Page 1 of 1

Mánagötu Súröl

Posted: 26. Oct 2014 18:30
by helgibelgi
Afrakstur dagsins er fyrsta súröl mánagötunnar!

Michael Tonsmeire hvatti mig til þess að leggja í einn súrann í upphafi í bókinni sinni, American Sour Beers. Ég fylgdi leiðbeiningunum hans með uppskriftina, hann gefur ákveðin ramma sem uppskriftin þarf að uppfylla.

[EDIT: ákvað að henda inn þessum ramma sem ég vísa í fyrir ofan]
Original Gravity 1.040-1.060
Of há áfengisprósenta veldur því að erfiðara verður fyrir bjórinn að súrna auk þess að skapa vandamál við flöskuþroskun.
Minna en 20 IBU
Of mikil beiskja heftir bakteríustarfsemi.
Litur ljósari en 25 SRM
Passa að nota lítið sem ekkert ristað bygg sem spilar ekki saman við sýru.
Lítið sem ekkert humlað í lok suðu
Bjórinn mun gerjast í laaangan tíma og lykt frá humlunum löngu farin. Líka slæmt að hækka IBU töluna.
Virtur framleiddur alveg eins og venjulega
Ekkert of fancy mesking.
Gerjað með venjulegu öl/lager-geri ásamt súr-blöndu frá Wyeast eða White Labs
Öl/lager-ger og súrblanda bætt út í á sama tíma.

Mín uppskrift:

3 kg Pale Ale
0,5 kg Wheat Malt Pale
0,5 kg CaraMunich 2
= gefur 1.045 OG
6 gr Simcoe í 60 Mín - 10 IBU

Svo er S-04 og White Labs Flemish Ale Blend (inniheldur brett, laktó og pedíó)
26 okt 2014.jpg
26 okt 2014.jpg (57.28 KiB) Viewed 34315 times

Re: Mánagötu Súröl

Posted: 26. Oct 2014 19:06
by æpíei
Já, hann er heldur dökkur eins og þú sagðir gæti orðið. Ég lendi oft í þessu með BeerSmith líka og er farinn að helminga allar svona dökkar special Weierman korn viðbætur. Það er eins og Weirman pakkinn í BeerSmith hafi hreinlega allt of lág litargildi, eða þá BS bara reikni rangt.

Annars lítur þetta vel út. :skal:

Re: Mánagötu Súröl

Posted: 26. Oct 2014 19:18
by helgibelgi
æpíei wrote:Já, hann er heldur dökkur eins og þú sagðir gæti orðið. Ég lendi oft í þessu með BeerSmith líka og er farinn að helminga allar svona dökkar special Weierman korn viðbætur. Það er eins og Weirman pakkinn í BeerSmith hafi hreinlega allt of lág litargildi, eða þá BS bara reikni rangt.

Annars lítur þetta vel út. :skal:
Já, hann er mun dekkri en ég ætlaði mér að hafa hann.

Hann nær kannski að vinna sér inn nafnbótina "red", þ.e. mánagötu-red.

Re: Mánagötu Súröl

Posted: 26. Oct 2014 19:22
by æpíei
Liturinn dofnar oft aðeins í gerjun, en þessi er það djúpur að hann verður alltaf "dekkri". Hlakka samt til að smakka hann.

Re: Mánagötu Súröl

Posted: 20. Nov 2014 19:11
by gm-
Lýst vel á þetta, held að við ættum að stofna súrpervertismaþráð á bjórspjallinu. Er núna með 2 súra í gerjun, og er að spá í fleirum fljótlega :skal:

Re: Mánagötu Súröl

Posted: 20. Nov 2014 19:16
by æpíei
gm- wrote:Lýst vel á þetta, held að við ættum að stofna súrpervertismaþráð á bjórspjallinu. Er núna með 2 súra í gerjun, og er að spá í fleirum fljótlega :skal:
Já, þetta kallar kannski á nýjan flokk. Ég skal styðja það. Ef það koma 5 önnur stuðningskomment þá skal ég setja það upp :D

Re: Mánagötu Súröl

Posted: 20. Nov 2014 20:34
by Eyvindur
Styð það.

Re: Mánagötu Súröl

Posted: 21. Nov 2014 00:36
by helgibelgi
Má ég styðja það líka?

Re: Mánagötu Súröl

Posted: 11. Jan 2017 22:01
by eddi849
Hverig kom þessi út hjá þér Helgi ?

Re: Mánagötu Súröl

Posted: 12. Jan 2017 12:14
by helgibelgi
eddi849 wrote:Hverig kom þessi út hjá þér Helgi ?
Hann er ennþá "í þroskun"

Basically, þá er hann orðinn of súr til að vera drykkjarhæfur, en að öðru leiti fínn.

Planið er að brugga mjög brettaðan bjór, sem er ekki súr, og blanda saman við þennan.

Hef séð að þetta er víst mjög algengt að svona lagað gerist, enda erfitt að stjórna þessum bakteríum og gerlum sem eru í svona súrbjórum.