Page 1 of 1

Berjablands cyder

Posted: 17. Sep 2014 21:44
by bergrisi
Eftir að hafa smakkað frábæran Cyder í Kútapartíi Fágunar á ljósanótt þá skellti í í einn. Ákvað að stressa mig ekki of mikið á þessu og tók eplasafa sem ég hafði keypt fyrir ári síðan í Kosti þegar ég hafði hug á að gera cyder. Ég hafði líka keypt Cyder blautger hjá Hrafnkeli en það var löngu útrunnið.

Annars var þetta eftirfarandi:
4 gallon af eplasafa.
Poki af frosnum jarðaberjum
Poki af frosnu Mangói
Poki af berjamixi úr bónus merkt Euroshopper
Poki af skógarberjum.
500 grömm af brúnum sykri soðin í 10 mínútur.

Þegar ekkert var farið að gerast eftir tvo daga þá bætti ég við gömlu hveitigeri sem ég átti líka. Komst svo að því í gær að vatnslásinn var stíflaður og þess vegna lítið að gerast en þrútin fata. Núna gerjast þetta á fullu en þetta mun fá að vera í friði í geymslunni fram á næsta sumar. Er með krana á fötunni svo ég mun smakka þetta við og við.
Það er ekkert víst að þetta klikki.