Hver bruggaði lakkrísbjór fyrir keppnina í vor?
Posted: 6. Oct 2014 22:45
Þetar smakkaðir voru afgangar úr keppninni í vor í skúrnum hjá Rúnari kom þar upp úr krafsinu stout sem innihélt lakkrísduft sem aukahráefni. Þessi bjór er einn af þessum sem menn annað hvort elska eða hata (eða elska að hata), og fell ég algjörlega í fyrri flokkinn. Þetta var geðveikt. Sá sem bruggaði þessa dásemd má gjarnan gefa sig fram með uppskrift. 