Page 1 of 1

Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 24. Jan 2015 08:56
by æpíei
Bruggkeppni Fágunar 2015 verður haldin þann 9. maí 2015. Hún verður með hefðbundnu sniði, svipuð því sem verið hefur undanfarin ár. Innsendum bjórum verður skipt í 3 flokka: stóran (bjór yfir 6,5%), lítinn og sérflokk (einn ákveðinn bjórstíll). Stíll sérflokksins verður valinn af notendum vefsíðu Fágunar með skoðanakönnun í þessum þræði og úrslit tilkynnt 2. febrúar.

Á síðasta mánaðarfundi Fágunar gáfu þeir Helgi Þórir (helgibelgi) og Björn Unnar (bjorninn) kost á sér í keppnisnefnd. Auk þeirra er Valgeir bruggmeistari Borgar í nefndinni og verður hann yfirdómari keppninnar eins og undanfarin ár. Þeir þrír munu mæta á mánaðarfundinn 2. febrúar á Hlemmi Square og kynna keppnina nánar. Ef aðrir vilja bóða sig fram í nefndina þá er upplagt að hafa samband við þá Helga og Björn, eða mæta á fundinn 2. febrúar.

Á fundi keppnisnefndar var ákveðið að gefa notendum þessarar síðu kost á að ákveða hvaða bjórstíll verður í sérflokkinum 2015. Í ljósi þess að tíminn er naumur fram að keppni voru eftirfarandi stílar álitnir heppilegir:
  • Belgískir trapist bjórar, þ.e. blond, dubbel, trippel og quadrubbel. Ath. ekki villigerjaðir bjórar. Sjá nánar hér
    Enskir pale ale, ESB eða bitterar. Sjá nánar hér
    Hveitibjórar sem innihalda a.m.k. 50% hveitimalt, t.d. weissbeir og wit bjórar. Sjá hér, hér og hér
    Saison bjórar. Sjá hér
Vilji var til að hafa villigerjaða bjóra í sérflokki en það þótti heldur knappur tími til þess. Því var ákveðið að villigerjaðir bjórar væru í sérflokki í bruggkeppni næsta árs, þ.e. 2016. Það ætti að gefa keppendum nægan fyrirvara til að draga fram pöddurnar.

Nánar verður tilkynnt skil, staðsetningu og slíkt er nær dregur. Góða skemmtun :skal:

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 26. Jan 2015 04:36
by æpíei
Uppfært 26.1: nánari útskýring á hveitibjóraflokknum til að hafa skilgreininguna skýrari. Miðast við a.m.k. 50% hveitimalt.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 26. Jan 2015 08:56
by Eyvindur
Af hverju er skilgreiningin ekki bara einskorðuð við witbier eða weizen? Það er hægt að gera stout með 50% hveiti. Amerískir hveitibjórar innihalda svo aftur oft minna en 50% hveiti.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 26. Jan 2015 15:44
by bjorninn
Það er alveg pæling. Við vildum einmitt halda opnu fyrir fleiri tegundir hveitibjóra. En þá getur maður farið að reyna að skilgreina það hvenær hveitibjór er ekki lengur hveitibjór. Með þessu gæti bruggarinn haft eitthvað fast viðmið jafnvel þó hefðbundna skilgreiningin á þessum ameríska miði ekki við 50%.

Þannig að þetta var bara hugsað til einföldunar, alls ekki sem hindrun.

En við getum líka sleppt lágmarkinu, og miðað bara við skilgreiningarnar sem koma fram í flokkunum sem bent er á. Maltið í ameríska hveitibjórnum þyrfti þá að vera „að stórum hluta“ hveiti og bruggarinn ræður hversu mikið hann notar til að ná fram rétta bragðinu.

Hvað finnst ykkur, Eyvindur og aðrir?

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 27. Jan 2015 20:45
by Eyvindur
Ég myndi segja að það ætti annað hvort að einskorða þetta við Wit/Weizen, eða hafa þetta opið, og þá væri það bara undir dómnefndinni að segja til um það hvort þetta væri nógu mikill hveitibjór til að teljast hveitibjór. Spurningin er hins vegar hvort þetta er of vítt svið. Ég las nýlega Brewing with Wheat, og fjölbreytnin er kjánalega mikil. Það er spurning hvort þetta gengur upp sem sérflokkur ef þarna geta verið dunkelweizen, wit, amerískur humlaveisluhveitibjór, weizenbock og hveitivín, allt í sama flokki. Kannski svolítið erfitt að bera hlutina saman.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 27. Jan 2015 21:59
by helgibelgi
Eyvindur wrote:Ég myndi segja að það ætti annað hvort að einskorða þetta við Wit/Weizen, eða hafa þetta opið, og þá væri það bara undir dómnefndinni að segja til um það hvort þetta væri nógu mikill hveitibjór til að teljast hveitibjór. Spurningin er hins vegar hvort þetta er of vítt svið. Ég las nýlega Brewing with Wheat, og fjölbreytnin er kjánalega mikil. Það er spurning hvort þetta gengur upp sem sérflokkur ef þarna geta verið dunkelweizen, wit, amerískur humlaveisluhveitibjór, weizenbock og hveitivín, allt í sama flokki. Kannski svolítið erfitt að bera hlutina saman.
Já, það er einmitt spurning hvort að fólk vilji hafa þetta þannig að bjórinn sem það sendir inn í sérflokkinn verði dæmdur með svipuðum bjórum, eða hvort það sé til í að hafa þetta opið þannig að munur á milli bjóra gæti orðið mikill.

