Page 1 of 1

Ein mesking - "Ein suða" - Tveir ólíkir bjórar

Posted: 6. Oct 2014 22:06
by Örvar
Ég lagði í tvo stout-a um helgina.
Mig langaði annarsvegar að gera nokkuð basic "sætan" stout og bragðbæta með kakónibbum, vanillu og kókos, og hinsvegar alveg hel humlaðann stout. Svo ég ákvað að gera bara báða. í Einu.

Setti saman grunn uppskrift að ca 36 lítrum.
Eftir 45mín suðu og aðeins eina humlaviðbót í upphafi suðu tók ég tæplega helminginn af virtinum, kældi og kom í gerjun. Þessi hluti fær síðan kakónibbur, vanillubaun/ir og kókosextract eftir að gerjun líkur.
Restina af virtinum sauð í 15mín í viðbót og mokaði í hann late addition humlum og mun svo þurrhumla þegar líður á gerjunina.
Ég ætti þá að fá nokkuð ólíka bjóra úr sama grunninum.

Gallarnir sem ég sé við þessa aðferð mína eru:
Smá hot side aeration þegar fyrri hluti virtsins var færður yfir í gerjunarfötuna þar sem hann var kældur, hef ekki miklar áhyggjur af því.
Ég er ekki viss hversu mikið af fyrstu humlaviðbótinni varð eftir í virtinum eftir að helmingur virtsins var tekinn í gerjun. Ætti ekki að skipta miklu máli þar sem restin var svo hressilega humluð.

Lenti svo óvænt í smá veseni þegar ég komst að því að af þeim 2 gerjunarfötum sem ég á eftir þá er bara 1 lok sem passar almennilega og 1 sem er of lítið :o
Það hylur samt fötuna og ég ætla ekki að hafa stórar áhyggjur af því... ekki ennþá allavega. Teipaði það aðeins á til að halda því á sínum stað.

Set með uppskriftirnar og nokkrar myndir

Code: Select all

Recipe: Stout-ar-base
Brewer: 
Asst Brewer: 
Style: American Stout
TYPE: All Grain
Taste: (30,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 43,98 l
Post Boil Volume: 38,48 l
Batch Size (fermenter): 35,00 l   
Bottling Volume: 33,00 l
Estimated OG: 1,068 SG
Estimated Color: 40,9 SRM
Estimated IBU: 49,0 IBUs
Brewhouse Efficiency: 65,00 %
Est Mash Efficiency: 68,7 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt                   Name                                     Type          #        %/IBU         
10,00 kg              Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)          Grain         1        84,7 %        
0,45 kg               Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM)     Grain         4        3,8 %         
0,45 kg               Caraaroma (Weyermann) (178,0 SRM)        Grain         2        3,8 %         
0,45 kg               Roasted Barley (500,0 SRM)               Grain         5        3,8 %         
40,00 g               Columbus (Tomahawk) [15,90 %] - Boil 45, Hop           6        49,0 IBUs     
0,45 kg               Carafa Special II (Weyermann) (415,0 SRM Grain         3        3,8 %         


Mash Schedule: BIAB, Medium Body
Total Grain Weight: 11,80 kg
----------------------------
Name              Description                             Step Temperat Step Time     
Saccharification  Add 51,19 l of water at 70,9 C          66,7 C        75 min        
Mash Out          Heat to 75,6 C over 7 min               75,6 C        10 min        

Sparge: Remove grains, and prepare to boil wort

Code: Select all

Recipe: Stout-ar-hoppy
Brewer: 
Asst Brewer: 
Style: American Stout
TYPE: All Grain
Taste: (30,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 26,30 l
Post Boil Volume: 20,80 l
Batch Size (fermenter): 18,00 l   
Bottling Volume: 16,00 l
Estimated OG: 1,068 SG
Estimated Color: 39,4 SRM
Estimated IBU: 94,8 IBUs
Brewhouse Efficiency: 65,00 %
Est Mash Efficiency: 72,2 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt                   Name                                     Type          #        %/IBU         
5,15 kg               Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)          Grain         1        84,8 %        
0,23 kg               Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM)     Grain         4        3,8 %         
0,23 kg               Caraaroma (Weyermann) (178,0 SRM)        Grain         2        3,8 %         
0,23 kg               Roasted Barley (500,0 SRM)               Grain         5        3,8 %         
21,00 g               Columbus (Tomahawk) [15,90 %] - Boil 45, Hop           6        48,9 IBUs     
0,23 kg               Carafa Special II (Weyermann) (415,0 SRM Grain         3        3,8 %         
20,00 g               Amarillo Gold [9,50 %] - Boil 15,0 min   Hop           7        8,3 IBUs      
20,00 g               Simcoe [12,90 %] - Boil 15,0 min         Hop           8        11,2 IBUs     
20,00 g               Columbus (Tomahawk) [15,90 %] - Boil 5,0 Hop           11       8,6 IBUs      
20,00 g               Amarillo Gold [9,50 %] - Boil 5,0 min    Hop           9        5,2 IBUs      
20,00 g               Simcoe [12,90 %] - Boil 5,0 min          Hop           12       7,0 IBUs      
20,00 g               Centennial [10,30 %] - Boil 5,0 min      Hop           10       5,6 IBUs      
20,00 g               Simcoe [12,90 %] - Boil 0,0 min          Hop           15       0,0 IBUs      
20,00 g               Columbus (Tomahawk) [15,90 %] - Boil 0,0 Hop           14       0,0 IBUs      
20,00 g               Centennial [10,30 %] - Boil 0,0 min      Hop           13       0,0 IBUs      
40,00 g               Columbus (Tomahawk) [15,90 %] - Dry Hop  Hop           17       0,0 IBUs      
60,00 g               Centennial [10,30 %] - Dry Hop 5,0 Days  Hop           16       0,0 IBUs      


Mash Schedule: BIAB, Medium Body
Total Grain Weight: 6,07 kg
----------------------------
Name              Description                             Step Temperat Step Time     
Saccharification  Add 30,01 l of water at 70,4 C          66,7 C        75 min        
Mash Out          Heat to 75,6 C over 7 min               75,6 C        10 min        

Sparge: Remove grains, and prepare to boil wort

Re: Ein mesking - "Ein suða" - Tveir ólíkir bjórar

Posted: 7. Oct 2014 19:13
by hrafnkell
Þessi hilla er ansi grunsamleg :) Þú treystir henni alveg fyrir bjórnum þínum?

Annars lúkkar þetta spennandi. Líklega ekkert issue þetta með lokið.

Re: Ein mesking - "Ein suða" - Tveir ólíkir bjórar

Posted: 7. Oct 2014 20:33
by Örvar
Hah hillan er komin með ágætis reynslu svo ég er alveg farinn að treysta henni :lol:

Re: Ein mesking - "Ein suða" - Tveir ólíkir bjórar

Posted: 8. Oct 2014 17:32
by Eyvindur
Ég tók IKEA hillu og sagaði til fyrir minn gerjunarskáp. Passaði akkúrat í raufarnar upp á þykktina að gera og er alveg solid.