Page 1 of 1

Bjórglös

Posted: 20. Dec 2014 21:20
by Örvar
Hvar fær maður flott bjórglös?
Ég er hrifinn af Borgar glösunum og langar að finna eitthver svipuð án merkingar til að gefa í jólagjöf.
Einhverjar hugmyndir?

Re: Bjórglös

Posted: 20. Dec 2014 23:24
by rdavidsson
Örvar wrote:Hvar fær maður flott bjórglös?
Ég er hrifinn af Borgar glösunum og langar að finna eitthver svipuð án merkingar til að gefa í jólagjöf.
Einhverjar hugmyndir?
http://modular4kc.com/2011/04/03/my-spi ... r-glasses/" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég keypti nokkur Spigelau glös, mjög flott. Fást t.d í líf og list ef ég man rétt...

Re: Bjórglös

Posted: 21. Dec 2014 00:16
by æpíei
Ég hef heyrt vel látið af "Teku" laginu fyrir bjórglös. Eiga að henta vel til að halda haus og eru líka ansi snotur. Þau eru til frá mörgum framleiðendum. Veit ekki hvort eða hvar þau fást hér á landi þó.

Sjá td hér http://www.truebeer.com/Teku-Beer-Glass_p_1131.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Bjórglös

Posted: 21. Dec 2014 12:42
by hrafnkell
Spiegelau alla leið. Tulip glasið er snilld fyrir næstum allt.
Image

IPA glasið er skemmtilegt novelty:
Image

Rest er allt í lagi, en ef maður ætlar bara að eiga eina tegund af bjórglasi þá myndi ég vilja eiga spiegelau túlipanann..


Svo er reyndar gaman að eiga einhver tasting glös (þegar maður t.d. deilir flösku með vinum). Þá eru til teku-shaped glös sem taka 60-100ml. Veit samt ekki hvar maður fær þau.

Re: Bjórglös

Posted: 22. Dec 2014 10:23
by bergrisi
Ég er búin að prufa mörg bjórglös og er hrifnastur af tulip laginu. Vil drekka 33 cl bjór úr 50 cl glasi. Nóg pláss fyrir froðu. Ég er með glös úr öllum áttum í skúrnum hjá mér. Flest eru merkt einhverjum bjórframleiðanda. Það kom mér skemmtilega á óvart að í IKEA fást núna glös með rétta laginu. Ég keypti eitt til prufu og er sáttur við það. Stefni á að fara með svona glös uppí bústað foreldra minna svo ég geti gengið að góðu bjórglasi.
http://www.ikea.is/products/23206

Re: Bjórglös

Posted: 23. Dec 2014 12:16
by Örvar
Fann ekki þessi spiegelau glös í líf of list en Borg glösin eru seld í Fastus :)

Re: Bjórglös

Posted: 23. Dec 2014 13:25
by bjorninn
Spiegelau fæst núna í ProGastro skilst mér.

Re: Bjórglös

Posted: 24. Dec 2014 01:36
by sigurdur
Ég var að skoða í rekstrarvörum og rakst einmitt á 6pack af ómerktum borg glösum á uþb 2.5 þús .. ekki slæmur díll fyrir góð glös

Re: Bjórglös

Posted: 24. Dec 2014 09:36
by hrafnkell
Mér leiðast borg glösin... Voðalega þung, þykk og clunky eitthvað. Sennilega valin fyrir veitingastaði og fleiri staði þar sem er níðst á þeim...

Re: Bjórglös

Posted: 24. Dec 2014 13:41
by helgibelgi
hrafnkell wrote:Mér leiðast borg glösin... Voðalega þung, þykk og clunky eitthvað. Sennilega valin fyrir veitingastaði og fleiri staði þar sem er níðst á þeim...
Ég nota Borg glösin fyrir bjóra sem eru meiri "sötur-bjórar" en aðrir. Finnst þau hafa örlítið of stórt yfirborð fyrir aðra bjóra.

Fyrir Pale Ale og IPA aðra þambara (bitter, ESB) vel ég glas sem er mjórra og hærra. Held að mest notaða glasið mitt sé 33cl Egils Gull glas á fæti.

Ég vel frekar lítil glös frekar en stór glös. Ætli þetta sé ekki eitthvað sálfræðilegt, en mér finnst bjórinn þurfa að fylla í glasið til að ég verði sáttur með magnið, en ég vil ekki drekka of mikið í einu. (ég veit, ruglaður)

Re: Bjórglös

Posted: 24. Dec 2014 21:47
by æpíei
Fyrsta árið voru Borgar glösin þynnri og léttari. Ég er hrifnari af þeim heldur en þessum nýju.

Re: Bjórglös

Posted: 29. Dec 2014 09:08
by Eyvindur
Skilst að fórnarkostnaðurinn á öldurhúsum hafi verið ótæpilegur.

Ég nota mikið hvers kyns túlípanaglös (á nokkrar týpur - Borg, Duvel, Delerium Tremens o.fl.). Fágunarglasið síðan í vor verður mjög oft fyrir valinu. Svo er ég alltaf pínu svagur fyrir þýskum bjórkrúsum, ef ég er að drekka bjór sem passar í slíkt. Það er bara eitthvað svo mikill fílingur.

Þetta fer voða mikið eftir því hvað ég er að drekka. Klausturbjórar fara í kaleika, lagerar og aðrir þambbjórar fara gjarnan í krúsir, túlípanar og þessháttar svolítið mikið fyrir rest bara.