Page 1 of 1

9x6 flöskugeymslur í Krónunni [GEFINS]

Posted: 19. Dec 2014 11:31
by helgibelgi
Góðan daginn

Vildi bara benda áhugasömum á að hægt er að fá gefins flöskugleymslur úr plasti í Krónunni (hugsanlega fleiri búðum). Þetta kemur til þeirra undir eitthvað jólaöl sem er selt þarna. Man ekki tegundina á því, enda var athygli minni bent á þessa sniðugu geymslur.

Þetta er svipað byggt og hefðbundnu kassarnir, nema að þetta eru bara hæðir sem þú getur staflað saman. Sparar því pláss þegar þetta er ekki í notkun.

Þetta er aðeins breiðara og lengra en venjulegu kassarnir, enda 9x6 = 54 flöskur! Næstum því alveg heil lögn í eina hæð (í mínu tilfelli amk).

[EDIT] Hér er betri mynd af þessu:
9x6.jpg
9x6.jpg (89.92 KiB) Viewed 7314 times

Re: 9x6 flöskugeymslur í Krónunni [GEFINS]

Posted: 19. Dec 2014 13:11
by helgibelgi
Ef þið viljið svona, en finnið ekki í Krónunni, getið þið fengið hjá mér. Ég tók greinilega allt of marga fyrir mig. Er búinn að stafla öllum bjórnum mínum í þetta, og á ennþá eftir 8 hæðir í lausu :P

Re: 9x6 flöskugeymslur í Krónunni [GEFINS]

Posted: 19. Dec 2014 14:40
by hrafnkell
Ég sá haug af þessu í krónunni í lindunum. Alls ekki galið að nýta sér þetta ef maður á mikið af 33cl flöskum. Spurning hvernig drykkurinn bragðast, því mér sýndist hann vera á ágætu verði og flöskurnar hentugar fyrir bjórinn :)