Page 1 of 1

Berliner Ryess

Posted: 3. Dec 2014 18:50
by gm-
Bruggklúburinn minn er með áskorun fyrir mars þar sem 20 manns munu brugga bjór með rúgmalti, hittast svo og skiptast á flöskum svo allir fá 20 mismunandi bjóra með rúgmalti í.

Ég ákvað að gera mjög tilraunakenndan bjór, berliner weiss, með rúg í stað hveitis.

Hér er uppskriftin, ég fylgi í rauninni planinu sem ég notaði fyrir hveitiútgáfu af þessum bjór, sem er byggt á Mad fermentationist blogginu.

O.G 1.030

66% Pilsner malt
23% Rúgmalt
11% Rúgflögur

30 gr 4.7% AA Mt. hood við meskingu, 4 IBUS

Mesking:
30 min prótein rest við 51°C
75 min Sacch Rest við 64°C (4 lítrar hitaðir uppí suðu og bætt útí til að ná þessum hita)

Allt dregið af, hitað uppí 98°C, kælt með kælispíral niður í 25°C. Engin suða per se.

0.5 lítrar af lacto starter bætt út (White labs 677 Lactobacillus), ræktaður í eplasafa undanfarnar 2 vikur.
Eftir viku bæti ég svo 1 tsk af US-05.

Þessi aðferð á að fá mestan súrleika, samkvæmt þessu vídjói hér: https://www.youtube.com/watch?v=_hClp9huB1M

Re: Berliner Ryess

Posted: 3. Dec 2014 21:24
by æpíei
Tvennt:

- Frábær hugmynd að allir bruggi svipað og svo deili

- Áhugaverð pæling með Berliner Weisse. Hef sjálfur ætlað mér að setja bakteríurnar útí eftir meskingu, en sjóða svo eftir 2-3 daga þegar kominn er nægur súr í hann. Önnur aðferð er hreinlega að setja smá af ómöluðu korni útí ósoðinn virt, setja smá CO2 ofan á og hylja pottinn með álpappír, og sjóða svo eftir 1-2 daga. Báðar þessar aðferðir gefa súran bjór án þess að vera með bakteríur utan suðutunnu, þannig að brugghús sem eru paranoid vegna þeirra geta hæglega notað þá aðferð.

En verður spennandi sem fyrr að heyra hvernig þetta kemur út.

Re: Berliner Ryess

Posted: 4. Dec 2014 00:00
by Eyvindur
Ég hef gert Berliner Weisse þannig að ég meski, geri decoction og set smá humla með, set svo Berliner Weisse gerblöndu (seasonal, síðast þegar ég vissi) og læt standa óhreyfðan í 3 mánuði. Engin suða (fyrir utan decoction). Kom subbulega vel út.

Re: Berliner Ryess

Posted: 4. Dec 2014 03:06
by gm-
æpíei wrote:Tvennt:

- Frábær hugmynd að allir bruggi svipað og svo deili

- Áhugaverð pæling með Berliner Weisse. Hef sjálfur ætlað mér að setja bakteríurnar útí eftir meskingu, en sjóða svo eftir 2-3 daga þegar kominn er nægur súr í hann. Önnur aðferð er hreinlega að setja smá af ómöluðu korni útí ósoðinn virt, setja smá CO2 ofan á og hylja pottinn með álpappír, og sjóða svo eftir 1-2 daga. Báðar þessar aðferðir gefa súran bjór án þess að vera með bakteríur utan suðutunnu, þannig að brugghús sem eru paranoid vegna þeirra geta hæglega notað þá aðferð.

En verður spennandi sem fyrr að heyra hvernig þetta kemur út.
Já, þetta byrjaði með jóladagatali með svipuðu sniði, nema þá réð hver og einn hvað hann kom með. En núna verða regluleg þemu og rúgur er það fyrsta. Mjög sniðugt. So far eru komnir 2 roggenbier, 1 black rye kölsch, 1 rye saison, 2 ryePA, 1 malbock með rúg, og 1 strong ale með rúgviskí, hinir 11 eru enn óákveðnir.

Já, hef lesið þessar aðferðir. Er ekkert rosalega paranoid að hafa bakteríur í brugghúsinu mínu, ég er með 4 carboy sem ég nota bara fyrir súra bjóra + autosiphona, loftlása, áflöskunarfötu og svona, svo það er ekki mikið contact á milli þeirra súru og venjulegu. Hef allavega ekki fengið sýkingu ennþá (7 9 13).
Eyvindur wrote:Ég hef gert Berliner Weisse þannig að ég meski, geri decoction og set smá humla með, set svo Berliner Weisse gerblöndu (seasonal, síðast þegar ég vissi) og læt standa óhreyfðan í 3 mánuði. Engin suða (fyrir utan decoction). Kom subbulega vel út.
Frábært. Það var dáldið skuggalegt að sjóða hann ekkert, en ég treysti mad fermentationist (höfundur American sours bókarinnar).

Ég á einmitt BW blöndu í ískápnum, prófa hana næst.

Re: Berliner Ryess

Posted: 5. Dec 2014 15:24
by gm-
Image

Ekki girnilegasti bjór sem ég hef búið til :lol:

Re: Berliner Ryess

Posted: 17. Jan 2015 21:30
by æpíei
Eitthvað að frétta af þessum?

Ég var sjálfur að gera Berliner Weisse með Wyeast bakteríum. pH á ósoðnum virti fór úr 5,5 niður í 3,3 á 3 sólarhringjum með þeirra hjálp. Þá tók ég hann upp að suðu í smá stund og kældi svo. Gerja svo með 2 pökkum af US-05. Ég er að spa í að setja hann svo á secondary með einhverjum spennandi ávöxtum. Ég er mjög spenntur að sjá hvað kemur úr honum.

Re: Berliner Ryess

Posted: 18. Jan 2015 05:19
by gm-
Þessi mallar bara ennþá, þyrfti nú að smakka hann við tækifæri. Áflöskunardagur er planaður í byrjun febrúar. Er svo með weiss bróðir þessa bjórs sem ég var einmitt að pæla að smella helmingnum af á hindber eða brómber. Gæti komið hressandi út. :beer: