Page 1 of 1

Fyrsta All Grain tilraun, vantar leiðsögn.

Posted: 10. Dec 2014 19:05
by Friðjón Vinaöl
Sælir, er að fara að prófa að gera minn fyrsta all grain núna í kvöld og það Bee Cave ljósölið frá Brew.

Er búinn að lesa vel leiðsögnina á Brew en væri þó til í leiðsögn með allavega þetta: Hvaða tímum á ég að setja humlana í við suðu?

Öll önnur ráð vel þegin :)

Re: Fyrsta All Grain tilraun, vantar leiðsögn.

Posted: 10. Dec 2014 19:55
by Friðjón Vinaöl
Ahh afsakið fann þetta ;) En meskjun er að hefjast og spennan orðin mikil.

Re: Fyrsta All Grain tilraun, vantar leiðsögn.

Posted: 10. Dec 2014 22:55
by æpíei
Velkominn. Vonandi gengur þetta vel hjá þér. Vertu ófeiminn að leita ráða hér. Væri líka gaman að heyra hvernig þetta gengur hjá þér.

Re: Fyrsta All Grain tilraun, vantar leiðsögn.

Posted: 11. Dec 2014 22:10
by Friðjón Vinaöl
Jæja þessi fyrsta tilraun var nú eitthvað. Í meskjuninni gekk brösulega að fá jafnt hitastig í vatnið en við héldum að það hefði gengið og svo gekk suðan mjög vel. Kæling tók um klukkustund með klakabaði og svo komu vonbrigðin þegar við sykurmældum því það mældist aðeins í um 1.030 þegar markmiðið á að vera um 1.051.

En það kemur bara næst og það er spurning verður úr þessu. Einhver ráð við því? Og gæti það haft áhrif að virtinn var í 35° þegar við sykurmældum?

Re: Fyrsta All Grain tilraun, vantar leiðsögn.

Posted: 12. Dec 2014 08:36
by hrafnkell
Hér er smá póstur sem ég skrifaði um þetta fyrr á árinu:

http://brew.is/blog/2014/07/leleg-nytni ... ur-og-rad/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Fyrsta All Grain tilraun, vantar leiðsögn.

Posted: 12. Dec 2014 09:57
by einarornth
Friðjón Vinaöl wrote:Og gæti það haft áhrif að virtinn var í 35° þegar við sykurmældum?
http://www.brewersfriend.com/hydrometer-temp/" onclick="window.open(this.href);return false;

Getið samkvæmt þessu bætt við 3-4 punktum.

Re: Fyrsta All Grain tilraun, vantar leiðsögn.

Posted: 12. Dec 2014 23:32
by Friðjón Vinaöl
Frábær póstur Hrafnkell. Takk.

4 punktar er betri en ekkert :)