Dry hopping - secondary

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Dry hopping - secondary

Post by barasta »

Sælir Félagar.

Er einhver með reynslu af því að "Dry hoppa" beint í gertunnuna (secondary) án þess að setja humlana í poka ?
Verður mjöðurinn gruggugur eða ...?
Borgar sig að setja humlana í poka eða... ?

kv
Stefán
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Dry hopping - secondary

Post by æpíei »

Það er allt í lagi. Yfirleitt er þurrhumlað í takmarkaðan tíma, t.d. 5 til 7 daga. Á þeim tíma munu humlarnir setjast á botninn svo þú færð ekki mikið humlagrugg. Ef þú ætlar að hafa bjórinn lengi í secondary þá annað hvort þurrhumlar þú alveg í lokin, eða þú setur humlana í poka svo þú getir tekið þá uppúr. Svo er líka til í dæminu að þurrhumla tvisvar. Þá setur þú humlana í poka og tekur uppúr eftir nokkra daga, og setur þá annan skammt í.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Dry hopping - secondary

Post by hrafnkell »

Ég verð að benda á að mjöður er ekkert skyldur bjór... Málvilla sem fer afar illa í nördið mig :)

Eina sem er alltaf sameiginlegt með miði og bjór er að það er ger og vatn í báðum drykkjunum.



Ég þurrhumla aldrei í poka. Held að flestir setji þá beint ofan í, og venjulega eru menn ekki að eltast sérstaklega við secondary þar sem súrefni er sérstaklega óæskilegt í mikið humlaðan bjór.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dry hopping - secondary

Post by Eyvindur »

Ég fæ líka voða illt yfir þessari mjaðarvitleysu.

Svo það komi fram er mjöður gerjað hunangsvatn. Hunangsvín, nokkurs konar, en ekkert skylt bjór.

Ég nota aldrei secondary nema ég ætli að láta eitthvað þroskast í mjög marga mánuði, eða mögulega ef ég fleyti því yfir ávexti. Þurrhumlun er basic - henda draslinu út í og bíða.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Re: Dry hopping - secondary

Post by barasta »

Ég afsaka að hafa notað orðið Mjöður í samlíkingu við Bjór... (það er víst víkingarblóðinu að kenna ) .. :-)
Ég hendi þá bara humlunum beint úti og sé svo til hvernig það mun koma út. Læt ykkur vita svo vita hvernig útkoman kom út.
:-)
kv
Stefán
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dry hopping - secondary

Post by Eyvindur »

Svo vitnað sé í Ladda: "Oooog skammastu þín svo!" ;)

Gangi þér vel.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Re: Dry hopping - secondary

Post by barasta »

Jæja humlarnir fóru beint úti gerjunartunnuna í gær.
Gátum ekki staðist freistinguna og smökkuðum smá af mjö... meina bjórnum og vá ekkert smá góður.
Þetta verður erfið bið, næstu 4 vikurnar þar til það verður hægt að taka upp fyrstu flöskuna :-)
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Dry hopping - secondary

Post by hrafnkell »

Það er algjör óþarfi að bíða svo lengi... Maður smakkar auðvitað við átöppun og svo reglulega á meðan beðið er eftir kolsýrunni :)
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Re: Dry hopping - secondary

Post by barasta »

Svona í leiðinni.
Hefur einhver þurr-humlað Lager ? Hvernig er best að gera það ?
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Dry hopping - secondary

Post by hrafnkell »

Eins og með aðra bjóra, ~7 dögum fyrir átöppun. Ef bjórinn er í ~5°C þá er alveg sjónarmið að hækka í ~15°C á meðan þú þurrhumlar, en ég veit ekki hvað það breytir miklu vs að þurrhumla bara aðeins lengur.
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Re: Dry hopping - secondary

Post by barasta »

Jæja þá er fyrstu tilraun lokið með dry hopping.

Sömu suðu skipt upp. Báðar hlutar látnir gerjast jafn lengi og umpottað á sama tíma, en annar hlutinn þurr-humlaður í viku. Humlum var hennt beint í aðra gerjunarfötuna.
Fyrir áflöskun, var bjórinn síaður í gegnum meskpoka til að taka mest af humlu leyfunum.

Fyrstu niðurstöður.
Mjög mikill munur á bjórum.
Aðeins meiri lykt, meira og lengra bragð og meiri beyskja og eftirbragð.
Það kemur einnig á óvart að það er mun meira gos í þurrhumlaða bjórnum.
Getur það verið vegna þess að t.d. haldist meira líf í gerinu í þurr-humlaða bjórnum ??
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Dry hopping - secondary

Post by hrafnkell »

Þó það væri meira líf í gerinu (það er það sennilega ekki) þá skiptir það ekki máli ef þú settir jafn mikinn sykur í bæði.

Ég myndi svo sleppa öllum síunar pælingum, það kemur bara súrefni í bjórinn sem er sérstaklega slæmt fyrir vel humlaða bjóra.

