. Það var sérlega gaman seinast.
Góða skemmtun
Re: Heimsókn í Ölvisholt brugghús 20. febrúar 2015
Posted: 18. Feb 2015 21:57
by æpíei
Það var leitt að heyra. Við erum næstum fullbókuð en þó er síðasti séns að skrá sig á morgun. Við gerum ráð fyrir að leggja af stað frá BSÍ kl 16 og stoppa á leiðinni upp Miklubraut og Suðurlandsveg eftir því sem hentar.
Re: Heimsókn í Ölvisholt brugghús 20. febrúar 2015
Posted: 19. Feb 2015 14:17
by bergrisi
Við ætlum tveir að koma með strætó úr Keflavík en það er alveg nýtt fyrir okkur. Þetta byrjaði um áramótin. Samkvæmt áætlun ættum við að vera þarna 15:50 en vonandi verður okkur skilað á réttan stað í tíma en miðað við fréttir undanfarna daga þá er það ekki víst. Hlökkum mikið til enda var mikið gaman síðast.
Re: Heimsókn í Ölvisholt brugghús 20. febrúar 2015
Posted: 19. Feb 2015 14:44
by æpíei
Við bíðum eftir ykkur, engar áhyggjur.
Elvar bruggmeistari var að hafa samband og því miður þá er gerið í Skaða ekki búið að skila alveg sínu verki svo þeir geta ekki gefið af því. En bæði Barón brúnöl og Skaði ferskur úr gerjunartankinum verður í boði. Auk þess fræðandi leiðsögn um brugghúsið og Spurt og svarað.
Re: Heimsókn í Ölvisholt brugghús 20. febrúar 2015
Posted: 19. Feb 2015 17:04
by Funkalizer
Var búið að senda einhvern staðfestingarpóst fyrir ferðina?
Eða má svo líta á að ef mér tókst að skrá mig þá sé ég að fara?

Re: Heimsókn í Ölvisholt brugghús 20. febrúar 2015
Posted: 19. Feb 2015 17:05
by æpíei
Við sendum staðfestingu á eftir. Og jú, þú ert skráður.
Re: Heimsókn í Ölvisholt brugghús 20. febrúar 2015
Posted: 20. Feb 2015 10:45
by æpíei
Öll sem eru skráð eru í ferðina ættu að hafa fengið póst í gær. Það væri ekki óvitlaust að taka með sér smávegis nesti því það er enginn matur á staðnum. Ein samloka eða svo kemur sér vel ef hungur sækir að. Sjáumst kl 16 á BSÍ eða hvar sem þið hafið óskað eftir að koma um borð í rútuna.