Vatnsprófíll fyrir IPA

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by Örvar »

Ég er aðeins að fikra mig áfram með vatnsbætingar. Hef bara gert einn bjór með smávægilegum vatnsbætingum, aðallega til að ná upp calcium og fá rétt sulfate/chloride hlutfall.
Næst ætla ég að gera west coast ipa sem er bara með base malti (pale, vienna, wheat) og var að spá hverskonar vatnsprófíl menn eru að stefna á fyrir slíka bjóra?
Eftir því sem ég hef lesið mér til eru menn að stefna á nokkuð hátt sulfate level og sulfate/chloride ratio frá ca. 3:1 uppí allt að 8:1.
Er smá smeikur við að setja of mikið af steinefnum í vatnið á meðan maður er að læra á þetta en skv EZ water calculator var ég að hugsa um 8g gips, 2g calcium chloride og 2g epsom salt í 33 lítra af vatni til að fá uþb 75 ppm calcium, 8ppm magnesium, 160ppm sulfate og sulfate/chloride 4:1.
Mash pH er þá áætlað 5,63 og RA -41
Hvernig líst ykkur á þessar tölur? eitthvað sem er alveg off?
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by Örvar »

Enginn hér með einhvern go to vatnsprófíl sem vrrður fyrir valinu fyrir ipa eða aðra hop forward bjóra? :beer:
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by æpíei »

Spennandi pælingar. Hef ætlað mér að gera meiri svona watertreatment en lítið orðið um efndir. Vonandi gengur vel og láttu vita hvernig gengur.

Hér eru annars nokkrir punktar. Ef þú notar Beersmith þá getur þú búið til vatnsprófíl fyrir Reykjavík, svo valið vatn frá San Diego eða Portland, og BS segir hvað þú þarft að setja úti. Þetta er að vísu ekki mjög þjált en má fá það til að virka.

Skoðaðu líka þennan þráð hér. Þar er m.a. hlekkur á vatnsprofil fyrir Reykjavík.

http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=286 ... atn#p24492" onclick="window.open(this.href);return false;
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by Örvar »

Ég miða við vatnsprófíl fyrir Hafnarfjörð út frá þessari skýrslu frá 2013 http://www.heilbrigdiseftirlit.is/Innih ... ai2013.pdf
Ég hef sett þetta inn í BS2 en hef ekki verið endilega að stefna á vatnsprófíl ákveðinna borga, er amk ekki viss hvaða prófíll henti vel fyrir þann bjór sem ég er með í huga (APA/IPA).
Ég hef líka verið að fara soldið eftir EZ water calculator og excel skjalinu sem John Palmer setti saman.
Eins og er þá er ég að spá í að koma calcium í ca 50 - 100 ppm og sulfate/chloride hlutfallinu í ca 3:1 eða 4:1 með ca 150 - 200 ppm sulfate. Það ætti að vera nokkuð hófsamt sýnist mér.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by Eyvindur »

Ég nota vatnsprófílana í BS2 grimmt. Styðst við vatnsprófíl í Hafnarfirði (sennilega eldri tölur en 2013, að vísu - man ekki alveg), og vel svo bara þann prófíl sem ég vil fá. Oftast þegar ég geri hoppy bjóra nota ég prófíl frá Kai Troester sem heitir einfaldlega "Light and hoppy" ef ég man rétt. (Ætti að vera lítið mál að finna þetta með gúggli.) Það hefur komið vel út. Ég hef aðeins fiktað með að nota prófíla sem líkja eftir vatni frá tilteknum stöðum, þótt það sé ekki endilega mælt með því. Það geri ég oftast ef ég er að brugga stout eða porter, og þá nota ég London vatn - það kemur æðislega vel út.

Þetta er æðislegt fyrir fólk eins og mig, sem er of raungreinaheft til að skilja hvernig vatnsprófílar virka. Ég reyndi vel og lengi að komast inn í að geta notað flóknari útreikninga, og skilja súlfat/klóríð og það allt. En ég bara skil það ekki, sama hvað ég reyni - utan við mitt greindarsvið. Þannig að ég nota prófíla sem hafa gefið góða raun og leik mér þannig.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by æpíei »

Mér finnst helsti gallinn við þennan fídus í BS að þú þarft að líkja eftir vatnsprófíl á öðrum stað. John Palmer höfundur Water bókarinnar vill meina að ákveðnir stilar eigi að hafa ákveðið vatn, ekki endilega það vatn sem er í einhverri borg. Því væri lógiskt að í BS myndir þú einfaldlega segja hvaða vatn þú notar (vatnið í þinni borg) og hvaða bjorstíl þú vilt gera og BS myndi þá reikna þá út þær viðbætur sem þarf. En BS er hannað af tölvuforritara og því er þar allt afturábak :twisted:
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by Örvar »

