Page 1 of 1

Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 14. Oct 2014 08:32
by Eyvindur
Komið þið sæl.

Mig langar að koma á framfæri leik sem er að fara í gang, sem heitir Allir lesa og er liðakeppni í lestri á vegum Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Fyrirkomulagið er svipað og Hjólað í vinnuna, nema hér geta hópar skráð sig og skráð tímann sem fólk eyðir í bóklestur, og lesið til sigurs.

Þetta eru þrír flokkar, fyrir vinnustaði, skóla og svo opinn flokkur, sem er upplagður fyrir hópa eins og þennan, þar sem fólk deilir áhugamálum og getur þá komið á framfæri góðum bókum því tengdum í leiðinni. Það er tíminn sem fer í lestur sem gildir, ekki blaðsíður, og allar bækur teljast með, á hvaða formi sem er (raf- eða hljóðbækur, til dæmis).

Fyrst og fremst er þetta skemmtilegur leikur.

Þannig að mig langaði bara til að hvetja þennan hóp til að safna í lið í Allir lesa. Keppnin byrjar næsta föstudag, 17. október, og henni lýkur 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. (Ég er hræddur um að ég megi ekki taka þátt, verandi starfsmaður þarna.) Ef einhver vill taka af skarið og vera liðstjóri þarf bara að skrá sig á allirlesa.is og stofna lið - viðkomandi er þá sjálfkrafa orðinn liðstjóri, og getur komið nafninu á liðinu á framfæri og aðrir svo skráð sig í það. Hver skráir sinn lestur svo sjálfur, og það skiptir engu máli hvað hver og einn er að lesa.

Annað sem er stórsniðugt, og væri frábært fyrir Fágun, er að búa til lista yfir sniðugar bækur, í tengslum við þetta. VÍB hefur verið að gera þetta, og líklega eru fleiri fyrirtæki á leiðinni. Það væri kannski lag fyrir Fágun að safna núna saman vinsælustu bruggbókunum eða eitthvað, og gera bókalista sem væri svo alltaf aðgengilegur í framtíðinni. Bara pæling.

Allavega, langaði bara að koma þessu á framfæri. :)

Lestur er hópíþrótt!

kk
Eyvindur

Re: Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 15. Oct 2014 09:10
by Plammi
Flott framtak, skal skella mér í að stofna lið a.s.a.p... eða frekar e.f.o.a.e!

Re: Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 15. Oct 2014 09:18
by Plammi
http://www.allirlesa.is/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 15. Oct 2014 14:46
by Eyvindur
Snilld. Takið þetta!

Re: Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 15. Oct 2014 15:26
by æpíei
Takk fyrir Eyvindur og Pálmi. Gott framtak hjá ykkur. Það mætti fylgja með vefslóð á liðið til að skrá sig í hópinn.

Re: Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 15. Oct 2014 16:20
by Plammi
æpíei wrote:Takk fyrir Eyvindur og Pálmi. Gott framtak hjá ykkur. Það mætti fylgja með vefslóð á liðið til að skrá sig í hópinn.
Held að það sé ekki í boði, allavega ekki beinn hlekkur á liðið, en skal skoða að setja einhverjar leiðbeiningar. Bæti inn allavega hlekk á síðuna.

Allir Lesa!

Re: Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 15. Oct 2014 16:51
by Eyvindur
Það þarf fyrst að skrá sig sem einstaklingur, svo velja "lið" og undir því "ganga í lið." Þá slær maður bara inn nafnið á liðinu til að finna það.

Hitt væri hins vegar góður fídus. Ég skal benda á það fyrir næsta ár.

Re: Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 15. Oct 2014 17:02
by æpíei
Eyvindur wrote:Annað sem er stórsniðugt, og væri frábært fyrir Fágun, er að búa til lista yfir sniðugar bækur, í tengslum við þetta. VÍB hefur verið að gera þetta, og líklega eru fleiri fyrirtæki á leiðinni. Það væri kannski lag fyrir Fágun að safna núna saman vinsælustu bruggbókunum eða eitthvað, og gera bókalista sem væri svo alltaf aðgengilegur í framtíðinni. Bara pæling.
Hvernig eru bækur settar á hópinn?

Re: Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 15. Oct 2014 21:30
by Eyvindur
Hver og einn skráir bara það sem hann eða hún er að lesa. Bókalistar eru utan við þetta, en gjarnan gerðir með, til að benda fólki á skemmtilegt lesefni. Það mætti bara gera hér á Fágun.is. Það er engin regla að liðið sé að lesa það sama (þótt það sé auðvitað skemmtilegt að slá þessu saman við smá leshring og reyna að fylgjast að).

Re: Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 16. Oct 2014 11:36
by Eyvindur
Fágun var hluti af upptalningu yfir skemmtileg lið í Allir lesa, á síðum Fréttablaðsins í morgun.

:fagun:

Re: Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 16. Oct 2014 13:58
by Plammi
Eyvindur wrote:Fágun var hluti af upptalningu yfir skemmtileg lið í Allir lesa, á síðum Fréttablaðsins í morgun.

:fagun:
Géggjað!
Ég er að vinna í að gera lista á Goodreads, fer svo í einhverja kynningu á FB og geri líklega sér þráð hér með öllu infói

Re: Fágunarlið í Allir lesa?

Posted: 16. Oct 2014 14:22
by Plammi
Listi í vinnslu hér, endilega bætið inn því sem ykkur finnst vanta
https://www.goodreads.com/list/show/794 ... Bruggb_kur" onclick="window.open(this.href);return false;