Page 1 of 1
Nýársfögnuður Fágunar
Posted: 30. Dec 2014 23:55
by æpíei
Í tilefni af nýju ári er upplagt að hittast og skoða aðeins Skúla sem er nýjasti bjórbarinn í Reykjavík, ræða málin og spá í spilin. Hittumst um 20:00 föstudaginn 2. janúar. Allir velkomnir.
Minnum svo á að fyrsti mánaðarfundur ársins verður annan mánudag janúar, þann 12. Nánar auglýstur síðar.
https://www.facebook.com/events/675052945948071" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Nýársfögnuður Fágunar
Posted: 31. Dec 2014 15:08
by Bjoggi
Vel gert!
Hefði komið en er staddur erlendis.
Er einhver reynsla kominn á skúla, heyrði að borg væri með krana þar.
Re: Nýársfögnuður Fágunar
Posted: 2. Jan 2015 13:20
by helgibelgi
Ætla að reyna að mæta, þó ég mæti seint líklega.
Hef bara komið þangað einu sinni. Fékk mér Saisoninn þeirra, ónefnda, og get ekki annað haldið nema þetta sé bróðir/systir Skaða frá Ölvisholti. Þarf að smakka þá hlið við hlið við tækifæri.
Re: Nýársfögnuður Fágunar
Posted: 2. Jan 2015 14:06
by æpíei
Þetta verður mjög óformlegt og engin skylda að mæta á slaginu 8. Skúli er mjög spenntur að hitta Fágun og aldrei að vita nema hægt sé að plata hann til að gefa okkur betri innsýn í staðinn og hvaða stefnu hann hefur varðandi bjórúrvalið og annað.
Re: Nýársfögnuður Fágunar
Posted: 2. Jan 2015 19:27
by karlp
Leaving in about 5 minutes! see you all down there!
Re: Nýársfögnuður Fágunar
Posted: 10. Jan 2015 19:06
by gm-
Var mjög svekktur að missa af þessu, fékk leiðinda flensu seinustu dagana mína á Íslandi og var fastur í bælinu :/