Page 1 of 1
Wy1968 í stuði
Posted: 6. Jan 2015 21:11
by HKellE
Gerði ESB milli jóla og nýárs. Hann var með OG 1,056. Hann fékk 1 pakka af Wy1968 geri.
Ég var að þurrhumla hann og tók sýni. Það mælist 1,007.
Þetta er attenuation upp á 87,5% (1,056-1,007)/(1,056-1)
Wy1968 er enskt ger sem á að vera með ansi mikla flocculation og hóflega attenuation. Wyeast segir 67%-71% attenuation.
Þessi mikla attenuation kom mér því á óvart.
Ætli sé ekki rétt að fara yfir hitamælinákvæmni og spá í hvort meskingin sé að gerast við lægra hitastig en ég held.
Re: Wy1968 í stuði
Posted: 7. Jan 2015 12:33
by Eyvindur
Ef það er ekki málið borgar sig kannski að tékka á flotvog/ljósbrotsmæli. Þessi tæki eru víst ekki eilíf. Ég lenti í því að ljósbrotsmælirinn minn (ódýr) fór að sýna tóma vitleysu, og skipti aftur yfir í flotvog.
Re: Wy1968 í stuði
Posted: 8. Jan 2015 06:46
by helgibelgi
Þetta er náttúrulega bara það sem kallast Apparent Attenuation, ekki það sama og hversu mikið hlutfall af sykri er farinn (vildi bara benda á það).
Áfengið sem verður til við gerjun léttir vökvann þannig að 1.007 finnst mér ekkert koma á óvart niður úr 1.056. Hef oft lent í því með US-05/S-04. Sérstaklega þegar ég meskja lágt.
Re: Wy1968 í stuði
Posted: 8. Jan 2015 08:48
by HKellE
Eyvindur, þetta er mælt bæði með flotvog og ljósbrotsmæli sem ber saman.
Ég fór yfir hitamælingar hjá mér í gær.
TP101 ódýri hitamælirinn frá brew.is mælir 68C þegar
inline mælirinn minn í hringrásardælunni mælir 65C.
Thermapen sem ég fékk lánaðan mælir þá 66,3C. Ég lít á thermapen mælinguna sem rétta (réttasta).
Ég var að fara eftir ódýra mælinum í þessari meskingu þannig það er ljóst að ég var að meskja við frekar lágan hita.
Helgibelgi, það er rétt, þetta er apparent attenuation og góð ábending. Beersmith og
realbeer.com kunna að nálga raun "attenuation" og segja hana þá 71%. Það passar við spekkurnar á wy1968 og er mesta attenuation sem það ger á að gefa.
Gerið hefur því verið í stuði og haft nóg af einföldum sykrum og náð sinni mestu attenuation. Ekkert óeðliegt eða yfirnáttúrulegt er við þetta

Nú er bara að sjá hvort það vanti allt body í bjórinn

Re: Wy1968 í stuði
Posted: 17. Jan 2015 20:30
by Plammi
Athygliverður munur þarna á, klárlega eitthvað sem ég þarf að skoða þar sem ég er með TP101 og er oft að lenda í of litlu attenuation, miðað við útreikninga þá er ég sirka 2 gráðum of heitur í meskingu. Hugsa að thermapen verði næsta fjárfesting
Re: Wy1968 í stuði
Posted: 21. Jan 2015 17:32
by Plammi
Er að brugga núna og lét TP101 mælinn mæla samhliða gömlum kvikasilfursmæli (sem ég notaði í fyrstu lagnir mínar). Og það passar, akkúrat 2°C munur á þeim!
Það verður gaman að sjá hvort þessi lögn standist alla útreikninga því ekki hafa síðustu bjórar mínir verið að gera það.
Re: Wy1968 í stuði
Posted: 22. Jan 2015 11:49
by Dabby
Til að skoða hvort hitamælir sýnir rétt er hægt að setja hann í vatn með miklu af klökum eða sjóðandi vatn. þá á hann að sýna 0°C eða 100°C. Öll frávik frá því eru skekkja.
Re: Wy1968 í stuði
Posted: 22. Jan 2015 13:09
by rdavidsson
Dabby wrote:Til að skoða hvort hitamælir sýnir rétt er hægt að setja hann í vatn með miklu af klökum eða sjóðandi vatn. þá á hann að sýna 0°C eða 100°C. Öll frávik frá því eru skekkja.
Ég held að almennt sé skekkjan á Thermocouple hitanemum +- 1°C. Thermopop mælarnir eru með garanti að skekkjan sé aldrei meiri en +-1°C, þannig að það kæmi mér ekkert á óvart að svona ódýrt kínadrasl sé með meiri skekkju, enda kosta þeir örugglega 5-10x minna í innkaupum heldur en t.d Thermopop/Thermopen..
Re: Wy1968 í stuði
Posted: 22. Jan 2015 13:59
by Örvar
Ég prófaði einhverntíman TP101 mælinn minn og mig minnir að hann hafi sýnt eitthvað nálægt 2°C í klakavatni og nálægt 98°C í sjóðandi vatni. Ákvað þá bara að fara eftir tölunni sem hann sýnir
Re: Wy1968 í stuði
Posted: 22. Jan 2015 14:05
by hrafnkell
98ish er rétt í suðu - Maður nær aldrei 100°C í sjóðandi vatni nema alveg við sjávarmál.
Muldir klakar , fyllt upp í með vatni og þá á maður fá mjög nálægt 0°C. Maður nær því þó vanalega ekki alveg. Ég tek reglulega stikkprufur á mælunum sem ég sel og þeir hafa verið innan skekkjumarka alltaf. En um leið og þeir blotna nálægt húsinu, þá eiga þeir það til að skekkjast eitthvað.
Re: Wy1968 í stuði
Posted: 23. Jan 2015 15:11
by Eyvindur
Flestar hitastýringar leyfa manni að leiðrétta skekkjur, sem er mjög gott. Ég hef annars tekið þann pólinn í hæðina að passa bara að nota alltaf sama mælinn. Þá er ég fljótur að átta mig á því hvaða hitastig er best í meskingu - þegar ég skipti um mæli eru kannski 2-3 skipti þar sem bjórinn er ekki eins og hann á að vera, og þá stilli ég mig bara af eftir því. Þetta hefur gefist nokkuð vel, og ég hitti yfirleitt alltaf á rétt boddí. Aðalatriðið er að treysta sínu eigin smakkviti, ekki bara fara eftir einhverju sem maður hefur lesið í blindni. Ef bjórinn er of sætur lækkar maður hitastigið bara næst. Hér skiptir náttúrulega miklu máli að punkta hjá sér og vita hvert meskihitastigið var í viðkomandi bruggun.