Underpitching?
Posted: 7. Oct 2014 15:11
Smá pælingar sem ég er með hausnum varðandi pitching rates. Reiknivélarnar sem maður notar helst, Mr. Malty og BeerSmith, gefa upp ákveðna tölu af gerfrumum sem þarf í tiltekna gerjun. Nú finnst mér þessar vélar alltaf gefa upp talsvert hærra en maður er í raun að pitcha. Tökum sem dæmi: Í gær var ég að leggja í bjór sem endaði í 1.053 OG. Í þessu tilviki hikar maður ekki við að pitcha einum pakka af US-05 í 26 lítra og ekkert rugl. Þegar ég slæ þessu inn í Mr. Malty gefur hann mér að til verksins þurfi 1.2 pakka af þurrgeri og BeerSmith segir að ég þurfi 250 ma sella á meðan pakkinn innihaldi max 180 ma sella m.v. 90% viability. Síðasti bjór sem ég gerði var svipaður og fór niður í 1.010 FG, sem er eins og til var stofnað. Nú sýnist manni að það er greinilega í lagi að pitcha minna en þessar reiknivélar leggja til og þá spyr maður sig, hvað er óhætt að fara langt undir þessar ráðleggingar, þ.e. hversu langt getur maður tekið "þetta-reddast" hugsanaháttinn? Hafa menn einhverjar reynslusögur um hvað þeim hefur tekist að fullgerja stóran bjór á einu þurrgersbréfi?
Gerir þetta ekki ráð fyrir fjölgun gersins í virtinum sjálfum (trúi nú varla slíkri skammsýni upp á þessa sérfræðinga)?
Gerir þetta ekki ráð fyrir fjölgun gersins í virtinum sjálfum (trúi nú varla slíkri skammsýni upp á þessa sérfræðinga)?