Annars verða bjórarnir aldrei bornir saman hver við annan þannig séð, heldur dæmdir frekar hvernig þeir passa við stílinn sem tilgreindur er á flöskunni. (eða þetta er amk minn skilningur á þessu eftir að hafa talað við Valla). Einnig er líklegt að reynt verði að flokka svipaða bjóra saman þegar dæmt verður svo að ekki sé verið að hoppa of mikið á milli öfga, í glas frá glasi.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 27. Jan 2015 22:43
by Eyvindur
Já, en ég sé ekki tilganginn með sérflokki ef hann er svona breiður. Þá er eins og það sé opinn flokkur og svo bara pínu minna opinn flokkur.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 27. Jan 2015 22:47
by hrafnkell
Tek undir með neikvæða nonna hérna (Eyvindi) :) Hefði haldið að pointið með sérflokki væri til að skorða menn aðeins og geta borið bjóra saman (sem er í raun ekki hægt í stóru flokkunum)

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 28. Jan 2015 11:27
by bjorninn
Það er góður punktur, að því leyti meikar sens að þrengja sérflokkinn. Við erum mögulega bara fastir í hugsun fyrri ára, þar sem sérflokkarnir (IPA og porter/stout) voru ansi breiðir. Ég man ekki hvort það var eitthvað rætt um þetta þá. En auðvitað ættum við að stefna að því að hafa sérhæfðari flokka -- og fleiri, en það er annar handleggur.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 28. Jan 2015 11:49
by Eyvindur
Ef ég man rétt var einhver hugsun að byrja með flokkana sem aðgengilegasta (bjórstíla sem liggja gjarnan klárir heima hjá fólki) og fara síðan út í þrengri flokka með tímanum, þegar menn hefðu vanist fyrirkomulaginu. Lykilatriði er auðvitað að ákveða og tilkynna flokkinn með nægum fyrirvara, og því þrengri sem flokkurinn er, því mikilvægara verður það. Hveitibjórar eiga að vera ungir, þannig að það þarf ekki mikinn fyrirvara, svosem. Flott að tilkynna sérflokkinn fyrir næsta ár strax. Ég er ekki frá því að það væri hreinlega besta fyrirkomulagið yfir höfuð, þannig að menn geti notað árið í að fínpússa þann stíl og vera orðnir snillingar þegar kemur að keppninni.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 4. Feb 2015 17:37
by bjorninn
Ollræt, til upplýsingar fyrir þá sem ekki mættu á fundinn á mánudag: sérflokkurinn í ár verður hveitibjór.

Þetta kemur sosum engum á óvart þar sem niðurstöður könnunarinnar eru öllum opnar.

Það þýðir að allir bjórar sem flokkast sem weizen/weissbier, dunkelweizen, weizenbock, witbiereða amerískur hveitibjór fara í sérflokk.

Það er engin krafa gerð um lágmarksinnihald á hveiti. Bjórarnir verða einfaldlega dæmdir út frá því hversu vel þeir eru bruggaðir og hversu vel þeir falla að þeim stíl sem þeir eru merktir.

Mér finnst vit í því að þrengja sérflokkinn en kosningin var hafin áður en sú umræða komst á skrið, svo við höldum þessu eins og fyrst var áætlað -- fyrir utan þetta með hveitiprósentuna. Ég held að þetta sé samt allt í áttina, og við ættum að geta þrengt fókusinn enn frekar í keppninni 2016.

Við setjum svo eitthvað upp um skráningu/innsendingu/keppniskvöldið sjálft þegar nær dregur.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 3. Mar 2015 18:34
by æpíei
Uppfært 3. mars: dagsetningin er ákveðin 9. maí. Það eru enn 2 mánuðir til stefnu svo um að gera að fara að hugsa hvað á að brugga.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 9. Mar 2015 20:17
by kari
Verður einhver kvóti á fjölda bjóra?

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 9. Mar 2015 21:44
by æpíei
Nei. Venjan er að félagsfólk fái eina ókeypis innsendingu en má borga fyrir aðrar.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 31. Mar 2015 10:01
by æpíei
Nú er rétt rúmur mánuður til stefnu. Rétt er að ítreka að allur heimagerður bjór er gjaldgengur í keppnina. Bjórar skiptast í 3 flokka: stóran, lítinn og sérflokk. Sérflokkurinn eru þýskir hveitibjórar, belgískir wit bjórar og amerískir hveitibjórar. Ef þið eruð ekki nú þegar byrjuð þá er upplagt að nota páskana til að brugga. Við minnum á að sigurvegari síðasta árs var brakandi ferskur IPA bruggaður rétt fyrir keppni, svo það er alls ekki of seint að byrja núna. :skal:

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 8. Apr 2015 18:47
by kari
Hvað á maður að reikna með að senda inn margar flöskur?

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 8. Apr 2015 18:52
by æpíei
Það er gengið út frá því að það þurfi 6 flöskur.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 9. Apr 2015 09:44
by halldor
Sælir gerlar
Nú er mánuður í keppni. Væri ekki snjallt að birta nánari upplýsingar um keppnina, s.s. staðsetningu, nánari tímasetningu, fyrirkomulag á keppniskvöldi (matur?) o.s.frv.
Einnig væri gaman að sjá hversu mikið hver innsending kostar.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 9. Apr 2015 10:22
by æpíei
Sæll. Við erum að leggja lokahönd á þessi atriði og munum kynna þau á fundinum á mánudag og svo á þessari síðu strax á eftir. Þetta verður með mjög svipuðu sniði og áður hvað varðar innsendingu, verð og annað.

Re: Bruggkeppni Fágunar 2015, kynning og kosning á sérflokki

Posted: 14. Apr 2015 16:01
by æpíei
Keppnisreglur og allar helstu upplýsingar um keppniskvöldið eru komnar inn á nýjan þráð, sjá http://fagun.is/viewtopic.php?f=25&t=3485" onclick="window.open(this.href);return false;