Leitaði að prófílnum sem Eyvindur benti á og fann þá þessa reiknivél frá Kai http://www.brewersfriend.com/mash-chemi ... alculator/
Þar er hægt að velja nokkra beisik prófíla fyrir ýmsa bjóra og reikna út vatnsbætur, frekar flott forrit.
Light colored and hoppy prófíllinn er ansi nálægt því sem ég hafði stefnt á, prófa hann :skal:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by Eyvindur »

Maður getur líka búið til sína eigin target prófíla í BS - ég setti þessa prófíla frá Kai bara inn og nota þá jöfnum höndum. Reyni vanalega að forðast borgarprófílana (einmitt út af þessu sem Palmer segir), en London prófíllinn er bara svo bjánalega góður með miklu ristuðu malti að ég verð að nota hann. ;)

Annars nota ég oftast light and hoppy fyrir mikið humlað dót, en ef ég er að gera eitthvað temmilegt, með noble humlum til dæmis, eitthvað sem daðrar við Tékkland eða Þýskaland, sleppi ég oftast viðbótum - íslenska vatnið hentar ágætlega í slíkt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
geirigusa
Villigerill
Posts: 13
Joined: 15. Oct 2013 23:29

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by geirigusa »

Ég er að fikra mig áfam við að búa til vatnsprófíla og svoleiðis. Er í Garðabæ sem mér skilst að sé með vatn frá Vatnsveitu Kópavogs. Er að nota eftirfarandi skjal síðan í október 2014.
http://www.heilbrigdiseftirlit.is/Innih ... t_2014.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Ein pæling, Beersmith og önnur reiknitól biðja um gildi fyrir Bicarbonate (HCO3). Í skjalinu er bara gefið upp Karbónat (CO2). Hvaða gildi hafið þið verið að styðjast við?
Mér skilst að heildarkarbónatstyrkur sé samanlagður styrkur allra karbonata, þar með talið bíkarbónat. Þannig að maður ætti kannski bara að setja CO2 gildið þarna inn og hætta að spá í þessu? :)

Svo er annað, ég sé að brew.is selja Gifs en eru td. ekki með Kalk eða Epson Salt. Hvar hafa menn fengið slíkt ?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by Eyvindur »

Það sem ég gerði var að reikna út CaCO3 (maður getur oftast notað annað hvort alcalinity eða bicarbonate) með excelskjali frá Kai Troester (Braukaiser). Þar slær maður bara inn tölur úr vantsprófílnum og þetta er reiknað út fyrir mann. Mjög þægilegt. Hins vegar virðist síðan hans vera lokuð vegna viðhalds akkúrat núna, þannig að ég kemst ekki í þetta skjal núna. En ekki nota CO2 - það er ekki það sama. Finndu út hvernig maður reiknar þetta út og notaðu rétta tölu. ;)

Eflaust opnast þetta skjal svo fljótlega, þannig að ef þú gúglar "CaCO3 spreadsheet calculate" ættirðu að finna þetta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
geirigusa
Villigerill
Posts: 13
Joined: 15. Oct 2013 23:29

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by geirigusa »

Takk kærlega Eyvindur, prófa þetta.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by drekatemjari »

Ég var að prufa nýja Bru-n Water excel skjalið í gærkvöldi og fór í gegnum það og setti inn tölur fyrir reykjavík frá 2011 sem eru einu upplýsingarnar sem ég hef fundið inni á OR.is http://www.or.is/spurningar-og-rad/umhv ... eysluvatns" onclick="window.open(this.href);return false;
Í þvi skjali eru ekki upplýsingar um CACO3 en með þvi að setja allar aðrar upplýsingar inn er hægt að nálgast töluna fyrir CACO3 og út frá þvi HCO3 og CO3.
Samkvæmt forritinu er
CACO3 uþb 20-21
Bicarbonate HCO3 22,5
Carbonate CO3 0,9

Ef einhver hefur skoðað þetta eða fundið mælingar sem eru frábrugðnar þeim sem ég er að fá út megið þið endilega deila því með okkur hér.

Bru'n Water skjalið lítur svolítið intimidating út í fyrstu en er lítið mál að nota ef maður hefur réttar upplýsingar um vatnið sem maður er að nota.
https://sites.google.com/site/brunwater/" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by Feðgar »

Brun Water er skemmtilegt
Mig minnir að við séum með 24 gr. Gips og 12 gr. Epsom Salt í 56 lítra laganir hérna í Keflavík fyrir IPA
geirigusa
Villigerill
Posts: 13
Joined: 15. Oct 2013 23:29

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by geirigusa »

Hvar fáið þið gildi fyrir Total Alkalinity ? Ég er bara með gildi fyrir Hörku (Total Hardness) í skjali frá vatnsveitu Kópavogs: Harka = 0,843° dH

@drekatemjari: Þegar þú talar um CACO3, ertu þá að meina Alkalinity eða Hardness? Ég fæ nefninlega bara result fyrir Hardness (15, sem stemmir við 0,843° dH) þegar ég set inn allar tölur sem ég hef. Alkalinity er ennþá í 1 (Carbonate tölurnar stjórna því og ég hef þær ekki úr mælinga skjalinu mínu)
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by drekatemjari »

Ég fæ ekki tölur fyrir Total Alkalinity úr skjalinu frá Orkuveitu reykjavíkur og hef ekki fundið þær annarstaðar en með því að skella öllum þeim tölum sem eru í "vatnsgæaða skjalinu" frá Orkuveitu reykjavíkur (http://www.or.is/spurningar-og-rad/umhv ... eysluvatns" onclick="window.open(this.href);return false;) er hægt að nálgast gildin með því að setja inn líkleg gildi og sjá hvort þau stemma.

