Page 1 of 1

Spurning dagsins. Er þetta bruggtæki eða kaffivél?

Posted: 30. Nov 2014 20:36
by Friðjón Vinaöl
Hefur einhver minnstu hugmynd um hvort að þetta tæki se brúklegt til suðu á meski. Fannst í kjallara látins afa míns og flestir ættingjar töldu að þetta væri kaffivél en vil ég vita hvort að þetta sé ekki meskisuðupottur?


10806992_10205416043226958_1774467719_n.jpg
10806992_10205416043226958_1774467719_n.jpg (18.02 KiB) Viewed 10856 times

Re: Spurning dagsins. Er þetta bruggtæki eða kaffivél?

Posted: 30. Nov 2014 21:48
by Friðjón Vinaöl
Er engin með svarið við þessu?

Re: Spurning dagsins. Er þetta bruggtæki eða kaffivél?

Posted: 30. Nov 2014 22:07
by hrafnkell
Það má alveg athuga að gefa mönnum aðeins meira en klukkutíma og korter til að svara áður en maður ýtir á eftir svörum.. :)

Hvað er þetta stórt í lítrum talið? Er eitthvað hitaelement í þessu? Það er hægt að nota flest ílát til að brugga í með einhverjum breytingum, en mér þykir ólíklegt að þetta hafi verið hugsað í það upphaflega.

Re: Spurning dagsins. Er þetta bruggtæki eða kaffivél?

Posted: 30. Nov 2014 22:15
by Friðjón Vinaöl
Þetta er um 20-25 lítrar og já það er hitaelement. En já held að þetta hafi sennilega verið hugsað sem kaffivél í mötuneyti.

Re: Spurning dagsins. Er þetta bruggtæki eða kaffivél?

Posted: 1. Dec 2014 06:28
by helgibelgi
Ég segi: jájá, þetta er bruggtæki ef þú vilt að þetta sé bruggtæki :mrgreen: