Kegeratorinn pimpaður upp
Posted: 4. Oct 2014 17:41
Ég útbjó kegerator fyrir 2 kúta úr lágum ísskáp og nú er ég að spá í smá útlitslegar uppfærslur. Þetta verður prójekt næstu vikna eða mánaða.
Fyrsta útfærsla hafði einfaldlega málningarlímband til að skrifa á nafn bjóranna. Mér datt í hug að setja í staðinn smá krítartöflu á skápinn þar sem væri hægt að skrifa nafn bjórsins. Eftir að hafa hugsað aðeins betur þá ákvað ég að nota krítartöflumálningu í staðinn. Útfærslan var svona:
Því miður var þetta ekki nógu gott. Tvennt er að: Það þarf að búa hurðina mun betur undir þetta, líklega pússa niður með sandpappír og jafnvel grunna. Krítartöflumálning er of laus á og skrapast af þegar skrifað er á hana. Hitt er svo útlitið. Það er ekki alveg að gera sig. Ég er að spá í að fylla alla framhliðina með þessu í næstu útgáfu.
Fyrsta útfærsla hafði einfaldlega málningarlímband til að skrifa á nafn bjóranna. Mér datt í hug að setja í staðinn smá krítartöflu á skápinn þar sem væri hægt að skrifa nafn bjórsins. Eftir að hafa hugsað aðeins betur þá ákvað ég að nota krítartöflumálningu í staðinn. Útfærslan var svona:
Því miður var þetta ekki nógu gott. Tvennt er að: Það þarf að búa hurðina mun betur undir þetta, líklega pússa niður með sandpappír og jafnvel grunna. Krítartöflumálning er of laus á og skrapast af þegar skrifað er á hana. Hitt er svo útlitið. Það er ekki alveg að gera sig. Ég er að spá í að fylla alla framhliðina með þessu í næstu útgáfu.