Beiskara bragðið í þurrhumlaða bjórnum ætti að vera fljótt að veðrast af. Þurrhumlun gefur ekki beiskju því þú ert ekki að sjóða humlana og ert því ekki að breyta olíunum í beiskju. Þeir geta samt virkað beiskari á meðan bjórinn er mjög ungur.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dry hopping - secondary

Post by Eyvindur »

Tvennt sem þú ættir aldrei að gera aftur: Fleyta yfir á annað ílát eftir gerjun (það eina sem það gerir er að auka hættu á sýkingu) og að sía (frekar bíða aðeins lengur eftir að agnirnar setjist og fleyta ofan af, því eins og Hrafnkell benti á oxast bjórinn svakalega ef þú síar).

Ég held að þessi gosmunur sé til dæmis mjög líklega tilkominn vegna auka súrefnis. Og súrefni drepur bjórinn frekar hratt, þannig að líftíminn á flöskunni styttist til muna.

Annars góð pæling, en ég held því miður að tilraunin sé svolítið ónýt vegna síunarinnar, því þú veist ekki hvaða munur er tilkominn vegna humlanna og hvað er vegna oxunar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
HKellE
Villigerill
Posts: 24
Joined: 28. Dec 2013 12:32

Re: Dry hopping - secondary

Post by HKellE »

Hér gera ráð menn fyrir að síunin hafi farið fram með því að hella bjórnum gegnum meskipoka.
Það þarf ekkert að vera.

Ég hef með góðum (amk skaðlausum) árangri sett autosyphoninn ofan í meskipoka og notað hann þannig til að fleyta yfir á bottling tunnuna. Það er útilokað að það bæti meira súrefni í en að fleyta án hans á bottling tunnuna.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Dry hopping - secondary

Post by Eyvindur »

Reyndar ekki útilokað, því það kemur töluverðri hreyfingu á vökvann þegar þú tekur hann upp úr, ef hann er laus ofan í. Ef hann er reyrður við slönguna stíflast hún væntanlega strax, ef það er eitthvað sem þarf að sía að ráði.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Re: Dry hopping - secondary

Post by barasta »

Sælir

Ég létt-vafði pokanum um slönguna og hafði svo slönguna rétt við yfirborðið í hinni fötunni þar sem sykrinum var bætt í áður en allt var sett yfir í flöskur.
Ég held að ég geri bara aðra tilraun núna í desember og sjá hvernig hún komi út :-)
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Re: Dry hopping - secondary

Post by barasta »

Sælir félagar

Jæja nú er seinni tilrauninni lokið.
Það sama var gert í þetta skiptið, en önnur uppskrift.
Suðunni skipt upp í 2 gerjunartunnur. Önnur þurr-humluð beint úti bjórinn í secondary en hin ekki. Í þetta skiptið var bjórinn ekki síaður fyrir átöppun
En það sama gerist, það er mun meira gos í þurrhumlaða bjórnum ???
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Dry hopping - secondary

Post by hrafnkell »

Ég leyfi mér að fullyrað að það er út af einhverju öðru en þurrhumluninni.

Nokkrir punktar
* Voru flöskurnar geymdar á sama stað? Mismunandi hitastig, jafnvel örfáar gráður geta skipt máli.
* Var sett nákvæmlega sama magn af sykri?
* Hvað var bjórinn gamall þegar hann fór á flöskur?
* Var meira trub eða ger í annarri hvorri gerjunarfötunni?
* Ef það fer smávegis af humlum úr þurrhumlun með í flöskur þá getur það boðið upp á fleiri nucleation punkta fyrir kolsýruna og því virst meiri kolsýra í bjórnum.
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Re: Dry hopping - secondary

Post by barasta »

Þetta er skrítið.
Því flöskurnar geymdar við sama hitastig.
Bjórinn jafn gamall þegar hann fór á flösur.
Við teljum að við höfum sett jafn mikinn sykur - ( en þessi liður getur klikkað )
Á að hafa verið jafn mikið trub og ger í báðum fötum
Það hefur örugglega farið eitthvað af smá ögnum af þurrhumlum í flöskurnar, þar sem við þurrhumlum, var humlunum hennt beint útí tunnuna.

En það verður gerð ný tilraun í janúar. :-)
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Dry hopping - secondary

Post by helgibelgi »

barasta wrote:Þetta er skrítið.
Því flöskurnar geymdar við sama hitastig.
Bjórinn jafn gamall þegar hann fór á flösur.
Við teljum að við höfum sett jafn mikinn sykur - ( en þessi liður getur klikkað )
Á að hafa verið jafn mikið trub og ger í báðum fötum
Það hefur örugglega farið eitthvað af smá ögnum af þurrhumlum í flöskurnar, þar sem við þurrhumlum, var humlunum hennt beint útí tunnuna.

En það verður gerð ný tilraun í janúar. :-)
Ég myndi veðja á þetta síðasta atriði hjá þér (að því gefnu að þú settir rétt magn af sykri), að humlaagnir hafi farið með í flöskurnar hjá þurrhumlaða bjórnum. Eins og Hrafnkell nefnir veldur það því að bjórinn getur freytt mun meira en annars (fleiri nucleation punktar). Ég hef lent í þessu af og til og þá virðast þessar flöskur vilja freyða svakalega og nánast gjósa upp úr flöskunni.

Ertu ekki örugglega að taka Final Gravity? Tekurðu það ekki örugglega 2-3 daga í röð? Það gæti verið afgangssykur í öðrum bjórnum (engin gerjun er eins) sem veldur því að of mikil kolsýra myndist á flöskunum.
Post Reply