Page 1 of 1

Seinustu 5 bjórar

Posted: 8. Nov 2014 00:28
by gm-
Hef haft lítinn tíma undanfarið til að smella inn efni hérna þar sem ég stóð í flutningum, en núna er ég kominn á fullt í nýju húsnæði með mun betri aðstöðu.

Til að byrja með er ég með 2 súra í gangi, berliner weiss sem ég postaði hérna um daginn, og svo Oud Bruin sem ég mun smella á flöskur á morgun. Hann er búinn að vera í glerbrúsanum í 3 mánuði núna á Roeselare Ale Blend frá Wyeast. Ég notaði Us-05 fyrst í 3 daga áður en ég smellti honum á pöddurnar. Hann er ansi fínn núna, súrsætur, en þroskast vonandi frekar í flöskunum. Bruggklúbburinn minn ákvað að gera jóladagatal, þannig að oud bruininn verður mitt framlag í því. Hver bruggari kemur með 31 flöskur af bjór, og fær 31 mismunandi bjóra í staðinn, 1 fyrir hvern dag í Desember.

Á krana er bjór sem ég kalla "Funk light", session IPA í grunninn, en gerjaður með American farmhouse gerinu frá White labs, skemmtilega súr og funky.

Seinustu helgi bruggaði ég svo robust porter og mína útgáfu af jólabjórnum úr brewing classic styles, mun smella inn uppskriftum af þeim ef þeir koma vel út.

Image
"Funk light" í glasi :skal:

Re: Seinustu 5 bjórar

Posted: 8. Nov 2014 09:39
by æpíei
Velkominn aftur! Gaman að heyra af svona súrtilraunum. Þegar maður einu sinni byrjar í súrnum verður ekki aftur snúið. Þetta er merkilega ánetjandi andskoti :beer:

Re: Seinustu 5 bjórar

Posted: 8. Nov 2014 11:08
by helgibelgi
Skemmtileg hugmynd með jóladagatalið, gæti nýtt mér hana fyrir þessi eða næstu jól.

Re: Seinustu 5 bjórar

Posted: 17. Nov 2014 03:41
by gm-
æpíei wrote:Velkominn aftur! Gaman að heyra af svona súrtilraunum. Þegar maður einu sinni byrjar í súrnum verður ekki aftur snúið. Þetta er merkilega ánetjandi andskoti :beer:
Já, súrinn á hug minn allan þessa stundina, er að malla annan skammt af Oud bruin sem ég ætla að setja á bakteríu"kökuna" frá seinasta.

Eitt action shot úr nýja skúrnum :)
Image

helgibelgi wrote:Skemmtileg hugmynd með jóladagatalið, gæti nýtt mér hana fyrir þessi eða næstu jól.
Já mjög skemmtileg hugmynd, hlakka til að hafa nýjan bjór á hverjum degi í desember til að smakka. Hér er listinn:

1 Mild
2 Triple C Hop IPA
3 DIPA
4 German Ale
5 Belgian blonde
6 Ordinary bitter
7 Old Speckled Bastard
8 APA
9 Orange Peppercorn Saison
10 American Wheat
11 Star Anise Brown
12 ESB
13 Cali Common
14 DIPA
15 Wheat Porter
16 Indian Saison
17 Belgian golden strong
18 American Amber
19 Cream Stout
20 IPA
21 Rye Saison
22 English Mild
23 Nut Brown
24 Farmhouse Saison
25 Milk Chocolate Imperial Brown
26 Dusseldorf Altbier
27 RIS
28 Yellow fizzy lager
29 Dopplebock
30 Coconut Porter
31 Oud Bruin

Re: Seinustu 5 bjórar

Posted: 18. Jan 2015 05:28
by gm-
Oud bruin í glasi, mjög skemmtilegur bjór