CACO3 er Total Alkalinity og það kemur út í kringum 20-21
Bicarbonate HCO3 er 22,5
Carbonate CO3 er 0,9
Total hardness er 15

Mér sýnist tölurnar okkar stemma ágætlega. Við erum með sama hardness (uþb 15) og þú ert kannski að miða við carbonate töluna þegar þú ert að tala um total alkalinity en Co3 og CACO3 er ekki það sama. CACO3 er total alkalinity á meðan co3 er carbonate og það er rétt tæplega 1 í reykjavík samkvæmt Bru'n water þegar búið er að setja inn gildin frá OR
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by drekatemjari »

Ef einhver getur bent mér á villu í mínum útreikningum eða hefur nýlegri mælingar undir höndum megið þið endilega láta vita hér í þræðinum.
geirigusa
Villigerill
Posts: 13
Joined: 15. Oct 2013 23:29

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by geirigusa »

Image

Ein pæling, svona er skjalið þegar ég er búinn að fylla inn öll gildi sem ég hef. Rauðir hringir utan um það sem mig vantar.
Brun Water skjalið skiptist upp í detailed report (efri hluti) og simple report (neðri hluti), svo koma results þar fyrir neðan.
Í detailed report hef ég allt nema Bicarbonate og Carbonate.
Það væri hægt að fá þessi gildi estimated með simple report hlutanum ef ég hef Total Alkalinity, sem ég hef ekki, er bara með pH gildi.
Total Alkalinity results reiturinn (blár hringur) er 0 því hann stýrist af Bicarbonate og Carbonate gildum.

Hverju er ég að missa af?
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by drekatemjari »

Þú ert að missa af því að GISKA á tölu og setja hana inn í "Reported Total Alkalinity" og sjá hvort að hún meiki eitthvað sens og hvort að Cation/Anion Difference í græna reitnum haldist í lágmarki.
Ég notaði töluna 20 fyrir reported Total Alkalinity þar sem ég hafði einhverntíman reiknað hana út með öðru forriti en hafði aldrei fengið staðfestingu á að hún væri rétta talan. Einnig hafði ég heyrt aðra tala um þeir væru að nota svipaða tölu fyrir total alkalinity fyrir sínar reiknivélar.
Ég einfaldlega prufaði að setja 20 inn í reitinn "Reported Total Alkalinity (as CACO3)(Mg/L or ppm)" og þá gefur forritið mér estimate fyrir carbonate og bicarbonate. Ég set það inn fyrir ofan og þá fæ ég Cation/Anion Difference opp á 0,06 sem er mjög lágt svo ég er nokkuð viss um að ég sé nálægt réttu tölunni.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by drekatemjari »

Capture.JPG
Capture.JPG (194.09 KiB) Viewed 33781 times
geirigusa
Villigerill
Posts: 13
Joined: 15. Oct 2013 23:29

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by geirigusa »

Takk fyrir svarið, ég skal prófa gisk-aðferðina :) Ætla að notast við tölur frá Vatnsveitu Kópavogs.
Mér finnst skrítið að Karbónöt eða Alkalinity tölur séu ekki gefnar upp í þessum mjög svo ítarlegu mælingarskjölum sem við erum að styðjast við.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by drekatemjari »

Sömuleiðis, mér finnst mjög skrítið að þessar upplýsingar séu ekki gefnar upp á þessum blöðum. Allavega hef ég eytt síðustu tveimur árum í að velta því fyrir mér hvort ég sé á réttri leið eða hvort ég sé einfaldlega að skíta upp á bak.

Ég vona að þetta nýtist þér eitthvað, gangi þér vel. :beer:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Vatnsprófíll fyrir IPA

Post by sigurdur »

Ég eyddi miklum tíma í að spá í þessu á sínum tíma en eftir að fá alltaf svipaðar tölur aftur og aftur, þá er ég bara með standard viðbætur.

Reglan mín er 5+5+10 = 20
Þ.e.a.s. 5 gr gips + 5 gr epsom salt + 10 gr kalsíum klóríð í 20-30 lítra af bjór.

Þetta fer allt í meskinguna og gefur rétt sýrustig og snefilefnamagn fyrir vatnið á Íslandi. Hef ekki haft fyrir því að reikna út vatnsviðbætur í meir en ár núna.

Þetta er ekki hop forward eða malt forward, bara svona einhvernmeginn neutral.
Post Reply