Page 1 of 1
Wifi bruggráður
Posted: 8. Dec 2014 23:28
by Kornráð
rakst á þetta á veraldarvefnum góða, svoldið dýrt, en eflaust flott græja
Væri alveg til í einn... eða tvo
https://www.thebeerbug.com/order/
Re: Wifi bruggráður
Posted: 8. Dec 2014 23:36
by æpíei
Það er fólk hér á landi að nota svona. Væri gaman ef þau létu heyra í sér hvernig þetta er að virka.
Re: Wifi bruggráður
Posted: 8. Dec 2014 23:39
by Kornráð
tek undir það!
Er bara þessi græja til, eða eru til fleiri svipuð tæki? þetta var í kickstarter árið 2012
ég hefði helst vilja að stýringin mín gæti lesið upplísingarnar frá þessu, hef ekkert við þessar upplísingar að gera á einhverjum server útí heimi..
Re: Wifi bruggráður
Posted: 10. Dec 2014 13:59
by gugguson
Hæ.
Ég keypti mér svona græju sl. sumar. Búinn að nota hana 3x ef ég man rétt.
Kostir:
+ Get séð á netinu hvenær sem er hvernig hitastig og gravity eru að þróast.
+ Support frá fyrirtækinu.
Gallar:
- Lélegt (viðvaningslegt) viðmót.
- Tækið virðist ekki alltaf nákvæmt (en þeir hafa verið að uppfæra algrímið hjá sér þannig að það horfir til batnaðar).
- Hef slitið girnið sem hangir niður í gerjunarfötuna þrisvar og hef ekki nennt að laga það eftir síðasta skipti.
- Þurfti að gera fix svo þetta passaði á spidel fötuna mína (stærra gat á þeim fötum en þetta er hannað fyrir).
Ég hef gaman af þessu tæki og það bætir við skemmtunina við að brugga að geta sett þetta á gerjunarfötuna og fylgst með hvar sem er hvernig hlutirnir eru að þróast. Ég held að þetta bæti samt ekki lokaniðustöðuna mikið, fyrir utan að sjá fyrr að hitinn sé ekki í lagi, en það er svosem hægt að gera það með öðrum leiðum, t.d. setja hitanema utaná fötuna og fylgjast með honum reglulega.
Tækið sjálft og viðmótið ber þess merki að þeir eiga nokkuð í langt að gera þetta mjög "commercial", þ.e. það er nörda bragur yfir þessu og á eftir að fínpússa bæði tækið og eins viðmótið.
Ef þið eruð með frekari spurningar get ég reynt að svara þeim.