Page 1 of 1

Stýribox fyrir BIAB og Sous Vide

Posted: 21. Sep 2014 23:45
by HKellE
Hef verið að útbúa mér stýribox fyrir BIAB og Sous Vide.
Ég regla hitastig vatnsins með PID regli. PID reglirinn er útfærður í hugbúnaði sem keyrir á Raspberry Pi tölvu.
Raspberry Pi les hitann frá DS18b20 hitanema og kveikir/slekkur á tveimur solid state relayum til að stjórna aflinu til tveggja hitara.

Ég tek afl inn frá 2 greinum og skila aftur út á 2 óháðum greinum.

SSR eru kæld með 2 gömlum kæliplötum af örgjörvum. Allt fer þetta svo í kassa frá rúmfatalagernum.

Í boxinu er líka 12V aflgjafi fyrir hringrásardælu. Ég tengi dæluna með Anderson PowerPole tengi sem ég nota í allt 12V brölt.

Hitaneminn er settur í T stykki á undan hringrásardælunni. Neminn er frá Brewing Solutions

Til að stýra þessu nota ég í augnablikinu RasPiBrew hugbúnaðinn.

Ég auðvelda tengingar við GPIO pinnana á Raspberry Pi tölvunni með Prototype Plate "shield" frá Adafruit

Hér eru myndir af herlegheitunum

Re: Stýribox fyrir BIAB og Sous Vide

Posted: 22. Sep 2014 08:08
by jniels
Geðveikt!
Alltaf verið mjög heitur fyrir því að nota raspberry-inn í bruggið. Hvaða PID ertu að nota með þessu?

Re: Stýribox fyrir BIAB og Sous Vide

Posted: 22. Sep 2014 09:05
by HKellE
jniels wrote: Alltaf verið mjög heitur fyrir því að nota raspberry-inn í bruggið. Hvaða PID ertu að nota með þessu?
PID reglinn sem er hluti af RasPiBrew (sjá einnit http://raspibrew.com/)
Í honum er Python útfærsla af PID.

Re: Stýribox fyrir BIAB og Sous Vide

Posted: 21. Apr 2015 13:33
by Eyvindur
Þetta er geðveikt spennandi. Fékkstu eitthvað í þetta hérlendis, eða þurftirðu að panta allt frá útlöndum?

Re: Stýribox fyrir BIAB og Sous Vide

Posted: 3. May 2015 22:34
by HKellE
Sæll Eyvindur,

Þetta fékst héðan og þaðan.

Raspberry Pi fæst hér á landi (en ég pantaði einhverstaðar frá). Á honum er ég með prototype shield frá Adafruit til að fá skrúfutengi fyrir tengingar
https://www.adafruit.com/products/801" onclick="window.open(this.href);return false;

Straum inn á hitarana er stýrt gegnum Solid State Relay. Mín koma frá Elfa.se en nafni minn selur þau líka í Brew.is
Kælingarnar á þau eru gamlar kælingar af örgjörvum (keypt á klink hjá einhverri tölvubúðinni sem gamalt dót).

Ég festi þetta allt á DIN skinnu, rafmagnsbúðirnar í bænum eru vinir þínir með það. Þetta er í kassa úr rúmfatalagernum.
Annað raflagna efni líka s.s. tengla.

Ég festi margt með Sugru http://www.sugru.com/" onclick="window.open(this.href);return false;