Page 1 of 1

2kg co2 í 85cm ísskáp

Posted: 4. Dec 2014 16:06
by flokason
Sælir,

Ég er að henda saman kegerator með 85cm ísskáp. Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hafi komið 2kg CO2 slökkvitæki upp á þrepið sem er alltaf í þessum ísskápum. Það yrði talsvert rýmra í skápnum ef það myndi passa

Sjá mynd, ég er einmitt að spá hvort þetta sleppi með 2kg slökkvitæki

Re: 2kg co2 í 85cm ísskáp

Posted: 12. Dec 2014 15:38
by Benni
Ég reyndi þetta fyrst svona hjá mér (með aðeins stærri skáp) og þótt ég náði að loka hurðinni þá var þetta aldrei til friðs. Ég endaði á að bora í gegnum ísskápinn og innréttinguna við hliðina fyrir slöngurnar svo ég gæti haft gaskútinn í skápnum við hliðina